Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 31
Sigurður: Ég held að erf- itt sé að gefa einhlítt svar við þessari spurningu. Ég get út af fyrir sig tekið undir margt af því sem Helgi og Ingólfur sögðu. Hins vegar tel ég að greinin hafi að mörgu leyti þrengri stöðu nú en áð- ur að því leyti að hún á í vissri samkeppni við ýmsar aðrar greinar félagsvísinda; um fjármagn, athygli almenn- ings og einnig um stúdenta Margar þessara greina fást við svipuð viðfangsefni en nálgast þau á mismunandi vegu. Þeir sem fást v.ið rannsóknir í þjóðfélagsfræði hafa t.d. verið að fikra sig aftar í tímanum í sinni umfjöllun og vali á viðfangsefnum. Sagn- f^æðingar sækja hins vegar tvímælalaust í vaxandi mæli í átt til nútímans. Þarna er ákveðið kapphlaup um rannsóknarefni og um það að koma á framfæri niðurstöðum. Helgi: Ég held einmitt að sambúðin við félagsfræðina ætti að geta orðið mjög örv- andi fyrir sagnfræðina. Þarna á milli ætti að geta komist á umræða, en treglega hefur geng- ið að koma henni á. Þess vegna vil ég benda sérstaklega á að ég tel að stúdentar verði að byrja þá umræðu. Menn verða einfaldlega að læra að tala saman. Núverandi ástand tel ég mjög bagalegt. Sama má segja um heimspek- ina. Þar ætti að vera grund- völlur fyrir umræðu, sem gæti þá vakið sagnfræðinga til aukinnar meðvitundar um stcðu sinnar eigin greinar; menn gerðu sér betur grein fyrir söguspekilegum viðfangsefn- um og þvíumlíku. Sigurður: Það er mín skoð- un að sagnfræðin hafi verið of einangruð, þó ekki sé það án undantekninga; t.d. má benda á að nokkuð gott sam- band hefur verið við íslensk náttúruvísindi. En mig langar að víkja að einu atriði sem þessu tengist. Ég held að íslenskir sagn- fræðingar hafi ekki verið nægi- lega vakandi fyrir því að nota ýmsar aðferðir og hjálp- artæki, sem kannski tilheyra fremur öðrum greinum en geta komið að notum, t.d. tölvu- tækni. I þessu efni væri hægt að gera miklu meira en gert hefur verið. Annað sem mig langar að vekja athygli á er að ég tel að sagnfræðingar hafi um of leyft fræðimönnum í öðrum greinum að helga sér tiltek- in viðfangsefni sem út af fyrir sig eru fullgild við- fangsefni sagnfræðinnar. Nefna má ýmis hagssöguleg efni sem viðskiptafræðingar hafa skrif- að mikið um. SagnfraecJin og almenningur Sagnir: Nú eru mjög marg- ir, sem um sögu skrifa, ekki sérstaklega til þess mennt- aðir. Hvað viljið þið segja um það? Helgi: Ég tel að öll um- fjöllun sé af hinu góða. Sagnfræðingar gera á hinn bóginn of lítið af því að marka sérstöðu sína; gera fólki grein fyrir hvað skilur á milli alþýðlegra söguiðk- ana og sagnfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.