Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 36

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 36
THOR VILHJALMSSON: Að rása Skriístofumaðurinn sat þennan Ijómandi dag og reyndi að knýja hugann til að yfir- gefa hið sóllýsta líf götunnar og hverfa að tölunum sem lágu út af fyrir framan hann í röðum og dálkum og áttu að hafa athygli hans. En hann gat ekki leitt hugsunina að því feni, hugsunin var eins og hesturinn sem vill ekki út í sandbleytuna, prjónar; rís á afturfætur með eld úr nösum og froðu um múlann og tryllt augu og vill ekki lengra, þrjóskast við sporum stjórnandans og fleygir honum af sér og hleypur einn út um mann- laust landið. Maðurinn sér fyrir sér hestinn svo stoltan og frjálsan hlaupa. Hlaupa og verður ekki framar náð í vald manna. Hesturinn hleypur yfir víða græna gras- sléttuna sem er rauð og brún af kvöldsól- inni, þar rásar hinn grái hestur. Þegar hann kemur yfir sléttuna og nam staðar þar sem grasið var svo grænt og ánægt með sig á bakka sjávarins þar sem hafið gengur blátt inn í kyrra vík og sveiflar ofursmáum hvítfægðum öldutónum á vit hins dökka hljómborðs, þar nam hann stað- ar, stóð kyrr með annan framfótinn ofurlítið frá jörðu eins og skáld sem hinkrar við eftir einu orði. Hesturinn rétti höfuðið upp og teygði það hátt eins og dulvígður áheyrandi þeirrar tónlistar sem barst eítir leynibrautum gegn- um þráðlausa þögnina þetta kvöld, bærði flipana líkt og af viðkvæmum kenndum, stilltum trega. Augun voru svört með neistum sem send- ust og sindruðu langt innan frá ófægðum flötum sálarkristalla. Svo hélt hann áfram hægt eins og nú væri öruggt að engin væri eftirförin. Hann kom að hlíðarslakkanum hinum megin, fór yfir hlédrægan læk, það vakti mmiaðarkennd að finna hvernig hófarnir sukku í blautlendið kringum lækinn og hvemig vatnið saugst upp með hófunum þeg- ar hann lyfti þeim aftur. Svo hljóp hann skáhallt upp hlíðina. Þegar hann kom á brúnina hljóp hann um stund eftir henni og bar við himín. Svo tók hann stefnu til fjalls og hvarf sjónum í blágrátt mistur sem fjaðraði ljósleitt um ræt- ur þess upp í hlíðar. Þegar því sleppti var helgur blámi um- leikinn eldtungum himintregans er sólin sligaðist af þunga blóðsins og sökk í gin sjávarins. Þegar það var horfið vaknar maðurinn við og hugsaði sólin væri sezt, en horfir út og það er dagur og heitt á götum og umferðin hávær og margir flýta sér til að komast út á vélsnoðnar grasskákir í skrúðgörðum borg- arinnar til að geta látið sólina skína á sig svo sem stundarfjórðung í stað þess að drekka langsoðið gervikaffi á veitingahúsum og ráða krossgátu kvöldblaðsins, og maður- inn horfir á blaðið talnarúnum letrað sem bíður hinnar svívirðilegu niðurlægingariðju, hann seilist dapurri hægri hendi á talnaborð reiknivélarinnar og fer að skrifa á hana upp af blaðinu en fylgir vinstri hendi talnaröðinni sem hann þræðir af samvizkusemi hins leigða þræls sem aldrei mun taka á rás.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.