Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 4

Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 4
NÝIK BOKGARAR. Árni Bergmann, fæddur 18/7 1951. Skírður 3/2 1952. Foreldrar: Guðlaug Árnadóttir og Emanúel Gíslason, Isafirði. Sigurgeir, fæddur 31/1 1952. Skírður 24/2 1952. Foreldrar: Jenney Jensdóttir, Isafirði og Sig- urður Sigurgeirsson, Reykjavík. Bjarni, fæddur 25/5 1951. Skírð- ur 25/2 1952. Foreldrar: Jóhanna Hálfdánsdóttir og Haukur Ó. Sig- urðsson, ísafirði. Sigríður ólöf, fædd 13/1 1952. Skírð 29/2 1952. Foreldrar: Mar- grét Bæringsdóttir, ísafirði og Magnús Lárusson, Reykjavík. Dánarfregnir. Bjarni Dósóþeusson andaðist í Reykjavík 19. febrúar s.l. Hann var fæddur í Görðum í Aðalvík 17. júlí 1873. Lík hans var flutt hing- að og jarðsett hér. Guðrún Richter, Tangagötu 6, ísafirði, andaðist 25. febrúar s.L Hún var fædd að Kirkjubóli í Steingrímsfirði 14. nóvember 1871. Þann 3. þ.m. andaðist Guðný Anna, dóttir hjónanna Friðgerðar Guðmundsdóttur og Annasar Kristmundssonar. Hún var fædd á Isafirði 4. júlí 1951. Bakkabræður. í s.l. viku sýndi Óskar Gíslason kvikmyndina Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra í Alþýðuhúsinu. Þetta mun eiga að heita gaman- mynd, en er það tæplega. Veldur því einkum, að oflengi er dvalið við hvert atriði, ævintýri, sem þeir bræður lenda í tæpast nógu mörg eða fjölbreytt og allur gangur leiksins þar af leiðandi alltof þung- lamalegur. En þess ber að gæta, að íslenzk kvikmyndatækni er eðli- lega á byrjunarstigi og því tæp- lega sanngjamt að gera til hennar miklar kröfur. Sem aukamynd var sýnt hið kunna ævintýri úr Þúsund og einni nótt, Töfraflaskan. Hjónaefni. Þann 23. febrúar s.l. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Pálsdóttir, verzlunarmær, fsafirði og ólafur ólason, bifreiðarstjóri, Súgandafirði. Togararnir. Eins og frá var sagt í síðasta blaði eru báðir ísfirzku togaramir á saltfiskveiðum fyrir suðurlandi. Afli hefur verið góður en veiði- veður slæmt. Ákveðið er að þeir sigli með aflann til sölu erlendis. Togaradeilunni lokið' BALPUR LEIKFÉLAG ISAFJARÐAR: Tony vaknar til lífsins. Gamanleikur í þrem þáttum eftir Harald Á. Sigurðsson. Leikstjóri: Haraldur Á. Sigurðsson Leikfélag ísafjarðar hefur sann- arlega ekki legið á liði sínu það sem af er þessum vetri, þó að aft- ur á móti sé ekki hægt að segja, að það hafi framreitt of strembið eða kjarnmikið fóður. Fyrir hátíð- ar í vetur sýndi félagið gamanleik- inn Stundum og stundum ekki og nú er það byrjað að sýna annan gamanleik, Tony vaknar til lífsins, eftir Harald Á. Sigurðsson, þar sem höfundur sjálfur er leikstjóri og fer með eitt hlutverkið. Frum- sýning þessa leiks var í Alþýðu- húsinu í fyrrakvöld. Tony vaknar til lífsins er gam- anleikur og ekkert annað en gam- anleikur, sem engan boðskap hef- ur að flytja hvorki illan né góðan, en er aðeins gerður til þess að koma áhorfendum í gott skap. Efni leiksins er þetta: Gamall geðbilaður maður hefur eytt mest- um hluta ævi sinnar í að búa til gerfimann og notað til þess alls- konar skran, allt frá ónýtum gúmmístígvélum í ágætustu málma og nýtízku gerfiefni. Þennan gerfi- mann nefnir uppfinningamaðurinn Tony, ann honum heitar en lífinu í eigin brjósti og hefur tekist að gera hann svo fullkominn að furðu gegnir. Þannig getur hann ekki að- eins hreyft sig eins og mennskur maður, heldur er hann búinn öll- um mannlegum eiginleikum nema einum; hann hefur enga hugmynd um ástina. En það undarlega skeð- ur að hann verður einnig gagntek- inn þessari tilfinningu í ríkum mæli. Gamli maðurinn þarf að skreppa tímakorn af landi brott. Hjón, sem hann þekkir, taka Tony að sér á meðan, en á þeim tíma vaknar ástin í brjósti hans, hann og húsmóðirin verða ástfangin hvort af öðru og hlaupast brott saman en gamli hugvitsmaðurinn lofar guð fyrir að nú sé þetta sköpunarverk sitt og ævistarf full- komnað. Uppfinningamanninn, Brand Antonsson, leikur höfundurinn, Haraldur Á. Sigurðsson og fer, sem vænta má, ágætlega með það hlutverk. Gervi, framburður, lát- bragð og allt annað er með ágæt- um, enda er hér um einn bezta leikara landsins að ræða. Hjónin ,sem Tony dvelur hjá, Þorfinn Oks, útgerðarmann og Unni Oks, konu hans, leika þau Óskar Aðalsteinn Guðjónsson og frú Guðrún Bjarnadóttir. Leikur þeirra er yfirleitt góður og stund- um ágætur og að honum er ekk- ert sérstakt að finna, nema þá helzt það, að stundum heyrist ekki nógu skýrt, það sem frúin segir. Gervimanninn, Tony, leikur Haukur Ingason. Þetta er vanda- samasta hlutverkið í Ieiknum, sér- staklega er hér vandratað meðal- hófið milli þess vélræna og mann- lega, ef svo mætti segja. 1 upphafi leiksins minna hreyfingar Tony talsvert á vélbrúðu, en er fram í sækir verða þær mannlegri. Vera má að til þess sé ætlast af höfundi og leikstjóra, þar sem Tony er nú orðinn fullkomnari og gæddur hin- um beztu mannlegu tilfinningum, þó væri eðlilegra, að leikinn út, minnti látbragð þessa gerfimanns á vélrænan uppruna hans. Aðrar persónur leiksins eru: Þóra Jónsdóttir, þjónstustúlka, leikin af Rósu Þórarinsdóttur. Her- mann Pétursson, einkabifreiða- stjóri, leikinn af ömólfi ömólfs- syni og Ragnar Ingólfsson, garð- yrkjumaður, leikinn af Þorgeiri Hjörleifssyni. Af þessum persón- um koma þau þjónustustúlkan og garðyrkjumaðurinn mest við sögu. Fara þau Rósa og Þorgeir bæði vel með þessi hlutverk, enda eru þau talsvert vön á leiksviði, sérstaklega Rósa, sem oft hefur getið sér þar góðan orðstír og að þessu sinni bregst henni heldur ekki bogalistin þó í litlu hlutverki sé. örnólfur mun aftur á móti ó- vanur leiksviði og ber leikur hans þess nokkur merki. Sviðsetning leiksins er ágæt og leiktjöld ný og fallega máluð af Sigurði Guðjónssyni. Áhorfendur tóku leiknum mjög vel, skemmtu sér konunglega og hylltu leikend- ur ákaft í leikslok. Ástæða er til að gagnrýna hve seinlega gekk afgreiðsla í fata- geymslu fyrir sýningu, varð það til þess að sumir leikhúsgestir komust ekki í sæti fyrr en leik- sýning var byrjuð, slíkt er í alla staði ótækt og má ekki koma fyrir aftur, enda virðist auðvelt að bæta úr því. önnur sýning á leiknum fór fram í gærkvöld og var þá einnig húsfyllir. Næstu sýningar verða í kvöld, laugardag og sunnudag. Að lokum færir Baldur leikfé- laginu, leikendum og síðast en ekki sízt Haraldi Á. Sigurðssyni beztu þakkir fyrir góða skemmtun. Sé það rétt, að hláturinn lengi líf- ið, þá hafa þessir aðilar gert sitt til þess að ísfirðingar deyi ekki fyrir aldur fram, og hvað er á- stæða til að þakka, ef ekki það? í hádegisútvarpi í fyrradag var frá því skýrt, að samninganefndin í togaradeilunni hefði orðið sam- mála um að leggja uppkast að nýj- um samningum fyrir báða deilu- aðila. Þetta samningsuppkast var síðan lagt fyrir sjómannfélags- fund í Reykjavík í gær og sam- þykkt þar með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, einnig er talið víst, að sama verði gert í sjómannafé- lögum á öðrum þeim stöðum, sem þátt tóku í verkfallinu og af sjó- mönnum á hafi úti. Þá er og full- yrt að togaraeigendur muni sam- þykkja samninginn. Helztu nýmælin í þessum nýja samningi, eru eftirfarandi: 1. Togarahásetum er tryggð 12 stunda hvíld á öllum veiðum. 2. Togarasjómenn fá fulla kaup- gjaldsvísitölu á fastkaup sam- kvæmt samkomulagi verka- lýðsfélaganna og atvinnurek- enda frá 21. maí 1951. 3. Aflaverðlaun togarasjómanna á veiðum í salt hækka úr kr. 4,75 í kr. 6,00 á lest. Aukaafla- verðlaun hækka úr 10% í 15% þegar veitt er á fjarlægum miðum. 4. Togarasjómenn fá aflaverð- Iaun af hrognum, mjöli og hraðfrystum fiski, og hundr- aðshluta af farmgjöldum. 5. Hækki kaupgjaldsvísitala á tímabilinu skal greiða hverjum skipverja kr. 7,50 á mánuði fyrir hvert vísitölustig yfir 148, þó þannig að uppbót netamanns sé kr. 6,00 og báts- manns og yfirmatsveins kr. 3,30. Þá er ákvæði um að hlutaskipti á ísfiskveiðum breytist þannig að skipt verði í 33 staði í stað 31 nú og aukaaflaverðlaun greiðast af 9000 punda sölu og þar yfir í stað 8000 punda sölu áður. ALLIR ÞEIR, sem vilja fá vandaða og ódýra silfurmuni, komi sem fyrst í Saffó. Hreinsa silfurmuni. Kaupi gull og silfur. Pantanir afgreiddar gegn póstkröfu um Iand allt. Höskuldur GuIIsmiður, Sundstræti 39, lsafirði. ATHUGIÐ! Þeir, sem ætla sér að fá stein- steypurör (skolprör) í vor eða sumar, ættu að tala við mig sem fyrst. Höskuldur Árnason, Sundstræti 39, lsafirði.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.