Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 79

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 79
Með aukinni faggreiningu samfélagsins hafa umtalsverðar breytingar orðið á íslenskum bókmenntum á undanförnum áratugum. Heilu bókmennta- greinarnar hafa nánast gufað upp, það sem eitt sinn hét íslenskur fróðleikur er til dæmis vart til lengur, til- raunum til að skrifa íslenska reyfara eða íslenskt klám hefur fækkað, heitar bækur um NAFNIjVHSA FpKLAQli) — IIEVKJAVlK MONXXXm trúmál eða pólitík sjást sjaldnar og svo mætti lengi telja. Þótt bækurnar kunni að hafa batnað þá eru bókmenntirnar fábreyti- legri. JÓN HALLUR STEFÁNSSON veltir hér fyrir sér þessari þróun og gluggar í nokkrar gamlar bækur sem nær ómögulegt er að setja í einhvern skýrt afmark- aðan flokk. Og hann kemst að því að eitthvað hafi glatast, eitthvað týnst. Gimsteinar í skraninu Á nokkrum áramgum hefur orðið ótrúlega mikil og að vissu leyti grátleg breyting á íslenskum bókmenntum. Ég á ekki við að það séu almennt skrifaðar slakari sögur og lélegri ljóð ort en áður, menn em að vísu að halda þessu ffam núna af mikilli sannferingu, en ég er ekki frá því að áhugaverðum skáldsögum íslenskum hafi fjölgað ffekar en hitt og markverð ljóðskáld á ýmsum aldri em að yrkja um þessar mundir. Fræðiskrif em blómleg, enda ffasðimennimir fleiri en nokkm sinni; kannski má segja að ævisagnagerð- in sé sú eina af hefðbundnum bókmenntagrein- um okkar sem hefúr merkjanlega hrakað: um leið og hún hefúr bólgnað út og ferst í hendur fag- manna fekkar hlutfállslega þeim tidum sem fengur er að, bæði sem textum og heimildum um mannlif. Aðalbreytingin felst samt í gríðarlegri fekkun á íslenskum textum með bókmenntagildi sem fálla þó utan þessara meginflokka sem em markaðssettir og skilgreindir sem bókmenntir. Til marks og dæmis um þá rýrnun bók- menntasviðsins sem ég er hér að gera að umtals- efni er hvarf heillar bókmenntagreinar, sem reyndar skaraðist á ýmsan hátt við ævisagnaritun- ina einsog hún var stunduð; ég er að tala um þá fjölbreytm og hnýsilegu deild bókmennta sem kennd er við þjóðlegan ffóðleik og er hægt og rólega, en þó fúrðu hratt og hrapaUega, að þurrk- ast út. Þetta hvarf var fyrirsjáanlegt og ömgglega óafturkræft, eflaust má túlka blómgun og fáll þessarar bókmenntagreinar sem fjörbrot eða dauðakippi gömlu sveitamenningarinnar. Eitt- hvað í þá áttina. Samdrátt og yfirvofándi endalok þjóðlegs ffóðleiks sem lifandi hefðar er að öllum líkindum auðvelt að sannreyna, þar sem um er að ræða tiltölulega afmarkaða bókmenntagrein með sína forsögu og ræmr, sínar fagurfræðilegu og sagn- ffæðilegu forsendur, sína (forsmáðu) snillinga og sniUdarverk. Erfiðara er að kortleggja ris og hnig annarra hverfándi og forvitnilegra hefða íslensks ritmáls sem getið hafá af sér verk sem hafa kannski einna helst það sameinkenni að vera ill- flokkanleg, einmitt vegna þess að þau em skrifúð af algjöru skeytingarleysi um bókmenntagreinar og undirgreinar. Ég er að tala um öll þau dásam- lega „einkennilegu" rit sem eitt sinn vom svo stór hluti af íslensku prentmáli. Ég æda að fá að kalla Um forsmáðar íslenskar bókmenntir þær „jaðarbókmenntir", af því þetta em yfirleitt rit sem á sínum tíma vom af ýmsum ástæðum ekki mikils medn, og í sumum tilfellum var hreinlega reynt að útskúfá þeim. Algjörlega að órannsökuðu máli hef ég á tilfinningunni að blómaskeið íslenskra jaðarbók- mennta hafi hafist á árunum milli stríða og staðið ffam undir 1970, jafnvel aðeins lengur. Fyrri dmamörkin gæm staðið I beinu sambandi við þéttbýlismyndun og vaxandi velmegun sem hafi ieitt af sér aukinn ffítíma og aukin fjárráð hjá alþýðufólki, en úr þeirra hópi komu flesdr höf- undarnir og sennilega lesendumir líka. Seinni tímamörkin gæm tengst vaxandi fágmennsku í hinum skrifandi stéttum rithöfúnda og blaða- manna, að það hafi ekki lengur þótt sjálfsagt að hver sem er skrifáði það sem honum sýndist eins- og honum sýndist, að skriftir útheimtu ákveðna kunnátm og þekkingu á því hvernig bækur „eiga að vera“. Það er stundum dálítið þversagnakennd til- finning að lesa eða glugga í sérkennilegar bækur. Annars vegar er maður sér meðvitaður um að bókmenntalegt gildi þeirra gemr verið mjög vafa- samt, að minnsta kosti útfrá þeim viðmiðum sem við höfúm tileinkað okkur, gegnum skólakerfið og önnur fyrirbæri sem móta smekk okkar. Á hinn bóginn skynjar maður einhvern ffumkraft í þessum textum, einhvern einlægan, tilgerðarlaus- an og alþýðlegan streng sem alla jafna er víðs- fjarri, bæði í þeim samtímabókmenntum sem menn em að fjargviðrast yfir, og eins í viður- kenndari bókmenntum liðinna áratuga. En þessi þversögn hludeysist fljódega þegar maður kemst á bragðið með þessar bækur, yfirvinnur ákveðna fordóma, heldur áffam að ffelsa hugann undan oki smekkvísinnar og uppgötva þá nýju þversögn að manni þykir oft skemmrilegra að lesa vondar bækur en góðar. Þetta em töffar jaðarbókmenntanna, töffar sem eiga sér hliðstæðu í hriffiingu manna á hall- ærislegri tónlist, klénni myndlist og skreytilist (kitsch) og fráleitum kvikmyndum: menn hrífiist af því hvað þessi verk em mannleg í einlægni sinni og því hvernig þau af fúllkomnu sakleys' splundra vanahugsun og klisjum. íslenskar jaðarbókmenndr hafá þá sérstöðu fyrir okkur fslendinga að þær em íslenskar, það er nóg af þeim og fa okkar þekkja til þeirra. Mörk þeirra og annarra bókmenntagreina og undir- grerna em skiljanlega mjög óskýr; til dæmis má finna frábæriega sérkennileg ævisöguskrif á ís- lensku, auk þess sem ýmis sértækari skrif um til- tekin svið mannlegrar reynslu em off á tíðum skrýtin; þjóðlegur ffóðleikur gemr stundum fárið yfir einhver illskilgreinanleg mörk og orðið yndisleg þvæla, sama gildir um sagnffæði, trú- málaskrif, ádeilurit og vísindatexta; dulspekilega og dulræna deildin er sú eina af fyrmm blómstrandi greinum jaðarbókmenntanna sem enn ber ávöxt, þar er margt meistaraverkið; þjóðmál og jafnvel stjórnmál hafá getið af sér ótrúlega texta, sama gildir um íslenskar tilraunir til að skrifá reyfára, glæpasögur, ffamtíðarsögur; íslenskt klám eða skrif um kynlíf hefúr aldrei náð að verða rithefð, kannski þess vegna eru einstök rit ýmist mjög fyndin eða áhrifámikil. Staðan í jaðarbókmennmm okkar er semsagt þessi: því miður em varla skrifáðar óvenjulegar bækur að neinu ráði miðað við það sem áður var, hún er horfin þessi alþýðlega og einlæga hefð sem haldið var uppi af áhugamönnum sem vom óbundnir reglum og mörkum bókmenntagreina. Nú em flestallar bækur auðflokkanlegar, enda em þær skrifáðar með hliðsjón af þvf hvernig bækur eiga að vera. Á móti þessu kemur að þessir textar em til, það er hægt að lesa þá og þeir em lesnir og memir að verðleikum af lidum hópi sérvitr- inga. Sá hópur gemr ekki stækkað neitt að ráði nema einhver ráðist í að endurútgefá valda texta, nú þegar nýir lesendur hafá aðrar forsendur til að njóta þeirra á ný. Þekking mín á þessu efni er brotakennd og tilviljun háð hvað ég hef komið höndum yfir. Samt hef ég verið svo heppinn að geta virkjað áhugann á þessu efni í dagskrárgerð í útvarpi og þar af leiðandi fengið tækiferi til að sinna þessum fotsmáðu bókum betur enn ella. Uppá síðkastið hef ég reyndar hrifist mest af textum sem er ædað að miðla á sem beinskeyttastan hátt lífsreynslu, eða hreinlega upplýsingum um hversdagslegan veruleika. Jaðarstaða þeirra í bókmenntunum >■ „Mér þykir rétt að taka það fram, að jajnframt því sem bók þessi er þáttur úr vtentanlegri tevi- sögu minniy þá er hún og nokkurs- konar svar til þeirra manna sem mest hafa svívirt mig persónulega, bteði opinberlega og innbyrðis meðal kunningja og • ^ « vtna. Fjölnir hnust '97 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.