Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 91

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 91
BOKMENNTIR 221 kvæði Hannesar og til fyrirmyndar um góðan skáldskap: Á kvöldin undir kveiktu tungli og stjörnum koma þeir heim af ökrunum; lágan óm ber vindur frá klukku, er álútu höfði og hljóðir halda þeir stiginn hjá veðruðum róðukrossi með feðranna gömlu gnúðu amboð á herðum en glaðir að allt skuli bundið svo föstum skorðum: sjá þarna er tungl og vindar, hér vegur og lilóm. Þeir vita ekki að liann sem heilsar þeim oft á daginn hjó þessa jörð af feyskinni rót og henti sem litlum steini langt útí myrkur og tóm. Flestir kostir Hannesar koma hér fram og eru í rauninni ósundurgreinanlegir, eins og vera ber. Tilfinning kvæðisins er öll myndræn. og af því að hún er rétt og örugg, gerir engin einstök mynd tilkall til óskiptr- ar athvgli, svo að hún trufli eða dragi frá kvæðinu í heild eins og því miður vill oft verða með „afburðasnjallar“ myndir. Það er engin freisting að fara með brot úr kvæð- inu, kvæðið þarf að segjast allt í einu. Samt er einstakur unaður fólginn í því að gera sér grein fyrir þeirri skáldlegu fundvísi, sem bregður upp svo fullnægjandi mynd af heimsskoðun manna fyrir daga raunvís- indanna með jafn-fáum og dásamlega ein- i'öldum táknum: „veðraður róðukross“, „gnúin amboð“, „sjá, þarna tungl og vind- ar“ (samanber myndir á fornum heims- kortum). I síðustu þremur línum kvæðis- ins, sem samsvara hefðbundnum niður- stöðulínum venjulegrar sonnettu, umhverf- ir skáldið þessari mynd með annarri, sem hann hefir verið að undirbúa allt kvæðið. Hin nýja mynd er það djörf, að hún færi forgörðum, ef dramatísk uppsetning kvæð- isins væri ekki örugg frá byrjun. Skáldið upplifir heimspekilega atburði, heimspeki- lega þróun eins og raunverulegt líf. Sá, sem getur ort slík kvæði, en breytir samt um skáldskaparstíl, skyldi vera viss í sinni sök. En á hinn bóginn má ætla, að skáld, sem yrkir einmitt þessa tegund ljóða svo vel, fari fullvel nærri um það sjálfur, hvað hann má ætla sér. Ég minnist aftur þess, sem ég gat um í upphafi, að einhverjir hefðu haft orð á því, að þroski Hannesar væri of fullorðinslegur í fyrstu bók hans. Til þess að vera viss um að gera þeim ekki alveg rangt til, leyfi ég mér að gizka á, að þeir hafi í raun og veru ekki saknað þeirrar vanlíðunar, tilfinninga- semi eða ærsla, sem þykir eiga að tilheyra Ijóðum ungra skálda, lieldur annars konar sársaukakenndar, sem er yfirleitt ekki æskumerki, heldur kemur með aldri: Eg kvíði að heyra liaustvængsins snögga þyt. Eða: Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki ueitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Hannes yrkir mjög oft um hverfulleika og með ósvikinni tilfinningu. En sú per- sónulega sársaukakennd, sem gerir ofan- greindar línur Einars og Jónasar allt að því óþolandi sterkar, er ekki að verki í ljóðum hans. Ég get engu spáð um, hvort liún eigi eftir að gera vart við sig þar, og það væri algjörlega óréttmætt að krefjast liennar. En hún á þar innangengt. K. K. Fundið lausnarorð Selma Jónsdóttir: Býzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu. — Almenna bókafélagið 1959. — Selma Jónsdóttir listfræðingur hefur skrifað og gefið út á íslenzku og ensku samtímis doktorsritið Býzönzk dómsdagsmynd í Flata- tungu. Ritið kynnir merkilegt efni og út.koma þess er athyglisverður viðburður á sínu sviði. Því skal þess getið hér nokkrum orðum, en ýtarlegri athugasemdir mun ég birta í Árbók fornleifafélagsins 1960. Árið 1923 eignaðist Þjóðminjasafnið 13 búta af fornum fjalviði, sem á eru ristar merkilegar og sérkennilegar myndir, sýnilega leifar af stóru verki með einhvers konar sagnrænu inn- taki. Fjalirnar höfðu verið í Bjarnastaðahlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.