Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Baldur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Baldur

						54
B A L D U R
íþróttir.
Knattspyrnufélagið
Hörður 25 ára.
Þann 27. maí s.l. var Knatt-
spyrnufélagið Hörður 25 ára.
Stofnendur félagsins voru
þessir 12 menii: ilelgi Guð-
mundsson, bræðurnir Karl,
Þorsteinn og Guðbrandur
Kristinssynir, bræðurnir Krist-
ján og Jón Alberls, Axel Gísla-
son, Þórhallur Leósson, Ólaí'ur
Asgeirsson, Dagbjartur Sig-
urðsson og bræðurnir Hjörtur
og Garðar Ólafssynir. Þórh.
Leós var fyrsti formaður fé-
lagsins.
Hörður var upphaflega stofn-
aður sem knattspyrnufélag og
lagði fyrstu árin eingöngu
stund á þá íþróttagrein. En á
seinni árum fór hann að iðka
fleiri íþróttir; leggur hann nú
stund á frjálsar iþróttir, fim-
leika, handknattleik og glímur
og er nú fjölhæfasta íþróttaíe-
lagið á Vestfjörðum.
Félagsmenn eru nú 243 kon-
ur og karlar og er um helm-
ingur þeirra yngri en 16 ára.
Er þannig örugglega séð fyrir
framtíð félagsins, því að þetta
unga fólk tekur við þegar þeir
eldri heltast úr lestinni af ein-
hverjum ástæðum. Það má
því óhætt fullyrða að félaginu
sé tryggð /glæsileg framlið.
1 stuttri blaðagrein er ekki
hægt að skrifa sögu Harðar,
enda er þess ekki þörf. Félag-
ið hefur nú geí'ið út f jölbreytt
og myndarlegt blað í tilefni af
aldarfjórðungsafmælinu. Er á-
stæða til að hvetja bæjarbúa
og aðra til að kaupa þetta blað
og kynnast þannig sögu félags-
ins og starfi.
S.l. laugardag hélt Hörður
afmæli sitt hátíðlegt með veg-
legu og fjölmennu hófi að
Uppsölum.
Var þar matur veittur af
mikilli ravisn, ræður flúttár,
sungið og að lokum var dans-
að.
Félaginu barst fjöldi heilla-
skeyta frá einstaklingum og
félögum og margar merkilegar
gjafir. Gjafirnar voru þessar:
Frá Iþróttasambandi Islands
skj aldarmerki 1. S. 1. í eir sem
viðurkenningarvottur fyrir
mikið og gott starf. For-
menn K. s. f. Harðar gáfu
silfurbikar til verðlauna i
drengj ahlaupi Harðar er í'ram
fari sumardaginn fyrsta ár
hvert. Þeir bræður Leóssynir
gáfu bikar úr silfri, sem heitir
Leósbikarinn og Dagbjartur
Sigurðsson, einn stofnandi fé-
lagsins, gaf annan silfurbikar,
sem talað var um að hlyti
nafnið Dagbjartarbikarinn. —
Báðir þcssir bikarar verða
verðlaunagripir í íþrólta-
keppni. Þá gaí' Knattspyrnufé-
Fyrsta kapplið K. s. f. Harðar 1921.
Talið frá vinstri: Einar 0. Kristjánsson, dómari, Hjörtur Ólafsson, Matthías Sigurðsson, Karl Krist-
insson, Helgi  Guðraundsson, Þórhallur Leos, Jón Alberts, Guðbrandur Kristinsson, Þorsteinn Kristins-
son, Dagbjartur Sigurðsson og Garðar Ólafsson. Sitjandi: Ólafur Kárason, markvörður.
lagið Vestri félagsmerki Harð-
ar útskorið í tré af Guðmundi
frá Mosdal, hina mestu völund-
arsmíði eins og að líkum lætur,
og varaforseti bæj arstj órnar
Hannibal Valdimarsson af-
henti félaginu, í umboði bæj ar-
sjóðs, 10 þús. kr. aætlað fram-
lag bæjarins til íþróttamála á
þessu ári.
Stjórn Harðar skipa nú:
Karl Bjarnason formaður, Pét-
ur Þórarinsson varaform., Guð-
ríður Matthíasdóttir ritari, Her-
bert Sigurjónsson gjaldkeri,
Sveinbjörn Kristjánsson fjár-
málaritari, Sigriður G. Haga-
lín og Þórður Kristjánsson
meðstj órnendur. F j ármálarit-
arinn Sveinbjörn Kristjánsson
er nú fluttur úr bænum og
gegnir Kristmundur Gíslason
störfum í hans stað.
Baldur þakkar Herði mikið
og gott starf á undanförnum
árum og óskar honum allra
heilla i framtiðinni.
íþróttabandalag Isfirðinga
var stofnað hér á Isafirði
23. apríl s.l. Undirbúning
stofnunarinnar f. h. Iþrótta-
ráðs Vestfjarða önnuðust þeir
Friðrik Jónasson, kennari, og
Sverrir Guðmundsson banka-
gj aldkeri. Friðrik Jónasson
var kjörinn fundarstjóri.
Starfsvið bandalagsins, sem
hlaut nafnið Iþróttabandalag
Isfirðinga skammst. I. B. I., 'er
íþróttahérað Isafjarðar og nær
yfir Isafj .kaupstað; Eyrarhr.,
og Hólshr. í Norður-Isaf j arðar-
sýslu og Suðureyrarhrepp í
Vestur-Isaf j arðarsýshu
Þessi félög tóku þátt í stofn-
un bandalagsins: Knattspyrnu-
félögin Hörður og Vestri, Isa-
firði, Skíðaf élag Isaf j arðar,
fjarðar,   Skátafélagið   Ein-
herjar, og Málfunda- og
íþróttafélagið Armann í Skut-
ulsfirði og sendu þau öll full-
trúa á stofnfund, ennfremur
eru: Kvenskátafél. Valkyrjur
og U. M. F. Bolungarvikur
stofnendur bandalagsins, en
þau sendu ekki fulltrúa, og
íþróttafél. Stefnir á Suðureyri
mun ganga í bandalagið.
Á stofnfundinum voru sam-
þykkt lög bandalagsins, kosin
stjórn o. fl.
Formaður var kosinn Sverr-
ir Guðmundsson og meðstjórn-
endur, er skiptu þannig með
sér verkum: Varaf ormaður
Karl Bjarnason, verkstjóri, rit-
ari Hafsteinn O. Hannesson
bankaritari, gjaldkeri Magnús
Konráðsson, rafv.nemi, og með-
stjórnandi Guðm. Sveinsson
vélstjóri frá Góustöðum.
Vara'stjórn: Sigurjón' Hall-
dórsson, Tungu, Halldór Er-
lendsson, íþróttakennari, og
Sveinn Elíasson, bankaritari.
I héraðsdómstól voru kosnir:
Friðrik Jónasson, kennari,
Agúst Leós, kaupm., og Salo-
mon Hafliðason, trésmiður.
Varamenn: Herbert Sigur-
jónsson, bakari, Kjartan J.
Jóhannsson læknir og María
Gunnarsdóttir iþróttakennari.
Fulltrúar á þing I. S. 1. í
sumar voru kosnir: Sverrir
Guðmundsson og Hafsteinn 0.
Hannesson. Til vara: Magnús
Konráðsson og Guðm. Sveins-
son.
Á fundinum kom fram svo-
hljóðandi tillaga, og var hún
samþykkt í einu hljóði:
„Fulltrúafiindur 1. B. I. skor-
ar á stjórn 1. S. 1. að beita sér
fijrir því að fá lögum um
skemmtanaskatl breijtt þannig,
að allur skemmtanaskattur
renni til viðkomandi bæjar- og
sveitarfélaga og að skattinum
verði varið til þess að reisa
íþróttamannvirki og stgrkja
aðra æskulgðsstarfsemi í við-
komandi héruðum. Fundurinn
litur svo á að brgna nauðsgn
beri til að bæta nú þegar skil-
grði til íþróttaiðkana í land-
inu, og trgggasta leiðin til þess
sé að bæjar- og sveitarf'élög-
unum sé trgggður fastur tekju-
stofn til þessara framkvæmda"
Hlutverk 1. B. 1.
Iþróttabandalag Isfirðinga er
stofnað samkvæmt íþróttalög-
um ríkisins og lögum I. S. I.
og U. M. F. I., en' samkvæmt
þeim skal landinu skipt í
íþróttahéruð, og skulu íþrótta-
og ungmennafélög á f'élags-
svæði þessu mynda með sér
samband. Tilgangur þessara
samstjórna er m. a.:
Að hafa forystu íþróttamála
innan héraðsins, efla samvinnu
íþróttaiðkenda og vera full-
trúi þeirra gagnvart öðrum
héraðssamböndum,
að vinna að byggingu íþrótta-
mannvirkja, viðhaldi á þeim
og endurbótum, að sjá um
rekstur íþróttamannvirkj a ef
með þarf,
að koma á framfæri styrk-
umsóknum íþróttafélaga til
ríkis-, bæjar- og sveitarfélaga,
að úthluta styrktarfé til
kennslu verklegrar eða bók-
legrar,
að útvega kennara og eign-
ast tæki til þjálfunar og
fræðslu,
að sjá um dómsúrskurð á-
greiningsmála og kærumála,
sem upp kunna að rísa meðal
félaga og keppenda,
að gefa umsögn um íþrótta-"
mál, íþróttamannvirki o. s. frv.
að vinna að útrýmingu skað-
nautna og hafa samvinnu um
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56