Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fjölnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fjölnir

						Lárus Ýmir óskarsson
Cautaborg — Svíþjóð
(b <i' gaÁ' aá,- htiiX&xu
ísland
á leiðinni útúrfókus
Ég verð að viðurkenna að heimþráin plágar mig harla sjaldan. Nú er það helst
Spaugstofan á vídeóspólum sem heldur í manni glóðinni.
Jónas og Tómas og þeir áttu sér draum fyrir landið sitt, draumsýn um frarn-
u'ð. Núna er „ísland" að hverfa, það er á leiðinni útúr fókus.
Öskudagur og sprengidagur verða æ smærri við sjóndeildarhring, en köttur
í tunnu og thanksgiving kjúklingur birtast í forgrunni.
Þjóðin á engan spegil. Listafólk klórar í bakkann, en fólkið í landinu
hlustar á Byigjunni eða FM, horfir á údendar myndir í sjónvarpinu og heldur
að þjóðarsálin sé Þjóðarsálin.
Þjóðin er víst svo lítil að hún hefur ekki efhi á öðru íslensku efhi í sjón-
varpinu, en myndum af fólki sem situr í stólum og talar. Allir íslendingar vita
nákvæmlega hvernig stelpa og strákur draga sig saman í Los Angeles, en
hvernig gerist það í Kópavogi? — núorðið fara þau líkast til á deit...
Það er meira hvað þetta þjóðerni skiptir okkur miklu máli, okkur sem
lesum Fjölni hinn nýja. Sérstaklega kannski okkur sem búum í údóndum. Við
hófum þetta sérkenni, einsog við séum með mislit augu, eða séum 220 sm á
hæð. Við þurfum mikið að tala um það og þetta er að velkjast innan í okkur,
einsog faðir okkar heiti Bobby Fischer eða HalldóR Laxness og hann hefði aldrei
gengist við okkur.
Ég er vanur að segja fólki hér að ég muni vel eftir Björku sitjandi í
eldhúsinu hennar mömmu á Bragagötunni. Það gerir sig yfirleitt vel.
LArus Ýmir Óskarsson
Kristján B. Jónasson Dauðinn og bóndinn
J.   að sama kom fyrir bónda norður Skagafirði
núna í vetur. Einn daginn birtist góður kunningi
hans með nokkra gesti í eftirdragi. Þeir stilltu
honum upp fyrir framan kvikmyndatökuvél og
létu hann svara spurningum. Daginn eftir dó
hann. Vissi hann þegar hann horfði í myndavél-
ina að hann átti eftir að deyja? Vissi hann að
hann var feigur? Þegar horft er á þáttinn „Minn-
ingar frá Merkigili", sem sýndur var á Stöð 2 á
föstudaginn langa núna í april, sést enginn vottur
af slíku. Eggert Skúlason, fréttamaður Stöðvar 2,
situr í eldhúsinu á Merkigili í Austurdal í Skaga-
firði, bæ sem er þrátt fyrir nútímasamgöngubæt-
ur ótrúlega afskekktur, og horfir á bóndann,
Helca Jónsson. Hann spyr: „Ef þér yrði sagt að þú
yrðir að fara héðan burtu á morgun. Hvert
myndir þú þá fara?" Helgi sem á að deyja innan
tveggja daga svarar: „Ég veit það ekki en ég held
að ég færi í kaupstað." Við vitum að hann á eftir
að deyja og hann svarar: „Ég held ég færi í kaup-
stað." Er þetta þá allt? Veit jafnvel „villimaður-
inn" og „náttúrubarnið" ekki meira um sinn
hinsta dag! Eða drápu kannski myndavélarnar
hann?
Það er spurningin. Auðvitað var það ekki
nema einber tilviljun en það virtust samt vera
einhver undarleg tengsl á milli þess að „einbú-
inn" Helgi Jónsson dó og að hann varð að fjöl-
miðlaefni. Þann 11. janúar 1997 renndu Eccert
Skúlason og aðstoðarfólk hans burt úr hlaði eftir
að hafa tekið viðtal við Helga um afstóðu hans til
kynlífs, brennivíns og trúarbragða. Daginn eftir
hrapaði Helgi til bana í Merkigilinu, hrikalegu
hamragljúfri, skammt norður af bænum. Er þá
banvænt að koma fram í fjölmiðlum? Það er
margt sem rennir undir það stoðum að svo sé
ekki en það var samt einhver leyniþráður sem lá á
milli dagsetninganna sem sýndar voru á skjánum
í upphafi þáttarins. Fyrst kom Stöðvar 2 fólkið.
Svo dó „viðfangsefnið". Stöð 2 var reyndar ekki á
staðnum þegar Helgi hrapaði. Það er leiðinlegt
því þá hefði Eggert eða einhver annar stöðvar-
maður getað spurt hann: „Hvernig líður þér
núna, Helgi?" eða annarra slíkra spurninga sem
hefðu hæft aðstæðum. En fyrir vikið varð venju-
legur viðtalsþáttur við skrýtimenni úti á landi til
að draga fram að ef maðurinn er dauðlegur er
sjónvarpið það ekki. Stöð 2 mætti aftur í Skaga-
fjörðinn og nú til að fylgjast með útförinni. Hafi
viðtalið sjálft snúist um spurninguna: „Hvern
djöfulinn ertu eiginlega að gera hérna?" Þá snerist
útförin eins og hún birtist á sjónvarpsskjánum
um hve fegnir fjölmiðlamennirnir voru yfir því
að hafa náð í skottið á Helga áður en hann dó.
Að hafa fest hann á filmu.
í raun var jarðarförin bara sýndarmennska.
Helgi lifði. Þótt okkur væri sagt að hann væri
niðri í kistunni, sem hvarf ofan í freðna jörð fyrir
framan augun á okkur, þá sáum við hann ekki.
Við sáum hann bara heima í eldhúsi. Þar var
hann á fullu við að pakka öllu því sem hann
hafði skynjað, viljað og reynt inn í þennan stand-
ard fjölmiðlapakka sem gerður er um skrýti-
menni landsbyggðarinnar. Og þegar klippt var á
milli hans og kistunnar, sem hann átti að hvíla í,
sá hver maður að kistan var miklu betra mynd-
efni en hann. Helgi kom sjálfur illa út í viðtalinu.
Hann var á varðbergi. íhugaði lengi svörin og sá
grófi kjaftur sem hann var annars kunnur fyrir
var vendilega pússaður af návist myndavélarinnar.
Hann var eins og viðmælendur eru oftast, þol-
andi fremur en gerandi. Spyrillinn stýrði þættin-
um. Bað hann að tala um ástina. Spurði hvort
hann bruggaði. Fiskaði eftir draugagangi. Og
síðast en ekki síst: Hvað ræki hann til að búa
einn? Sem betur fer þurfti ekki að starta lands-
söfnun til kaupa á sjónvarpi fyrir hann eins og
þegar Ómar Ragnarsson núu'mavæddi GIsla A
Uppsölum. Helgi átti sjónvarp fyrir og í þættinum
var skýrt tekið fram að hann notaði það. Það var
meira að segja tekin mynd af spyrli, aðstoðar-
manni og viðfangsefni að horfa á fréttirnar í
Ríkissjónvarpinu því enn hafði Helgi ekki séð sér
fært að styrkja fslenska útvarpsfélagið þótt þeir
hefðu sjálfsagt verið boðnir og búnir til að gefa
honum myndlykil. Var verið að róa okkur? Ég
held það. Hann er einbúi og furðumaður, skrýt-
inn í meira lagi en hann átti þó sjónvarp. Það var
þægilegt til þess að vita að ekkert stöðvar fram-
sókn nútímafjölmiðlunarinnar. Ekki einu sinni
hrikaleg hamragljúfur.
Og um leið opinberaðist innihald þáttarins.
Þetta var þáttur um sjónvarpið, þáttur um miðil-
inn en ekki um Helga Jónsson. Miðillinn hafði
„náð honum". Hann hefði getað sloppið. Hrapað
fyrir björg nafnlaus og sögulaus án þess að kom-
ast inn í eilííðina. „En við vorum þarna." Engill
nútímans tyllti niður tá á flugi sínu yfir löndin og
laust einbúann með myndavélinni sinni svo hann
dó. Eftir að Helgi var kominn á filmu var hlut-
verki hans í raun lokið. Hann hafði verið „efni".
Nú var búið að nota hann. Hann gat dáið sæll og
glaður. Þess vegna var líka mikilvægara að sýna
líkkistuna en hann í fullu fjöri. Hún var einfald-
lega flottari. Miklu áhrifameiri staðfesting á
mætti miðilsins en einfalt viðtal. Þátturinn
„Minningar frá Merkigili" sýndi að þótt fólk deyi
í raun og veru lifir það á mynd allt til enda ver-
aldarinnar. I viðtalinu var Helgi í raun að semja
ritskýringu við eigin jarðarför án þess að vita af
því. Hann var eins og íþróttafréttaritari sem lýsir
dagsgömlum leik án þess að vita að leikurinn
verður spilaður.
J—/g hef aðeins einu sinni áður séð sjónvarps-
þátt með líku sniði. Það var heimildarmynd um
gettólífið í South Central hverfinu í Los Angeles
sem varð heimsfrægt þegar óeirðir brutust þar út
eftir dómsúrskurðinn yfir Rodney Kinc 1992. Þeir
sem gerðu heimildarmyndina voru ekki á hött-
unum eftir kynlífi, brennivíni og trúarbrögðum
eins og Eggert Skúlason, Ómar Ragnarsson eða
aðrir sérftæðingar í lifhaðarháttum frumbyggja
utan borgarmúranna. f myndinni sjást engir
spyrlar né heyrast þar spumingar. Fólk situr fyrir
framan myndavélar og talar. Sumt sem það segir
er óttalegt bull, sumt sem það segir er gáfulegt.
Aðalmálið er að því er ekki óhóflega stýrt og
talandi þess er tiltölulega frjálslegur. En þrír af
viðmælendunum, sem nánast allir voru svartir,
lifðu ekki þáttagerðina af. Þeir voru skotnir til
bana í hjaðningavígum gengjanna á staðnum og
fylgst var með undirbúningi að útför eins þeirra,
sorg fjölskyldunnar, líkbrennslunni og flutningi
öskukrukkunnar heim í hús. A milli þessara
atriða var skotið inn viðtölum við fórnarlambið.
Hann átti að fara að deyja en hann vissi það ekki.
Hins vegar var hann eins og allir aðrir í hverfinu
sér fullkomlega meðvitaður um að hann gat dáið
hvenær sem er. Það var munurinn á honum og
Helga á Merkigili. En það sem var líkt með
gettóþættinum frá South Central og landsbyggð-
arþættinum um lífið Austurdal var að í báðum
tilvikum notaði sjónvarpið, fjölmiðillinn, upp-
lausn, hvarf og sorg til að sýna að hann sjálfur er
eilífur. Sjónvarpið lifði. Maðurinn dó. I báðum
tilvikum var dauði viðfangsefnisins mikilvægari
en líf þess.
Ég held að það sé mikill munur á lífinu f
Suður-Kaliforníu og á Norðurlandi og ég held að
flestir geti verið mér sammála um það. En það
sem skiptir hér máli er hvernig þetta líf er svið-
sett, hvernig því er pakkað inn í neytendaum-
búðir. Ég get ekkert fullyrt um hvernig íbúar
afskekktra svæða á landsbyggðinni líta á sig sjálfa
eða líf sitt, ég hef einfaldlega ekki talað við þá
alla. En ég veit að í fjölmiðlum eru þeir „keis". í
fjölmiðlunum búa þeir í „gettói". Líkt og íbúar
námuborga Ruhrhéraðsins, úthverfa Parísar og
Napólí, iðnaðarborga Norður-Englands eða
South Central í L.A. eru þeir úrköst fyrsta
heimsins í fyrsta heiminum sjálfum. Ég gæti sjálf-
sagt notað gömlu andstæðukenninguna um heil-
brigði sálar og líkama og sagt að við „þörfnuð-
umst þeirra" til að byggja okkur upp. Að við hér
í borgríkinu þurfum á þessu landsbyggðargettói
að halda til að geta ímyndað okkur að við séum
lítil New York. En það er meira blóð í kúnni.
Rétt eins og fólkið í South Central virtist Helgi á
Merkigili ekki gera neitt. Hann virtist bara vera.
Fólkið í South Central lifir af „sósjalnum" og
glæpastarfsemi. Það vita allir. En hvað gerði
Helgi? Hann var einbúi. Er það starf? Nei, en
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100