Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 7

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARÞÁTTUR 101 Jóhann S. Hannesson Bölverkur Dauðvona löngun dró hinn kvika baug dávöld og römm, sem píslarvott að kesti stæltan af von um fegri vist á fresti, fagnandi að munna þeim, er afl hans saug. Glitrandi ormur inn í bergið smaug. Ómálgar varir höggormstungan kyssti eilífðarstund, unz einskis lengur lysti linaðan vöðva og spennufallna taug. Áður en fyrsti hani gól af haug, hvíldan um stund af algleymisins losti greip hann með nýju þreki annar þorsti: þveginn og hreinn sem barn úr skírnarlaug arnvængjum þöndum ormur burtu ílaug. Örugg í sinni vissu Gunnlöð brosti. ætíð verið lögð á hina miklu sérstöðu Islands og alls konar fyrirvarar gerð- ir, svo að engu hefur verið líkara en íslendingar væru þátttakendur af greiðasemi einni saman en ekki vegna sannfæringar eða í eigin hagsmunaskyni. Þeim virðist jafnvel ekki ljóst, hve geysilega þýðingar- mikið bandamenn þeirra telja At- lantshafsbandalagið fyrir öryggi vestrænna þjóða. Það má ekki láta reka lengur á reiðanum í þessu máli. íslendingar verða að taka þátttöku sína í banda- laginu til rækilegrar íhugunar: ann- að hvort verða þeir að starfa í því af heilum hug eða segja skilið við það ella. Það leiðir aldrei til bless- unar að leika tveim skjöldum í al- þjóðamálum, jafnvel þótt einhverjir gætu sætt sig við svo lítilmótlegt hlutverk. Það verður að krefjast þess, að ríkisstjórnin vinni skelegglega að viðunandi lausn þessara vanda- mála, og láti einskis ófreistað til þess að kynna sér sjónarmið banda- manna sinna, áður en ákvörðun er tekin. Heppilegast væri, að forsætis- ráðherra færi ásamt utanríkisráð- herra til fundar við ráð Atlantshafs- bandalagsins og helztu leiðtoga þess til rækilegra viðræðna. Er oft siglt til útlanda af minna tilefni. Hér er um svo alvarleg mál að ræða, að einskis ætti að láta ófreistað til að tryggja örugga og trausta meðferð þeirra. FERILL RÍKISSTJÓRNARINNAR er enn of skammur til að haldgóðar ályktanir verði dregnar af verkum hennar. Afdrifaríkaeta stjórnarathöfn

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.