Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 63

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 63
Kvennahreyfingin hefur lengst af litið á það sem sjálfsagðan hlut að berjast gegn klámi og flokkað það sem ofbeldi gegn konum. Æ fleiri konur hafa snúist gegn þessu sjónarmiði og vilja ýmist leita frelsunar í klámi eða líta á það sem snertiflöt milli mismunandi siðferðisviðhorfa í samfélaginu. Alda LÓa Leifsdóttir skrifar hér um þessi viðhorf og segir frá klámkónginum sjálfum: Larry Flint. onur Þegar ég var 18 ára eða um það bil, unnum ég og vinkona mín á myndasafni Dagblaðsins við það að flokka blaðaljósmyndirnar og ég man að við vorum báðar að taka bílpróf á þessum tíma, svo að þetta hlýtur að hafa verið áriðl980. Eftir vinnu fórum við oft í Eymundsson að fletta tímaritum. Þetta var í miðri pönksveiflunni og við lifðum og hrærðumst svona á jaðri sveiflunn- ar, allavega ég, vinkona mín var heilli í afstöðu sinni, hún mátti kallast alveg inni, enda fór hún síðan til London í iðnnám og pönkið rann ekki af henni fyrr en hún kom heim aftur nokkrum árum síðar. En þarna stóðum við í Eymundsson, hún renndi í gegnum NME og Melody Maker, þar sem var að finna nýjustu upplýsingar um gang mála í gróskunni í London, hverjir eru með hverjum, hvaða hljómsveit er að hætta, hver braut nefið á fréttakonunni og dópaði yfir sig o.s.frv. Þarna virtist eitthvað vera í gangi, breyting sem gæti skipt heimsmynd okkar máli. A meðan hún nærðist á sveiflunni þá var ég stökk í kvennablöðunum í næstu hillu. Ég var í mots- úlpu með „Iggy Popp“ letrað á bakið, í rifnum leðurbuxum og öllu því en samt að drekka í mig há kinnbein, stútmunna, langa ieggi, stellingar í silkimjúkum fötum (ekki mín deild), en það voru þessir yfirnáttúrulegu kvenmenn sem virtust lifa í kyrrum, sjálfhverfum, þokukenndum heimi á þykkum glanspappír, sem ég var gagntekin af. Samt h'afði ég lesið bókaskáp móður minnar, amerísku kvenréttindabækurnar, og vissi að í þeim kreðsum þóttu þessi blöð ekkert fín. En ég var bara sjúk í þessar myndir af konunum, og einkennin voru þau að ég fór upp í svona jafna vímu en síðan niður, sem lýsti sér í óánægju og pirringi. Ég veit ekki hvað olli því, hvon þetta var eins konar „cold turkey“ kvennablaðafíkilsins eða augljósleg smæð mín gagnvart leggjum og stútmunnum eða bara samviskubit yfir því að vera að opna svona púkó blöð sem ekki voru í takt við neitt í kringum mig á þessum árum. Kannski ekki svo ólíkt því sem sumar konur tala um þegar þær „æsast upp kynferðislega yfir klám- myndum en eftir á finni þær hjá sér depurð og samviskubit“ einsog þær hafi óvart ráfað inná bannsvæðið, en geti sjálfum sér um kennt. En þegar ég leit upp með þessa skringilegu tilfinn- ingu og leit yfir hópinn við blaðarekkann þá virt- ust allir aðrir vera að skoða eitthvað sem var „þeirra", einhvern ofureðlilegan hlut sem smell- passaði í neysluheim þeirra. Vinkona mín auð- vitað með pönkmenninguna í London, síðan bílablaðaheimurinn sem ég hef af einhverjum ástæðum aldrei kveikt á, ég þurfti að taka helm- ingi fleiri bílatíma en vinkona mín og tauga- veiklun mín fimmfaldast þegar ég sest upp í bíl í dag. Ég hefði auðvitað átt að fletta svona einu og einu bílablaði en þau kölluðu bara ekken á mig, þau eru búin til fyrir aðra en mig. En inni í horni eru ldámblöðin og þar standa nokkrir menn og mér finnst þeir svolítið djarfir að standa þarna fyrir almenningssjónum með dónablað. En það er bara þannig stemmning við blaðarekkann að þegar þú ert með blaðið þitt í höndunum ertu í þínum heimi og allt í kring dofnar út. Og í dónablaðinu er Gayle komin úr mestöllu þar sem hún liggur þarna í fæðingarstellingunni og bíður á heimavelli og er að dónast við bara hvern sem vill. Ég hef alltaf sekið sveig framhjá kláminu og fúndist það hálf óviðeigandi efni fyrir minn trygga heim. Með blendnum tilfinningum hlustaði ég á vini mina forðum fara með Hustler- brandara eða flissa yfir vinnufélaga sínum sem átti að girnast rollu til ástarleikja og jafnvel þegar vinkona mín veltist um af hlátri yfir eigin prumpubröndurum og ég tala ekki um þegar barnið hennar kemur inn í stofú og fretar eitt „go’ morgen“ sem gerir alltaf jafn mikla Iukku, þá verð ég svona klaufaleg í sófanum. Þaðan sem ég kem þykir ekki fínt að tala um hluti einsog klám og kúk, hvað þá að brandarast með það. Og þegar ég skoða klám með viðurstyggð er það ekki vegna þess að ég finni fyrir niðurlægingu fyrir hönd kyns míns, einsog margir feministar skilja klám, heldur er það frekar einhver bjalla sem hringir: dónó! Lourq v/ Lorry PBnt Ameríska klámfræðikonan Laura Kipnis kemst þannig að orði: „Betri borgarinn staðsetur sjálfs- mynd sína til hliðar og í fjarlægð frá öllu sem er markaðssett sem lágmenning, skítugt, hávaða- samt og uppreisnargjarnt." Þetta vissi Larry Funt útgefandi Hustlers klámtímaritsins. Herra Flint, sonur pípulagningarmanns, ólst upp í mesta fátæktarbæli Bandaríkjanna, Magoffin County í Kentucky. Átta ára missti hann sveindóm sinn á hænu í bakgarðinum og hefúr hann látið gera af henni eftirlíkingu í yfirstærð, 1 m á hæð (hvar var Jeff Koons á áttunda áratugnum?) sem hann geymir í lúxusvillunni í Bel Air. Eftir því sem HallcrImur Helgason Heads Myndasería 1993 - 1997 Fjölnir 63 sumar '97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.