Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 32

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 32
KRISTJÁN KARLSSON: Fjórar sögur frá Manhattan III Hertogaynjan aj Malfi Það eru nú meira en þrettán ár, síðan ung- ur lögfræðingur í New York bauð unnustu sinni í leikhúsið í síðasta sinn og glataði henni á leiðinni með þeim atvikum, sem síðar greinir. Hitt skiptir svo minna máli, að hann missti með öllu af því að sjá Elisabeth Bergner í Hertogaynjunni af Malfi. Miss Bergner lék þá fáein kvöld í þessu forna og illræmda Ieikriti, en síðan heyrðist hin átakanlega fagra, brostna kristalsrödd sjaldan í leikhúsi. Hertogaynjan verður varla leikin aftur um daga hins ógæfusama manns; það voru að sögn liðin nærfellt þrjú hundruð ár frá því síðast. Enda greinir leikritið frá torskildari og hörmulegri atburðum en svo, að þeir falli að jafnaði í alþýðu smekk: hin tignasta og liezta kona er saklaus grimmilega leikin af tveimur bræðrum sínum. En — eins og ungi maðurinn sagði unnustu sinni daginn, sem þau ætluðu í leikhúsið — þá hefir bókmenntasmekkurinn eyðilagzt síð- an menn fengu nasasjón af vísindum, svo að nú erum við höfundum jafnvel þakklátari fyrir falskar útskýringar heldur en sannar staðhæfingar. Hann sagði, að áður fyrr hefðu bókmenntir fjallað um afleiðingar og ekki or- sakir, en nú sæu menn ekki frarnar afleið- ingu fyrir orsök. Meðan unnusta hans steikti morgunmatinn (og las ofurlítið í Sunnudags- blaði New York Times í eldhúsinu), leitaðist liann við að sannfæra hana um það, að við mitímamenn hefðum glatað öllum hæfileika til að skilja leikrit eins og Hertogaynjuna, sem einungis skýrði frá afleiðingum. Unn- usta hans kvaðst engan dóm mundu leggja á ])að, hvort hann færi með öfgar að þessn sinni, og lét þess getið, að hún hefði ekkert sérstaklega á móti því að sjá þetta leikrit, enda þótt hún gæti trúað því, að Elisabeth Bergner væri farin að eldast. Því svaraði ungi maðurinn ckki, á þeim forsendum, sem henni voru mæta vel kunnar, að hann taldi rangt að gera veður út af leikurum, enda þótt hann dáði Miss Bergncr öllum leikkonum meir. Hann skaut því fram, að hún hefði endilega átt að lesa leikritið, áður en þau sæu það á sviði, og hún fyrir sitt leyti lét þeirri athugasemd ósvarað. Hún var síður en svo áhugalaus um bókmenntir, en henni var sitt- hvað annað ríkara í hnga þennan morgun, og enda þótt henni hætti mjög til að vera ann- ars hugar í návist þessa unnusta síns, má vera, að sundurþykkja þeirra hafi tckið að ágerast með fyrra móti þennan dag. Ungi maðurinn bætti því við með nokkrum ákafa (hann var afar nærsýnn og hafði ekki ennþá fundið gleraugun sín þennan morgun), að þetta leikrit, eins og harmleikir Shakespeares, færði okkur vissulega heim sanninn um það, hve tilfinningalíf okkar er skoplega lítilmót- legt. Eða á hinn bóginn, hve einkalíf forfeðra okkar hefir verið skoplega stórbrotið. Unn- usta hans kvaðst í bili eindregið hallast að síðari túlkuninni (enda þótt sér væri lítið um orðið túlkun), og benti lionum á, að hann notaði orðið miskunnarlaust einkennilega oft,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.