Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 36
158 LÆKNABLAÐIÐ „Q fever“. Eftir Björn Sigurðsson. Áx-ið 1935 fnndu ástralskir læknar nýjan sjúkdóm, seni vakið hefir sívaxandi athvgli á undanförnum árurn. Ástral- íumenn nefndu sjúkdóminn „Q fever“ og það nafn hefir vfirleitt haldizt síðan. Sýkill- inn, sem sjúkdöttiinum veldur heitir Rickettsia burneti en rickettsiur eru að stæi’ð og öðr- um eiginleikum milliliðir milli venjulegra baktería og virusa og er alkunnugt, að rickettsiur valda sjúkdómum eins og út- brotataugaveiki og líkum in- fectionum. Nú er svo komið, að fundizt hafa þúsundir „Q fever“ sýk- inga i fólki. Nær allar þessar sýkingar eru eftir 1940 og lang- flestar jxeirra komu fvrir á or- ustusvæðunum við Miðjarðar- haf i síðustu heimsstyrjöld. Auk jxess hafa margar vinnu- stofusýkingar komið fyrir, enda virðist jxessi rickettsia vera sérlega hættuleg að vinna með. Sjúkdómurinn liagar sér venjulega á jxessa leið: Eftir 14 til 26 daga meðgöngutíma byi'jar hann snögglcga með höfuðverk, beinverkjum og hita. Ekki her á einkennum frá öndunarfærum á jxessu stigi. Fvrstu dagana er ógjörlegt að greina sjúkdóminn og finnst venjulega ekki annað en hiti, sem helzt i einn til 10 daga, venjulega 3—6 daga. Hitinn sveiflast dálitið ,og sjúklingur- inn er lystarlaus, og oft með ógleði. Höfuðvei’kur er einnig talsvei'ður. Smám saman kem- ur vægur, þurr hósti og verkur i hrjóstið hjá mörgum sjúkling- anna. Þessi brjósteinkenni standa jxó sjaldnast lengi. Nær alltaf sjást röntgenolog- iskar breytingar á lungum sam- kynja jxeim, sem annars sjást við svonefnda „atvpiska“ eða virus lungnabólgu. Þessar breytingar koma jxó ekki fyrr en sjúkdómurinn hefir staðið í nokkra daga, hins vegar standa jxær alllengi, jafnvel eftir að sjúklingurinn er orðinn klin- iskt heilbrigður. Fvlgikvillar eru sjaldgæfir, og rnjög fá dauðsföll hafa komið fyrir. Sjúklingarnir eru þó alllengj að ná sér og léttast oft mjög mikið, meðan á sjúkdóminum stendur. Venjulegar vinnustofurann- sóknir koma ckki að miklu lialdi til greiningar á sjúkdóm- inum. Fjöldi livítra blóðkorna og differenlial talning eru hvorttveggja næstum eðlileg, sökk þó oft nokkuð hækkað. Hins vegar er til próf á blóð- vatni sjúklinga til að greina sjúkdóminn. Mjög fáar krufningar hafa verið gerðar, en sjúklegar brcvtingarnar hafa ekki fund-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.