Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 49-58. 49 Nikulás Sigfússon 1), Helgi Sigvaldason 1), Inga Ingibjörg Guömundsdóttir 1), Ingibjörg Stefánsdóttir 1), Laufey Steingrímsdóttir 2), Þorsteinn Þorsteinsson 1) Gunnar Sigurösson 3) BREYTINGAR Á TÍÐNI KRANSÆÐASTÍFLU OG KRANSÆÐADAUÐSFALLA Á ÍSLANDI. TENGSL VIÐ ÁHÆTTUPÆTTI OG MATARÆÐI INNGANGUR Aukning kransæðasjúkdóms á íslandi frá 1950 er vel þekkt, þótt orsök sé ekki að fullu skýrð, meðal annars vegna skorts á gögnum um áhættuþætti og neysluvenjur þjóðarinnar á þessum tíma. I hóprannsókn Hjartavemdar, sem staðið hefur yfir frá 1968, hefur rannsóknum meðal annars verið beint að áhættuþáttum sjúkdómsins og liggja nú fyrir niðurstöður úr fjórum áföngum hóprannsóknarinnar, ásamt niðurstöðum úr fjölþjóðlegri rannsókn sem Hjartavemd er aðili að og ber heitið MONICA-ICELAND. Þá hafa breytingar á matarvenjum þjóðarinnar frá 1970 verið rannsakaðar. Rannsóknir frá öðrum löndum benda til verulegrar lækkunar á tíðni kransæðasjúkdóms á síðustu árum, til dæmis í Bandaríkjunum, Astralíu, Finnlandi og víðar, en hins vegar hafa litlar breytingar orðið í öðrum löndum og jafnvel aukning í Austur-Evrópu (1). Fyrri íslenskar rannsóknir á dánartíðni vegna kransæðasiúkdóms hafa náð til ársins 1985 (2,3). í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á, hvemig þessu hefur verið háttað á íslandi frá 1968, með tilliti til helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóms og breytinga á matarvenjum þjóðarinnar á sama tíma. Könnunin náði til: a) Tíðni kransæðadauðsfalla á íslandi samkvæmt dánarmeinaskrá Hagstofu Islands 1951-1988. b) Tíðni kransæðatilfella samkvæmt skráningu á íslandi 1981-1986 (MONICA rannsókn). " c) Dreifingu helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóms (reykingar, kólesteról og blóðþrýstingur) samkvæmt hóprannsókn Hjartavemdar 1968-1988. Frá 1) Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 2) heilbrigöismálaráðuneyti, 3)lyflaekningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnar Sigurösson. d) Neyslu matvæla á Islandi samkvæmt framleiðslu- og sölutölum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Dánartölur: Dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms á íslandi var skráð fyrir hvert fimm ára tímabil (staðlað að »Segi world population« (5)) frá 1951 (fyrir þann tíma em tölur ekki sambærilegar) samkvæmt dánarmeinaskrá Hagstofunnar. Dánarmeinalyklar kransœðasjúkdóms: ICD 6 1951-60:420 ICD 7 1961-70:420 ICD 8 1971-80:410-13 ICD 9 1981-88:410-14 Öll dánarvottorð hafa verið yfirfarin af meinafræðingi, einungis tveir meinafræðingar hafa yfirfarið vottorðin á þessu tímabili, annar 1951-76 og hinn síðan. A þessu tímabili hefur tíðni krufninga á íslandi verið 30-40%. Tölur um meðalfjölda í aldurshópum íslenskra karla og kvenna voru fengnar frá Hagstofu Islands. Tíðni kransœðastíflu 1981-86: Fjöldi tilfella kransæðastíflu var fenginn úr svonefndri MONICA rannsókn sem er fjölþjóðleg rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (»Multinational Monitoring of Trends and Determinants in Cardiovascular Diseases«), sem Rannsóknarstöð Hjartavemdar hefur annast á íslandi frá 1981 (6,7). Tveir starfsmenn Hjartavemdar hafa yfirfarið skýrslur allra sjúkrahúsa landsins með tilliti til kransæðastíflu, ásamt dánarvottorðum og kmfningaskýrslum samkvæmt skilmerkjum MONICA rannsóknarinnar. En þau eru: 1) Bráð kransæðastífla staðfest með dæmigerðri sögu einkenna, ensímmælingum, úrlestri hjartalínurita og við dauða, einnig með krufninganiðurstöðum, 2) hugsanleg bráð kransæðastífla eða hjartadauði byggð á sömu skilmerkjum og 1), en ekki eins ákveðnum ensím- og hjartalínuritsbreytingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.