Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fjölnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fjölnir

						Einar Guðmundsson

Múnchen — Þýskalandi

&il bid' od h-aitóa/.

Nútíminn er

eins og sjaldgæfur

flækingsfugl á íslandi

Agæti Fjölnir!

Sá maeti maður, Jónas Hallgrímsson, blés og blés á sínum tíma í Danmörku til

að hjálpa sunnanvindinum að ná til íslands með menningarstraumana. „Nú andar

suðrið sæla vindum þýðum," orti Jónas og árum og öld síðar komu einhverjir

Bjöggar og sungu þennan brag inn á plötu undir popplagi. Jónas hafði frönsku

byltinguna að bakhjarlshuga og frelsisstrauma þá er henni fyigdu. — Bjöggarnir

voru í sykurpoppinu og sóttust bara eftir krónum í vasann. — Það sem millitíðin

hefur skolað upp á fjörur samtímans í dag er náttúrlega algjört „shit".

Orðið kúltúr er fiestum íslendingum framandi. Menning er flestum eitthvað

óþægilegt sem kemur frá útlöndum þar sem hlutirnir eru sagðir verða fyrstir til.

Ég Ies Moggann frá 31. maí síðasdiðnum og þar stendur svart á hvítu:

„Nútíminn er ekki að öllu leyti kominn til Islands."

Fyrir nokkrum árum reyndi ég, persónulega, að færa íslendingum vissan hluta

nútímans og skrifaði um hundrað greinar í Morgunblaðið, blað allra landsmanna,

um toppana í samtímalist Evrópu. Varð að lokum að hætta þessum

menningarskrifum vegna þess að skilningur var allt í einu ekki lengur fyrir hendi á

blaðinu á nauðsynin þess að upplýsa myndlistarfánuna í landinu. Ég varð þess

áskynja að ætti Mogginn val um gæði á annað borð var fremur kosið það næstbezta

í staðinn fyrir það bezta; og eins og á daginn er komið og dagurinn í dag sýnir er

Mogginn hæstánægður með þriðja klassa útkomu í menningarefnum. „Betra er að

vita fátt en mikið," segir víst þjóðarsálin.

Einu sinni er ég var túristi í Reykjavík heyrði ég ungmenni segja þessa setningu

í sjónvarpsviðtali: „Það er heilmikið í bígerð sem er að ske." — Þeir sem hafa átt

þess kost á undanförnum árum að lesa fréttabréf R.S.Í (Rithöfundasamband

íslands) vita að íslenzkri málnotkun og kunnáttu í beitingu tungumálsins fer

hrakandi.

Steinar Sigurjónsson hikaði ekki við að setja á prent að íslendingar væru

hænsn.

„ísland ég hef gefið þér allt og nú á ég ekkert.

fsland, 650 DM í vasanum 3. júní 1997." —

„Mér óar við tilhugsuninni," þýðir Dagur Sigurðarson í ljóðinu Ameríka eftir

Allen Ginsberg.

Mér lízt alls ekki á blikuna, að fara að gefa íslendingum peningaupphæð,

hvorki þessa né aðra, því íslendingar eru þekktir fyrir að kunna ekki með fjármuni

að fara; krónan er verðlaus í útlöndum.

Enn mun fsland leynilega vera eitt af fylkjunum í Bandaríkjunum, datt mér í

hug er ég las undir fyrirsögninni „Deilt um stækkun NATÓ á

utanríkisráðherrafundi í Portúgal: Níu aðildarríki gegn fslandi og Bandaríkjunum."

í Lesbókinni er það til dæmis að lesa að kort af landinu eru gerð og prentuð

með svonefndum Nató-staðli.

ísland, hvernig er hægt að semja helgisálm í þínum bjálfadúr?

Steinar, Dagur, Allen, Jón Gunnar og Róska eru farin og ég veit ekki satt að

segja hvað getur komið í staðinn fyrir þau. Allt þetta fólk er komið til fjölnishimna.

— Laxness er á leiðinni til Þórbergs.

Hverju á ég að biðja að heilsa? Hundahaldinu í Reykjavík?

Nútíminn er eins og sjaldgæfur flækingsfugl á fslandi.

Þegar ég var síðast á íslandi í borg Reykjavikurinnar upplifði ég íslendinga sem

údendinga vegna langrar fjarveru. Að tala við fólkið í föðurlandi mínu, það var eins

og að ganga á vegg. Veggir fólksins voru íslenzkir, ímyndaðir varnarveggir

einangrunarinnar...

Ég hætti þessu hripi og fer bara að blása!

Miinchen, 6. 6. '97

Einar Guðmundsson

Fjölnir

timarit handa

ák 'ámtk íslendintjum

*IU sumar '97

Hallgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga

skömmustulegir til himins; tiu tonn af landsins

frægu leiðindum höfðu fylgt skemmtiferð til

landsins og héngu þar í lofti, biðu þess að hann

skvetti úr sér. Um nóttina lágu 100.000 manns á

bæn til himna um að ekki myndi nú rigna roki á

Maxím Gorký.

I morgunsárið var heil erlend stórborg dregin

undir Esjuna af litlum lóðs. Heimurinn var kom-

inn heim og íbúar höfuðstaðarins önduðu léttar

er þeir sáu bláan himin fylla eldhúsgluggann. Þar

hittist nú aldeilis vel á. Útlendingarnir voru

heppnir með veður. Sjúff.

Við vorum eins og hver önnur vandamáluð

vanmetafjölskylda í torfkofa eða bæjarblokk sem

átti von á finum fjarskyldum gestum í kaffi og

boðsgleðin byggðist öll á því að alkóhólíseraður

heimilisfaðirinn myndi nú haldast þurr þar til

gestirnir hyrfu á braut. Svo mátti hann þykkna

upp í sínu brjálaða skapi, skvetta í sig og'úr sér,

og ganga um stofur og gólf með éljum og skæt-

ingi, ofbeldi og austan-kalsa. Skítt þó fiölskyldan

byggi við eilífan skít allt árið, bara ef útlending-

arnir fengu gott þessa fáu daga sem þeir stöldr-

uðu við.

Þetta veðurstress sem í raun er skömm á

landinu sjálfu er reyndar enn til í fólki hér, jafn-

vel í þeim stóru landkynningarforstjórum sem

skipuleggja utandyra hanastél og himinbláar lóns-

ferðir sem allar byggjast á því að guðirnir klikki

ekki. Þetta er allt ein stór rúlletta, allt upp á von

og óvon, samskipti okkar við umheiminn eru

háð veðrinu á morgun. Við getum ekki gengið í

Evrópusambandið vegna þess að hitastigin hér

verða alltaf langt undir Evrópustaðli. Þegar tekin

verður upp sameiginleg vindátt verðum við útí

kuldanum. Að morgni beinnar útsendingar hinn-

ar amerísku ABC-stöðvar úr Bláa lóninu mátti sjá

íslenska ferðafrömuði og jafnvel fréttamenn á

vappi við bakkann með sjálfsmorðsglampa í aug-

um. Ó nei! Hvernig gat þetta gerst? Hvernig get-

um við selt útlendingum þetta guðsvolaða land

sem býður Ameríku góðan daginn með ellefu

vindstigum og úrhelli? Siglingakeppnin á Smá-

þjóðaleikunum var færð í Kópavogslaugina vegna

þess að fyrsta daginn var þokumettað logn,

annan daginn norðan-tíu-stiga-brjálæði og þriðja

daginn voru tveir hvalir að þvælast í baujunum á

siglingabrautinni. fsland er fyndnasta land í

heimi og alltaf að djóka með okkur. Það eina sem

við getum gert er að kunna að taka djókinu. Það

tekur greinilega lengri tíma en 1000 ár.

í sumarbyrjun sat ég óvart í leðursófa í and-

dyrinu á Hótel Reynihlíð og stúlkan góða með

17 ljóshærð ár frá Akureyri, sú sem var að

servera á barnum kvöldið áður, var

aftur mætt í úniform og tilbúin í

slaginn:                         •

„Það er skip í dag" sagði hún

mér til útskýringar og var svo þotin

inn í matsal að leggja á borð. Á

meðan ég skimaði út á Mývatnið eftir

skipi renndu sex langar rútur í hlað:

360 mis-aldraðir Þjóðverjar

handlönguðu sig niður á plan

ið og hjólbeinuðu sér svo

inn í gegnum anddyr-

ið, inní matsal. I

tuttugu langar

mínútur fylgdist ég með heilum skipsfarmi af

þýskum túristum streyma framhjá leðursófanum:

Samansafn af ólögulegasta og ólukkulegasta fólki

sem ég hef augum barið: Með auglýsingum í

Bildog Bild am Sonntag hafði það verið vélað og

dílað útúr kjarnorkuheldum svefnherbergjum

sínum í pakkaðar ferðir um hin heljarbjörtu

norðurhöf, — hafandi þegar ferðast um öll

önnur höf heimsins; nú enn og aftur halað upp

úr úthverfunum í Saarbriicken og Schendl,

geirneglt í bak og fyrir með vestur-þýsku

eðalstáli, kjagandi áfram á mjaðmakúlulegunum

frá Krupp; á útfalli lífs síns kemur það inn í land

okkar svo ámátlega fávíst á svip, eins og sauðfé,

eins og siglt sauðfé, eins og rammkaþólskt sauðfé

sem sent var eitt sinn út á fæti til að fá blessun

páfa og birtist nú aftur forframað með bæverskan

hreim í jarminu.

Og fyrir þetta...fyrir þetta pakk höfðum við í

dentíð og nútíð fórnað nætursvcfni; andvakað af

ótta við að fulli frændi á himni myndi hella sér

yfir það með skítkasti og skömmum.

Erlendir ferðamenn sem koma til Islands eru

annars vegar aflóga gamalmenni sem þegar hafa

skoðað allar kirkjur heimsins og eiga baraTrölla-

kirkju eftir, og hinsvegar einhverjir þeir stór-

skrýtnustu menn sem finna má með hverri þjóð;

ungir svartloðnir og skeggrætnir háskólamenn

sem þrá það heitast að missa framan af vísinda-

legum fingri á íslenskum jökli eina hríðarbjarta

sumarnótt: Koma kalsárir heim til Koblenz og

Tours.

Hér kemur upp í greinarhöfundi önnur

íslensk gömul kennd: Það gerist stundum að

Islendingi hreinlega býður við útlendingum.

Okkur ofbýður þessi massa-framleiðsla á andlits-

og andlausum sauðum, allar þessar milljónir af

fólki! sem manni virðast lifa til einskis. Og þá

verður maður bara sæll með sitt fámenni: Hér

framleiðum við aðeins það sem máli skiptir,

sleppum moðinu. Frammi fyrir slíkri skrúðgöngu

af sálarleysi, slíkri hópferð þýskra eðallíffæra,

fyllist maður sjálfstrausti. Sjálfumglöðu sjálfs-

trausti.

Þetta er hinn eini sanni íslenski rasismi.

Hann stingur annað slagið upp sínum mórauða

kolli í kolli okkar, eins og selshöfuð úr mýri.

Okkur sem erum svo flottir og snjallir og

skemmtilegir finnst údendingar svo ómerkilegir,

andlausir og asnalegir. Sem þeir eru.

Þeir fatta ekki húmorinn okkar, þetta er svo

streit lið... segja hressir gárungar sem gantast með

fávísar stórþjóðir sem stóreygar hafa nýspurt um

öll þessi einkennilegu tæki sem standa

undir yfirbreiðslum úti á öllum svöl-

um landsmanna og fengið svarið:

Ljósritunarvélar.

Þetta eru svoddan kelling-

ar... kveður kátur landinn vel

við skál þegar erlendir vilja í

háttinn, gefast upp á partý-

sumbli klukkan sex að

morgni. Þeir klikka alltaf á

morgunmatnum á Hótel Loft-

nema þeir séu einhverjir popp-millar

sem ganga fyrir því rándýra rafmagni sem ræktað

er í hlíðunum ofan við Escobar í Kóliumbíu.

I eftirpartýunum er landinn með sjálfstraust-

ið í lagi og fer alltaf með sigur af hólmi. PAll

Óskar og co. héldu flottasta Júróvisjónpartýið í

Dublin þó tuttugasta sætið yrði að duga daginn

eftir. Eftir að næturlíf var lögleitt á Islandi þurf-

um við ekki að stressa okkur lengur á veðri og

vindum. Alltaf 17 gráðu stuð á Kaffibarnum. Og

íslenska nóttin sú lengsta í Evrópu, frá miðjum

nóvember og fram í mars. Nóttin hefur leyst

náttúruna af hólmi. Fyrir tuttugu árum var

Reykjavík ekki bara leiðinlegasta borg í heimi

heldur líka á landinu. Stemmningin var í Húna-

veri og Atlavík og heilu sumrin voru líkt og

„verslunarmannahelgi í bænum". Nú les maður í

erlendum tískublöðum um „The New York of

the North". Party by the pole. Damon Albarn,

söngvari í Blur, lýsir því fjálglega og fullur að-

dáunar hvernig unglingarnir fylla sjálfa sig og

miðbæinn um helgar. Allt veðurstress heyrir veðr-

inu til. Heimurinn er ekki kominn hingað til að

njóta „Mallorca-veðurs á Egilsstöðum" heldur til

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100