Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 14

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 14
KRISTJÁN KARLSSON: Fjórar sögur frá Manhattan I Öll þessi gœði Um áramótin 1952-3 bjó í dálitlum klefa á 132 East 32. street í New York fátækur mað- ur að nafni Harry Smolenski. Morguninn, þegar þessi saga gerðist, hafði hann farið heiman frá sér yfir á Third avenue og haldið síðan sjjottakorn í suðurátt til pantkaup- manns, sem Izzy Bernstein hét, (við 27. street) og selt honum tvær gamlar vekjaraklukkur fyrir þrjá dollara og tuttugu sent báðar. Þetta var ekki tilfinnanlegt fyrir Smolenski, því að hann hafði skömmu áður eignazt þriðju klukk- una sýnu nýlegri en hinar að gjöf frá ná- granna sínum, sem allt í einu komst í betri tá og flutti burt. Þar að auki þurfti Smolenski sjaldan á klukku að halda, því að hann stund- aði ekki atvinnu. Hann hafði, þegar þetta var, lifað um allangt skeið á von um örorkubæt- ur frá ríkinu vegna meiðsla eða taugaáfalls, sem hann hafði orðið fyrir í stríðinu 1941—45, í viðbót við það sem honum áskotnaðist með ýmsu móti, og hann hafði ennþá ofurlítið lánstraust, einkum á Kellys-bar, sem er rétt fyrir hornið á Third avenue, ofan við 32nd street. A hinn bóginn varð ekki séð, að hann væri fatlaður og sálarástand hans var óað- finnanlegt. Ilann var fremur lágvaxinn mað- ur með hofmannavik og virðulegt mið- evrópískt göngulag, sem er heldur fágætt í New York. Ef nokkuð var samt, sem vekja mætti grun um örkuml, voru það skórnir hans, sem voru handsmíðaðir og svo „þénanlegir“ eins og kallað er, að þeir minntu á sjóvettlinga og höfðu fengið á sig hinn einkennilega mann- lega þjáningarsvip, sem slíkir skór fá með aldrinum. Smolenski var fastheldinn á eigur sínar, og hefði ekki farið að pantsetja klukkurnar, nema nokkuð lægi við. Ástæðan var sú, að hann ætlaði á nýjan bar alllangt upp með Third avenue, uppundir 39th street, til að gera sér dagamun, í stað þess að fara til Kellys eins og venjulega og láta skrifa hjá sér. Hann hafði uppgötvað barinn nokkrum kvöldum áður af tilviljun, og þessi bar reyndist vera ólíkur öllum öðrum börum á Third avenue að því leyti, að það var stúlka, sem gekk um beina og skenkti. Hún var alúðleg og gaf sig á tal við Smolenski, og hann leyfði sér að ætla, að útlit lians, sem hann áleit myndar- legt og borgaralegt, en j)ó sérkennilegt og ekki með öllu órómantískt á góðri stund, og föt hans, scm hann áleit traustvekjandi frem- ur en fín, liefðu ráðið úrslitum um ])að, að stúlkan gaf sig meira að honum en öðrum gestum, þó að sumir þeirra væru greinilega af öðru sauðahúsi en venjulegar barflugur stræt- isins. Stúlkan reyndist vera útlend; hún liét senorita Maria Perez og var nýkomin frá Trinidad. Það kom Smolenski ekki á óvart, því að hann liafði lengi talið, að latneskar stúlkur stæðu amerískum framar að alúð og kvenlegu lítillæti. Þetta var kvikleg, hnöttótt stúlka með litað hár, en Smolenski mundi ekki svo langt, að hann hefði hitt jafn-geðfellda stúlku. Hann gat ekki gleymt henni. Vera má, að hann hafi verið ginnkeyptari fvrir ])essari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.