Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 78

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 78
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja Bragi Ólafsson: eínu orði fœrra jæja þá er það loksins horfið úr málinu orðið jæja til allrar hamingju kemur ekkerr í staðinn við erum á réttri leið jafnvel þótt við séum öll á leið til helvítis Ufsrými Þau höfðu ákveðið að aldrei skyldi nokkur stíga fæti í litla herbergið inn af dagstofunni svokölluðu. Það átti að standa autt. í upphafi hafði þeim dottið í hug að nota það sem vinnuherbergi en eftir að frænkan handan götunnar kom í heimsókn og lýsti því yfir að minni mætti íbúðin ekki vera varð þetta niðurstaðan: aldrei skyldi nokkur fá að nota þetta herbergi inn af dagstofunni. stóð upp meðal safnaðarmeðlima, gekk upp að flyglinum og hóf upp söng við undirleik Jóns. Það var ágætur söngur. Þegar þau höíðu lokið sér af stóð Svala Sigríður aftur á fætur, gekk að púlt- inu og lauk við predikunina. Það er því ekki að- eins lítið orgel og flygill á altarinu í Langholti og orgellíki hangandi yfir því, heldur er engri predikun þar fulllokið nema tónlistin fái komið að sínu framlagi. A nreðan Langholtskirkjudeilan stóð sem hæst skrifaði séra Þórir Jökull Þorsteinsson, prest- ur á Selfossi, grein í Moggann og benti á að Guð þurfi ekki á orgelleikurum að halda. Hins vegar þurfi orgelleikarar á Guði að halda. Guð þurfti ekki á Bach að halda. Hins vegar þurfti Bach á Guði að halda. Þetta var eina vitið sem lagt var inn í þessa óskiljanlegu deilu. Af þessum orðum skín þekking og trú á mætti auðmýktarinnar. Svona nokkuð segja menn ekki nema þeir hafi reynt það á sjálfúm sér að auðmýktin stækkar menn. Bach varð stór vegna þess að hann þurffi á Guði að halda. Menn stækka nefnilega ekki ein- ungis af verkum sínum heldur af þeim huga sem þau eru sprottin af. En ég er ekki með þessum orðum að búa mig undir að taka einhverja afstöðu í Langholts- kirkjudeilum. Ég er ekki á því að Jón organisti hafi haft rangt fyrir sér og séra Flóki rétt. Báða skorti þá auðmýkt og það var auðmýktin sem tapaði deilunni. Þegar ég gekk frá messu í Lang- holti í morgun fannst mér eins og andstæða hennar hefði svifið yfir athöfninni, sigurvissari en nokkru sinni fyrr. 11. maí Kirtqq Öháða safnaðnrins___________ SJÖHI SUNNUDACUR EFTIR PÁSKA í fyrra gengu á fjórða hundrað manns í Óháða söfnuðinn í Reykjavík. Enginn annar söfnuður fékk jafn marga af þeim sauðum sem týndust úr Þjóðkirkjunni í kjölfar biskupsmáls og annarra Fj 78 ■ •• ■ lolnir timarit handa íslendingum sumar '97 vandræðamála ríkiskirkjunnar. Ef Óháði söfnuð- urinn væri bíómynd væri sagt að hann hefði slegið í gegn í fyrra. Og þegar ég kom í messu í kirkju safnaðarins í dag fann ég að þar var sigurlið samankomið. Klukkan var tvö; það var sunnudagur; úti var glampandi sól og hægur andvari; fyrsti vordagur- inn í Reykjavík sem rataði á helgidag. Samt var kirkjan smekkfull. Um sjötíu manns höfðu staðið upp frá vorverkunum í garðinum; skrópað í Eden og Perluna; ekið fram hjá íssjoppunni og farið í kirkju. Þetta er afrek sem aðrir söfnuðir leika ekki eftir. Og það var sigurbragur á samkomunni. Kona sem las upp úr Gamla testamentinu var lcynnt með þeim orðum að hún og maðurinn hennar hefðu reddað sjö nýjum safnaðarmeðlimum í fyrra. Maðurinn sem las upp úr Postulasögunni var nýjasti meðlimurinn, nýsloppinn úr þjóð- kirkjunni. Séra Pétur Þorsteinsson kom líka fram eins og sigurvegari. Hann var öruggur og allt að því sjálfumglaður í öllum athöfnum sínum. Mér rennur í grun að hann telji sinn þátt ekki smáan í þessari miklu fylgisaukningu safnaðarins. Kirkja óháða safnaðarins er hógvær, kórinn famennur, orgelleikurinn smekklegur og ládaus, messuform- ið hefðbundið og líkt því sem tíðkast hjá þjóð- kirkjunni. En séra Pétur er dálítið sérstakur. í lítilli tölu sem hann hélt í tilefni af skírn ÁlfgrIms Aðalsteinssonar lagði séra Pétur mikla áherslu á hlutverk okkar sem fyrirmynda. Hann brýndi fyrir söfnuðinum að hann hefði einnig skyldum að gegna í uppeldi Álfgríms, ekki síður en foreldrar hans og skírnarvottar. Og hann sagði að ef einhver safnaðarmeðlima tæki hús á þeim hjónum í framtíðinni og kæmi að Álfgrími á kafi í tölvuleikjum eða óhollu sjónvarpsefni þá ætti sá að reka hann inn í herbergi og foreldrana á eftir til að kenna honum að biðja og lifa kristilegu líf- erni. Þetta síðasta sagði séra Pétur af hálfri alvöru og hálfu gamni. Hann heldur sig nokkuð á því svæði, á landamærum gamans og alvöru. í predikun sinni lagði séra Pétur enn frekar áherslu á að við værum fyrirmyndir barnanna okkar og annarra. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, er án efa ein af uppáhalds ritningar- greinunum hans. Predikunin var enda ekki mikil orðsins list. Hann lagði ekkert frekar út af ritn- ingargrein dagsins en því að í dag er mæðradag- urinn, reyklausi dagurinn og lokadagur á vetrar- vertíð. Ræðan var byggð og innblásin eins og skálaræða í fertugsafmæli. Svolítil viska hér, dá- lítið spaug þar. Og svo aftur viska og síðan aftur spaug. Undir predikuninni velti ég fyrir mér hvort séra Pétur teldi ekki mikilvægara að bera ræðu sína fram í réttum anda heldur en að í henni væru réttu orðin — að málið væri ekki hvað við segðum heldur hvernig við segðum það. Mér fannst eins og hann væri fremur að sýna okkur hversu glaður og reifur sá væri sem gengi á Guðs vegum en að hann legði eitthvað upp úr því að meitla boðskapinn í ígrundaðar hugsanir. Og ef þetta er rétt metið hjá mér get ég ekki metið Guð séra Péturs af öðru en framkomu hans. Þetta er Guð Hemrna Gunn. Guð sem þekkir ekki stress, er alltaf hress, verið þið bless. Guð sem er á móti reykingum og mengun; Guð sem skokkar og heldur sér í formi; Guð fæðingar- orlofsins; Guð jafnréttis og þátttöku karla í heim- ilisstörfúm; Guð allra viðurkenndra báráttumála — Guð samtímans. Þegar rnaður rekst á svona Guð spyr maður sjálfan sig: Hvaða erindi á hann við heiminn? Er ekki allt á réttri leið hvort eð er? Reddum við þessu ekki, með eða án hans hjálp- ar? Ef við missum þróttinn getum við farið á enn eitt sjálfsstyrkingarnámskeiðið. Ég var dottinn ofan í svona hugsanagang þegar séra Pétur fór með hina almennu kirkju- bæn. Þegar hann bað Guð þess að við lærðum að umgangast vistkerfið án þess að skaða það hrökk ég við. Af hverju sagði hann vistkerfið? Af hverju kallar hann það ekki sköpunarverk? Vistkerfið er módel okkar mannanna af sköpunarverkinu. Það er ekki sköpunarverkið; það er eins langt og við komumst með að skilja það. Ef við teljum okkur geta lært á sköpunarverkið og skilið það er næsta víst að við munum skaða það. Ef við upplifúm það sem magnþrungið kraftaverk og okkur sjálf sem hluta af því munum við hugsanlega getað lifað í sátt við það. Og þar sem ég fór í kirkju Óháða safnaðarins til að komast nærri slíkri upplifún varð ég fyrir vonbrigðum. Á leiðinni út fannst mér ég hafa verið gabbaður. Þann siðaboðskap og þá h'fssýn sem séra Pétur predikar get ég fengið nánast hvar sem er í samfélaginu. Sú sýn og sá boðskapur hefúr verið ráðandi lengi. Samt hef ég enn á til- finningunni að við séum ekki á réttri leið. 18. maí weyniveHir i Kjós___________________________ HVlTASUNNUDAGUR Þegar ég beygði út af Hvalfjarðarveginum inn í Kjósina eftir hádegið rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði svarið þess eið fyrir rétt tæpum þrjátíu árum að snúa aldrei aftur í þessa sveit. Ég var sex ára og sat aftan í Hudson-bifreið og var með öll þekkt einkenni kíghósta. Það var hins vegar ekkert að mér annað en heimþrá. Kíghóstann hafði ég lært af stóra bróður veturinn áður og notaði hann sem flóttaleið úr þessum sérkennilega heimi sem mér hafði verið varpað í svo fúllorðið fólk gæti endur- skipulagt líf sitt án þess að standa mér reiknings- skil kvölds og morgna. Mér fannst þessi heimur út í hött. Hann lyktaði af einhverju lífi sem mér kom ekki við. Ég var borgarbarn. Ég var skilgetið afkvæmi Ceirs HallgrImssonar borgarstjóra. Ég þarf að hugsa lengi til að muna hvernig almenni- legur pollur er á litinn eða bragðið. Ég var alinn upp á malbiki. Fyrir mér var náttúran eins og hún birtist í Kjósinni mismunandi sdg af drullu og skít. Mýrin var olíumenguð, bæjarlækurinn fúllur af grænu slýi flórnum stillt upp fyrir utan eldhús- giuggann eins og bæjarprýði og fólkið kepptist við að dreifa dýrakúk út um öll tún — sem voru fyrir þá meðferð eini staðurinn sem ég gat tyllt mér niður á án þess að verða útbíaður. Eftir mislukk- aðan flótta yfir Esjuna greip ég til kíghóstans. Mamma kom og sótti sjúklinginn. Ef hún ætlaði að endurskipuleggja líf sitt varð hún að gera það í samráði við mig. Þegar við beygðum út úr Kjós- inni og ég sá skilti sem sagði að það væru eitthvað um 40 kílómetrar til Reykjavíkur sór ég þess að snúa aldrei, aldrei, aldrei aftur. Aldrei. I dag sveik ég sjálfan mig — á sjálfan hvíta- sunnudag, þennan ógnarfagra dag. Sólin glennti sig; andvarinn var tilbúinn með léttan blástur ef einhverjum skyldi verða of heitt; runnar og tré laufguðust fyrir framan augun á manni; úti á túnum voru rollur með litlu lömbin sín hálfrök af fortilveru sinni; uppi á hól sátu tveir hrútar laungrobbnir af getu sinni. Þegar ég renndi í hlað á Reynivöllum fannst mér kirkjugarðurinn gegnt kirkjunni staður fyrir mig, eitthvað skárra en þessi yfirfullu Klambratún sem borgarbúar láta hola sér í. Hjarta mitt var ekki jafn forhert og malbikað sem fyrr; það var orðið líkara Lauga- veginum, hellulagt og með stöku reynitré upp úr gangstéttinni. Ef ég hefði rekist á mig sex ára þarna á hlaðinu hefði sá hrist hausinn yfir þess- um væmna borgarbúa. Kirkjan á Reynivöllum er lítil og svo ldassísk íslensk sveitakirkja að það er óþarfi að lýsa henni. Hvít með rauðu þaki; blámálað loft með gylltum stjörnum; rauðir teppadreglar; lágt grindverk um altarið og grátur fyrir framan; trébekkir og orgel sem lítur út fyrir að kallast harmoníum; Jesús á altaristöflunni leggur hönd um axlir dreng- hnokka — drengurinn er sex ára og heidur stúr- inn miðað við að vera með reisupassann til himna upp á vasann. Þar sem ég bíð eftir að messan byrji velti ég fyrir mér seinheppni þjóð- kirkjunnar; um leið og arkitektar höfðu útrýmt grátunum úr kirkjubyggingunum ákváðu prest- arnir að endurvekja hið heilaga sakramenti. Athöfnin á Reynivöllum var látlaus og falleg. Tæplega tuttugu kirkjugestir sungu sálmana feimnum rómi og kölluðust hæversklega á við prestinn. Messan var einföld; svona fámennur söfnuður án séræfðs kórs ræður ekki við allt það prjál og skraut sem búið er að hengja utan á messurnar í bænum. Hér var ekkert nema kjarn- inn: sálmarnir, bænarorðin, predikun og blessun. Séra Cunnar KristjAnsson fór fúmlaust með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.