Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 33

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 33
HúsnæöisvandræÖi ef tir MICHAEL ZOSHCHENKO (Úr smásagnasaíni höíundar, er út kom' á ensku árið 1940. Skyldi sagan ekki, hvað eíni snertir, að ýmsu leyti eiga við enn?) Eg sá um daginn, félagar, að verið var að skipa upp heilum farmi af sementi við höfnina. Svei mér þá, ef ég lýg. Eg glóði allur af ánægju. Því hvað þýð- ir þetta, félagar. Byggingar, húsnæði — hvorki meira né minna. Hvaða vit væri í að vera að flvtja hingað sement til annars. Það þýðir að núna, núna á þessari stundu er verið að byrja að byggja hús einlivers- staðar. Byggingar; nýbyggingar, liúsnæði — maður guðs og lifandi! Kannski, eftir svo sem tuttugu ár, eða jafnvel fyrr, getur hver félagi í okkar miklu Ráðstjórnarríkjum fengið herbergi útaf fyrir sig. Og, ef fólkinu er ekki ungað út með allt of miklum krafti, kannski tvö, meira að segja. Eða þrjú, og baðherbergi að auki! Þá verður lífið líf, félagar! Maður svæfi í einu herberginu; tæki á móti gestum í öðru, og gerði hvern fjandann sem manni sýndist við það þriðja. Ekki gott að vita hvað manni dettur í hug þegar lífið er orð- ið uppfullt af eintómum þægindum. Þetta er nú rósrauð framtíðin, góðir fé- lagar; rósrauð framtíðin. Einsog nú er ástatt er ýmislegt hægara en að finna þak yfir hausinn á sér. Ég er nýkominn frá Moskvu. Ég' veit livað ég syng. Þegar ég kom þangað þá fór ég strax að leita mér eftir herbergi. Ég fór um allan bæinn; labbaði þetta götu úr götu, með pjönkurnar á bakinu. Allt upptekið. Hvergi lófastór blettur að leggja frá sér draslið; að ég nú ekki tali um nokkurn stað að vera á. í hálfan mánuð eigraði ég þetta fram og aftur. Skegghýjungurinn óx; göturykið settist í hauga í hverja fellingu. Mest af þessu skrani sem ég kom með týndist smátt og smátt. Svo rakst ég á mann í stiganum á stórri sambyggingu. „Fyrir þrjú hundruð rúblur get ég útvegað þér baðherberbergi,“ sagði hann. „Og það í engri sloríbúð, lagsmaður. Þrjú salerni og bað. Þú getur búið í bað- herberginu. Það er nú reyndar gluggalaust, en dyr eru á því. Og vatnið — nóg er af því. Þú getur fyllt baðkerið af vatni, ef þér sýnist svo, og synt í því allan daginn.“ Þessu svaraði ég: „Ég er ekki þorskur, kæri félagi,“ sagði ég. „Ég hef ekkert að gera með að synda allan daginn. Eg held mig mest á þurru landi. Sláðu heldur soldið af leigunni, manni minn. Það hlýtur að vera skratti rakt í svona baðherbergi.“ „Það vildi ég gjarnan gera, félagi,“ sagði hann. „Ég bara get það ekki. Ekki uppá mitt eindæmi. Eg er ekki nema eitt at- kvæði. Hæðin er félagsbú. Leiguna fyrir baðherbergið ákveður ráðið allt í samein- ingu.“ „Þið eruð bölvaðir sjóræningjar,“ sagði ég, „en hvað skal gera. Einhversstaðar verður maður að vera. Hirtu rúblurnar mínar og hleyptu mér inn í hvelli. Eg er búinn að vera á götunni í þrjár vikur, og ég skal segja þér, félagi, ég er eiginlega búinn að fá nóg.“ Mér var svo hleypt inn. Eg fór að hreiðra um mig í nýju íbúðinni. Það var auðséð á baðherberginu að í

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.