Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 39

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 39
Björn Þorsteinsson: Af íslenskum diplomötum og leyniþj ónustumönnum Um íslensk utanríkismál fyrir 1100 Ég hef verið beðinn að skrifa hér eitthvað um íslensk utanríkismál. Þau eru varla nógu gömul í hettunni fyrir mig, ef farið er eftir prótókollum þjónustunnar, því að ég hef einkum fjallað um miðaldir, en ísland varð ekki ríki fyrr en 1. des. 1918. Fyrir þann dag voru íslensk utanríkismál ekki til sem slík; landið hafði verið hluti af danska, áður dansk-norska og þar áður norska rík- inu. Fram til 1918 höfðu samskipti íslend- inga við önnur ríki, - landvarnir þeirra, utanlandsverslun, erlendir hagsmunir, fisk- veiðiréttindi og fáni - verið í höndum danskra og norskra stjórnvalda allt frá árinu 1262-64. Goðaveldi - hagsmunasamtök um löggæslu á Islandi Fyrir 1262 er vafasamt að ræða um íslensk utanríkismál, því að íslenska goða- veldið, sem ég nefni svo og varð til um 900 og hjarði til 1262-64, var ekki ríki í venju- legri merkingu orðsins og skorti sameigin- legt ríkisvald.x) Goðaveldið var til orðið úr x) Páll Sigurðsson segir í Brot úr réttarsögu, bls. 125: „Um réttarstöðu íslands á þessu tímabili (fyrir 1262) er þess helst að geta, að ekki orkar tvímælis, að eftir stofnun alþingis var það sjálfstætt og fullvalda ríki og þannig fullgildur þjóðréttaraðili." hagsmunasamtökum farmanna og sæfara af ákveðnum ættum, sem höfðu gengist fyrir landnámi á íslandi. Þeir bundust samtök- um, gengu í eins konar ættsveitabandalag um ákveðnar réttarreglur, lög, sem tryggðu eignarrétt manna og forréttindi svonefndra goða til forystu á þingum og valdstjórnar í héruðum. Hver sveit, hvert hérað, varð að eiga sér signor, landsdrottin eða goða. Sjálfir kenndu íslensku höfðingjarnir sam- tök sín við réttarreglurnar, lögin. í lagasafni þeirra, Grágás, segir m.a.: „Ef maður á konur tvær hér á landi eða í vorum lögum, það varðar fjörbaugsgarð".1* - Hin konan mátti vera í öðrum lögum eða utan lands. Á 20. öld hefur það komist í tísku að nefna tímabilið frá landnámi til 1262 þjóð- veldi í íslenskri sögu. Þetta heiti er nýgerv- ingur frá þjóðfrelsistímanum á 19. öld og er villuhugtak, þjóðin var ekkert veldi að fornu, heldur voru það goðar, sem stjórn- uðu gangi mála; þjóðveldi hefur jöfnum höndum verið notað sem þýðing á republik, lýðveldi: - Bandaríkin eru nefnd Þjóð- veldið mikla í Skírni 1836 (bls. 37),-ogum veldi goðanna fornu. í Fjallkonunni 1887, bls. 87 er þess getið, að íslenska þjóðveldið hafi dottið úr sögunni 1264. Alþingi á Þingvelli að fornu var ekki þjóðarþing, heldur allsherjarþing goðanna, 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.