Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sambandstķšindi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sambandstķšindi

						sambands
TÍÐINDI
UTG. SAMB. ISL BANKAM.
LAUGAVEGI 103,
SÍME 26252
Nr.  1.1.                                   Reykjavík, 27. október 1970.
BRÉFGETUR ORÐIÐ ÞUNGT 'A METUNUM - SEGÐU ALIT ÞITT,
A stjórnarfundi norræna bankamannasambandsins,  sem haldinn var
í Reykjavík dagana 23. og 24. ágúst sl., var samþykkt að efna til norrænnar
ritgerðarsamkeppni innan bankamannasamtakanna, þar sem þátttakendur, í
hæfilega löngu máli, leituðust við að svara neðangreindum spurningum:
A.   Hvers vegna valdir þú þér bankastörf að atvinnu?
Hefur starfið samsvarað þeim vonum, sem þú gerðir
þér um það í upphafi ?
B.   Til hvers ætlast þú af samtökum þfnum hin næstu 10 árin?
Veitt verða verðlaun fyrir beztu ritgergirnar i hverju landi fyrir sig.
Sá þátttakandi, sem fyrstu verðlaun hlýtur, fær í fyrsta lagi verð-
launagrip frá samtökunum, auk þess sem honum er boðið á aðalfund norræna
bankamannasambandsins 1971 sér að kostnaðarlausu.
2. verðlaun verða gjafakort að verðmæti kr. 5.000,00
3.  verðlaun verða gjafakort að verðmæti kr. 2.500,00
4.-10. verðlaun verða gjafakort að verðmæti kr.  1.000,00
Hverjum þátttakanda í samkeppni þessari ber að velja sér merki eða
dulnefni, er skrifað sé ofan við grein hans eða greinar, en auk þess sé það skrif-
að utan á umslag, er nælt sé við greinina. í umslagið ber svo að leggja miða með
nafni höfundar og heimilisfangi.
Dómnefnd hefur verið valin af sambandsstjórn, en í henni eiga sæti:
Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður,
Indriði G.  Þorsteinsson, rithöfundur,
Hannes Páisson, formaður S.í.B.
mörk).
öllum félagsmönnum samtakanna er heimil þátttaka (engin aldurstak-
Ritgerðum sé skilað á skrifstofu S.Í.B. að Laugavegi 103, Reykjavfk,
í síðasta lagi hinn 15. janúar 1971.
Urslit keppninnar verða kunngerð af sambandinu í marzmánuði 1971.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3