Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 29

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 29
HELGI HALLGRÍMSSON: ÍSLENZKIR HNYÐLUSVEPPIR Helvellaceae. Önnur aðaldeild hinna æðri sveppa nefnist asksveppir (Ascomyce- tes). Þeir einkennast af því, að gróin myndast í aflöngum sekkjum, sem kallast á fræðimáli asci. Venjulega er grósekkjunum raðað þétt saman á yfirborð sveppaldinsins, sem oft er að lögun sem lítil skál. Flestir asksveppir eru litlir vexti, jafnvel smásæir, en fjöldi þeirra er mikill. Alls staðar þar sem plöntuleifar rotna, eru þeir nærstaddir, og valda sjálfir þar miklu um, en þeir sníkja einnig á lifandi plöntum, án þess þó að gera þeim verulegan skaða. Ennfremur mynda þeir, ásamt þörungum, sambýlisverur þær sem við köllum skófir. Aðeins fáar tegundir asksveppa hafa náð þeirri stærð, að eftir þeim sé tekið af almenningi, og verða nokkrir þeirra teknir til meðferðar hér, þ. e. ættin Helvellaceae eða hnyðlusveppirnir. Gróbera (aldini) hnyðlusveppanna er oftast greinilega skipt í hatt og staf, og minna þeir að því leyti á hina eiginlegu hattsveppi. Hattur- inn er hins vegar oft mjög óreglulegur í laginu, stundum eins og sam- ankuðlaður eða hnoðaður og draga sveppirnir nafn af því. Frumgerð hattsins virðist vera skálformið, eins og hjá flestum öðrum asksvepp- um, enda hafa nokkrir hnyðlusveppir þetta form. Síðan má hugsa sér að skálin sé lögð saman, og fæst þá eins konar rennuform. Vaxi svo skálarbarmarnir niður á við, verður formið söðul- eða hnakklaga, en loks breytist svo söðulformið í óreglulega hnuðlu. Svipuð þróun á sér stað hjá stafnum. Hann er upprunalega sléttur og sívalur, en síðan koma í hann rennur, sem dýpka og verða að fellingum, sem loks vaxa svo stundum óreglulega saman aftur. Hnyðlusveppunum er oft skipt í tvær ættkvíslir, Helvella og Verpa. Hjá þeirri síðarnefndu er hatturinn með öfugu skálformi, þ. e. klukku- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÚra 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.