Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 12
708 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 en svelgja úlfaldann. Efni þetta er forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu. Mig uggir að það eigi eftir að verða stærsta pólitíska bitbein næstu áratuga á Islandi, sem og í öðrum nálæg- um löndum. Ein rökin fyrir þessum spádómi eru að um- ræða um nauðsynlega röðun eða skömmtun heilbrigðisþjónustu (1) hefur komist á mikinn skrið erlendis á allra síðustu árum. Stjórnmála- menn víða um heim tóku við sér þegar ríkis- stjórnin í Oregon í Bandaríkjunum ákvað að hrinda ákveðinni röðun af slíku tagi í fram- kvæmd árið 1989 og meðal heimspekinga hleyptu tvær bækur, Skefjar settar eftir Daniel Callahan og Á ég að gceta foreldra minna? eftir Norman Daniels, af stað umræðu sem enn sér ekki fyrir endann á (2). Er nú svo komið að varla verður opnað tímarit um heilbrigðismál og/eða siðfræði heilbrigðisstétta án þess að þar blasi við fleiri eða færri ritgerðir um hvaða forgangsröðun sé réttlátust. Er hverjum venju- legum manni ofraun að fylgjast með þeim skrifum öllum. Á íslandi hafa birst nokkrar athyglisverðar greinar í blöðum eftir fulltrúa þeirra sem helst hafa hitann í haldinu vegna þessa málefnis, sjálft starfsfólk heilbrigðiskerf- isins (3). Skipuleg, fræðileg umræða er hins vegar enn í reifum og þar naumast til annars að taka en hugleiðinga um réttlæti og takmarkanir heilbrigðisþjónustu í hinu ágæta yfirlitsriti Vil- hjálms Árnasonar, Siðfrœði lífs og dauða (4). Markmið þessarar ritgerðar minnar, Hverjir eiga að bíta við útgarðana?, er tvíþætt. I fyrra lagi verður veitt eins hnitmiðað yfirlit og unnt er um þá umræðuhefð sem skapast hefur á Vesturlöndum varðandi réttláta forgangsröð- un í heilbrigðisþjónustu, greiningu vandans og mögulegar lausnir hans. Hugað verður að tengingu við almennar heimspekikenningar um réttlæti; og í ljósi þess að allar lausnirnar eru neyðarbrauð, í heimi takmarkaðra gæða, verður fremur rýnt í galla þeirra en kosti. Það má vera okkur til áminningar um að við séum fremur að leita að illskástu tillögunni en þeirri einu gullvægu; hrufuminnsta hnullungnum fremur en slípaðasta demantinum. I síðara lagi hyggst ég reyna að reyta lesandann til nokk- urra efasemda um þær lausnir sem mest hefur kveðið að í umræðunni hingað til og gera (þó með ólíkum hætti sé) aldur sjúklings að einu helsta kennimarki við skipan í forgangsröð; því hærri aldur, þeim mun lakari röðun. Ég mun bera í bætifláka fyrir annan kost, nytjakvarða, sem lítur á málið frá víðara sjónarhorni og skirrist ekki við að taka til greina, meðal ann- ars, að hvaða leyti sjúklingurinn verðskuldar þá þjónustu sem skammta þarf. Vandinn í hnotskurn Vandinn sem býr að baki umræðunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu er auðskil- greindur. Hann er sá að hafi einhvern tíma verið kleift að framfylgja því ákvæði laga að allir landsmenn skuli „eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, iíkamlegri og félagslegri heilbrigði“ (5) þá er það bersýnilega nú þegar orðið útilokað og kemur til með að verða æ fjarlægara markmið á komandi árum. Með öðrum orðum: Bilið milli þeirrarþjónustu sem hið opinbera getur og vill veita og þeirrar sem farið verður fram á mun sífellt breikka. Þar er ekki aðeins við hin fornu og almennu sannindi að sakast að bónasekkinn sé bágt að fylla heldur liggja til þessa ýmsar nýlegar og sérstakar ástæður: a) Fjölgun meðferðarkosta: Tæknilegir möguleikar til margvíslegra aðgerða og inn- gripa hafa margfaldast á sfðustu árum og nægir þar að minna á sífullkomnari aðferðir við líf- færaflutninga. Óeðlilegt væri að gera ráð fyrir öðru en að hinum tæknilegum kostum á að fylla bónasekk sjúklinga eigi eftir að fjölga með enn vaxandi hraða í framtíðinni. b) Sífellt dýrarí kostir: Þaö er ekki aðeins að nýr tæknibúnaður og lyf hafi komið til skjal- anna; meðferðarkostirnir hafa stöðugt orðið flóknari og dýrari. Menn geta rétt ímyndað sér hvað fyrstu alvöru lyfin gegn alnæmi, sem von- andi líta dagsins ljós innan tíðar, muni kosta, miðað við alla vinnuna sem í þau hefur verið lögð. Nú þegar væru tök á — í strangasta skiln- ingi — að leggja árleg útgjöld meðalspítala í meðferð eins eða örfárra sjúklinga með til- tekna sjúkdóma. c) Lœkkað greinimark sjúkdóma og útvíkkun sjúkdómshugtaksins: Um leið og hinir tækni- legu möguleikar á að verða við óskum sjúk- linga um meðferð hafa aukist hefur bónasekk- urinn sjálfur stækkað: Fólk er upplýstara um heilsufar sitt en áður var og leitar lækninga við smávægilegri kvillum. Á sama tíma hafa ýmis mein sem áður hefðu flokkast undir breysk- leika eða lífsvandamál verið tekin í tölu sjúk- dóma. Er það enda í samræmi við hina víð- feðmu skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.