Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 41

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 41
JÓHANNES NORDAL: Hvað er fram undan? i. Það hefur ætíð verið ein heitasta ósk mann- kynsins að geta sagt fyrir óorðna hluti. Fyrir þeim mönnum hefur verið borin mikil og oftast óttablandin lotning, sem taldir hafa verið forvitrir. Við lifum nú á öld hinna mestu byltinga á öllum sviðum þjóðlífs og þekkingar, sem dæmi eru til í sögunni. Það er því ekki furða, þótt sú spuming sæki fast á okkur, hvert förinni sé heitið: Hvað ber öld kjarn- orku, sjálfvirkrar framleiðslutækni og múg- menningar í skauti sér? Hafa vísindin veitt okkur svör við þessum spurningum, eða verðum við enn að leita svars hjá pýramíd- anum mikla eða í öðrum spásögnum? I rauninni er það takmark vísindanna að kenna okkur að sjá fyrir framtíðina, að leiða í ljós þau lögmál, sem öll fyrirbæri veraldar lúta. Ný þekking og hinar miklu framfarir í tækni og framleiðslu hafa opnað augu manna fyrir hinum skapandi öflum tilver- unnar. Að baki sjáum við þróunarsögu lífsins frá ósýnilegum einfrumungum til æ fjölbreyttari lífvera, unz komið er að mann- inum sjálfum, kórónu sköpunarverksins. Síðan blasir við þroskabraut mannlegs samfélags, að vísu ærið skrykkjótt á köflum, en þó ætíð upp á við til meiri veraldlegrar velmegunar og til æðri menningar og víð- -------------------------------------------■>. Ræða sú, sem hér birtist, var flutt í Hátíðasal Háskólans 1. desember, þar sem efnið, framtíðarhorfur fslendinga, var tekið til meðferðar af fjórum ræðu- mönnum. V-------------------------------------------- tækari þekkingar. Það skyldi engan undra, þótt forfeður vorir á síðustu öld, sem fyrstir sáu þessa miklu mynd renna upp fyrir hug- skotssjónum sínum, fylltust bjartri trú á framtíð mannkynsins og sæju í fjarska hylla undir fyrirleitna landið, hið fullkomna og réttláta þjóðfélag, ekki aðeins sem mark- mið, er mennirnir gætu náð með árvekni og dugnaði, heldur sem rökrétta afleiðingu fyrri þróunar, óumflýjanlegan lokaþátt og fullkomnun þessarar stórbrotnu hugsýnar. Þessi bjargfasta trú á sífelldar framfarir og fullkomnun hefur verið eitt höfuðeinkenni þeirrar aldar, sem við nú lifum á, og drif- fjöður verklegra og efnahagslegra framfara. En hún hefur líka gengið út í hættulegar öfgar. Heil fræðikerfi og stjórnmálastefnur eru reistar á þeirri forsendu, að mannkynið sé óumflýjanlega á braut að ákveðnu marki. Allt, sem hindrar þá þróun, er þar af leið- andi úrelt, andstætt þeim öflum, sem koma skulu, hættulegt. Þannig hefur framvindan verið gerð að nokkur konar guði, að lögmál- inu mikla, sem allir ættu að hlýða, sem ekki vilja verða andstæðingar síns tíma, fjand- menn framtíðarinnar. Frá þessari nýju blindu forlagatrú hafa einveldisstefnur nú- tímans og þá kommúnisminn fyrst og fremst hlotið ofstækisfullan sannfæringarkraft sinn og grimmd. Hví skyldu hinir útvöldu þjónar lögmálsins sýna þeim mönnum miskunn, sem vilja halda fast í þjóðfélagsform og réttlætishugsjónir, sem framtíðin hefur dæmt úr leik? Slíkir menn eru í þeirra augum sem dautt hold í líkama hins vaxandi þjóðlífs, meinsemd, sem aðeins verður burtu numin með skurðarhnífnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.