Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 52

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 52
46 NÝTT HELGAFELL að henni var rétt, því að góð tónlist var þó viðburður, jafnvel þótt flutt væri af viðvan- ingum. En nú erum við komin að tímamót- um í tónlistarsögu okkar. Fyrir 25 árum urðu þáttaskil. Á tímabilinu næsta á eftir verður sú breyting, að ekki þýðir að bjóða annað en fullkomna list í tólistarsölum borg- arinnar. Viðvaningarnir, sem áður fengu þar lófaklapp, fá ekki lengur aðsókn. Tónlistar- þroski og þekking eykst með þjóðinni og nýr mælikvarði á tónlist kemur til sögunnar, sem er miklu strangari en áður. Hvað veld- ur? Ástæðurnar eru margar, en þó aðallega þrjár, að minni skoðun. Fyrst er það, að Ríkisútvarpið tekur til starfa, og góð tónlist, sem menn áttu tiltölulega sjaldan kost á að heyra, verður þá daglegur viðburður. Ann- að er það, að Tónlistarskólinn tekur til starfa, og það þriðja er, að Tónlistarfélagið er stofnað og tekur að sér rekstur skólans og hljómsveitarinnar, en þá komast tónlistar- málin í hendur hugsjónamanna, sem bæði höfðu vit og áræði til þess að leiða þessi mál fram til sigurs. Það eru fleiri um þessa skoðup. Ámi Thorsteinsson tónskáld segir í hinni fróðlegu og skemmtilegu bók „Hörpu minninganna'1: „Mikilsverðasta skrefið í tónlistarmenningu höfuðborgarinnar má óefað telja stofnun Tónlistarskólans, Tónlistarfélagsins og Sin- fóníuhljómsveitarinnar, en með tilliti til þjóð- arinnar allrar Ríkisútvarpið. Yfirleitt má segja, að skilyrði til söngs- og tónlistariðk- ana séu svo ólík því, sem áður var, að ekki sé saman jafnandi." Það er ekki ofmælt, að Tónlistarfélagið hefir átt drjúgan þátt í að breyta viðhoríi manna til allrar tónlistar, svo að þeir eru nú fleiri en áður, sem kunna að meta það, sem gildi hefir í tónlist. Félagið hefir unnið mark- víst að því að skapa fullkomna sinfóniska hljómsveit, en slík hljómsveit er undirstaða hærri tónlistarmenningar. Sinfóníuhljóm- sveitin okkar er menningarvottur, sem öll þjóðin getur verið hreykin af. Hér verða ekki færð rök fyrir þessum full- yrðingum, því að þá yrði að segja sögu Tónlistarfélagsins. Þessi grein heitir líka „Fyrir 25 árum", en félagið var stofnað fyrir réttum 25 árum, árið 1931, og fellur því saga félagsins fyrir utan ramma þessarar greinar. BALDUR ANDRÉSSON Wolígang Amadeus Mozart Fáir snillingar, sem tónlistarsagan greinir frá, munu hafa hrifið huga almennings eins og Wolfgang Amadeus Mozart. Ævisaga hans hlýtur að hræra mann til samúðar. Fá- um er svo kalt um hjarta, að þeim hlýni ekki, er þeir lesa lýsingar samtímamanna á því töfrandi samblandi bamslegrar einlægni og listrænnar snilligáfu, sem einkenndi hann barn -— og raunar alla ævi. Og menn taka þátt í kjömm hans og lífsbaráttu, fyrst sem undrabarns og síðan sem ungs og framgjarns manns, er íékk að kenna á tómlæti heimsins, en öfund og ofsóknum þeirra, sem hefðu átt að skilja hann bezt. Og hver er sá, að hon- um renni ekki til rifja það hlutskipti þessa crláta gleðimanns að deyja einmana og von- svikinn, og svo örsnauður, að hann var jarð- settur í fjöldagröf fyrir fátæklinga og þurfa- menn? En sjaldan hefur fátækur maður skilað eftir- komendum sínum dýrmætara arfi, og hafa þó ekki alltaf verið ódeildar meiningar um dýrmæti hans. Tórilistarsmekkur 19. aldar var ekki heppilegur grundvöllur undir rétt mat á tónlist Mozarts, en á hinn bóginn hef- ur skilningur á snilligáfu hans aldrei verið rneiri né almennari en nú, og er það þessari öld til lofs, um leið og það sannar óforgengi- leik hins bezta í listum. Oft hefur verið látið að því liggja, að Mozart hafi verið alvörulítill maður og lótt- úðugur, og beri verk hans sömu einkenni. Slíkir dómar eru þó gripnir úr lausu lofti. Ótal ummæli samtíðarmanna, sem ekki verða véfengd, sanna djúpa alvöru hans í öllu því, er að list hans laut, skyldurækni hans, trú- hneigð og djúphygli, þótt hann gæti líka ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.