Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 347 AÐ SKRIFA FRÆÐILEGAR GREINAR / keep six honest serving men (They taught me all / knew): Their names are What and Why and When And How and Where and Who. Kipling, R.: The Elephant’s Child 1909 »Kipling’s poem gives an admirable summary of the way we get most of our knowledge. Most scientific enquiry is based on these six monosylla- bles, and the orderly presentation of a scientific paper is heiped by trying to answer the six questions theypose...« (1). »/ am going to write as if youknew nothing about the subject and as if / knew everything, because I find it easier to write that way. I realize that is not so and that you are probably a capable writer yourself, because the people who can write are generally those who readabout howit isdone...« (1). Richard Asher (1969) HVAÐ? Ritun fræðilegra greina er ekki hægt að læra eingöngu af bókum eða á námskeiðum. Kveri því, sem hér birtist, er fyrst og fremst ætlað að gefa leiðbeiningar um það, hvernig fara megi að og segja frá því, hvaða reglur gilda. Þannig er því ætlað, að auðvelda byrjendum það sjálfsnám, sem felst í því að skrifa greinar. Hér ber að hafa í huga að ritsmíðar fara í dóm ritstjórna og þar gilda sömu lög um meðferð fyrstu greinar höfundar og allra þeirra, sem síðar kunna að berast. HVERS VEGNA? Að þessu var vikið í inngangi: Mikið af tíma ritstjóra hefur á undanförnum árum farið í að meðhöndla byrjendagreinar og leiðbeina höfundum. Þrátt fyrir það að teknar hafi verið saman sæmilega skilmerkilegar leiðbein- ingar virðast þær almennt ekki hafa náð til höfunda og enn kemur fyrir, að handrit þarf að vélrita að nýju vegna þess að frumreglur eru brotnar. Með vaxandi útgáfukostnaði, meira aðstreymi efnis og auknum útgáfu- hraða hlýtur ritstjórn að krefjast betri vinnu- bragða. Sú krafa kallar hins vegar á auknar og betri leiðbeiningar. HVENÆR? Það, að þessar leiðbeiningar birtast einmitt nú, byggist á því, að höfundur hefur stöðugt verið að viða að sér efnivið á undanfönum árum. Hugmyndin hefur að sönnu verið fyrir hendi. Spurningin hefur aðeins verið sú, hvenær hefur næg reynsla fengist, sem miðla megi ungum höfundum í prentuðum texta. HVERNIG? Meginefni þessa kafla fjallar um það, hvernig fara megi að við það að setja saman grein, eftir að fyrir liggja allar niðurstöður eigin athug- ana og gerðir hafa verið allir tölfrœðilegir útreikningar. Ef ég á hins vegar að benda þér á aðgengi- legt undirstöðuverk verður fyrir valinu bók Sir Austin Bradford Hill: Principles of Med- ical Statistics (2). HVAR? Hvaða tímariti á að senda grein? Þessu má snúa við. Hvaða greinar á ekki að senda tilteknum timaritum. Á þessu er tæpt á viðeigandi stað síðar og á mynd 1 er sýnt hvernig valið fer fram. HVER? Höfundarhugtakið er tekið til meðferðar, enda ræða ritstjórar sín á milli breytt viðhorf í þeim efnum. Er þar í raun um afturhvarf að ræða til eldri skilgreininga; en meira um það síðar. Hér á undan hefur verið stiklað á þeim sex spurningum, sem hver höfundur þarf að svara við gerð fræðilegra greina. Að þeim verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.