Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 17

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 17
Um Samuel Beckett Samuel Beckett er af írsku bergi brotinn, fæddur í Dyflinni 1906. Árin 1928—30 var hann lektor í enskri tungu og bókmenntum við Éccle Normale Supérieure í París, og mun hann á þeim árum hafa kynnzt landa sínum James Joyce. 1930—31 dvelst hann á ný í Dyflinni cg kennir þar frönsku við Trinity College, og á árunum 1930—1953 koma út eftir hann nokkur verk á ensku; tvær ljóða- bækur, ritgerð um franska skáldið Marcel Proust, smásagnasafn og skáldsögurnar Murphy (1938) og Watt (1953). Einnig hefur hann ritað á ensku útvarpsleikritið All That Fall. Þó er Beckett kunnari af verkum sínum á öðru máli. Hann sezt að í París árið 1938, og sjö árum síðar tekur hann að skrifa á frönsku. 1951 koma út eftir hann skáldsögurnar Molloy og Malone meurt og tveimur árum síðar skáld- sagan L’Innomable. Leikritið En attendant Godot (prentað 1952, fyrst leikið í París 1953) aflaði höfundi sínum skjótlega heimsfrægðar og hefur nú verið þýtt á fjölmargar þjóð- tungur og leikið víða um lönd. Síðan hafa komið frá hendi Becketts Nouvelles et textes pour rien og leikritið Fin de partie, 1956. Með því verki birrist þátturinn sem hér fer á eftir, Acte sans paroles, en frumsýning á báðum verkunum fór fram á frönsku í London vorið 1957, og var sú sýning síðan tekin upp í París. Hér skal þess ekki freistað að gera nokkra grein fyrir skáldsögum Becketts, enda hin óað- gengilegustu verk og höfundurinn kunnastur fyrir leikrit sín. Samuel Beckett hefur verið skipað í flokk með hinum svonefndu absurdistum ásamt höf- undum eins og rúmenanum Ionescu og rúss- DAGSKRÁ anum Adamov, en báðir rita þeir á frönsku eins og Beckett. Höfundar þessir eru um marga hluti ólíkir, en öllum er þeim sameiginlegt að þeir leita nýrra leiða til dramatískrar tjáning- ar, svo ólíkra allri raunsærri hefð að fjar- stæðukennt hefur þótt. Þar af nafngiftin — théatre absurde. Enginn má þó skilja þetta svo að þessir höfundar hafi stokkið alskapaðir úr höfði Seifs; að sjálfsögðu hafa einnig þeir tekið við arfleifð fyrirrennara sinna, verk þeirra eru stig í þróun evrópskrar leikritunar. Beckett er orðfár höfundur, honum er ljóst hve orðið nær skammt til skilnings manna í milli. Engu að síður er hann nauðbeygður til að sjá sig í orðum, persónurnar í verkum hans eiga vissulega samstöðu en þær leita í örvæntingu að orðum er megni að tengja þær innbyrðis, skapa gagnkvæman skilning; lesand- inn — áhorfandinn skynjar jafnvel að hin sama örvænting knýr Beckett til að skrifa. En orðin sem hann velur vega þeim mun þyngra á metunum. Orðlist Becketts er af- stæð; samtölin í leikritum hans eru ólík því sem maður á að venjast í dramatískri bygg- ingu leikrita, hann beitir táknmyndum og lík- ingum sem minna á nútímaljóðið. Þar við bætist að leikrit Becketts eru ekki rík að ytri atburðum, og dramatísk átök í eiginlegri merkingu eru þar fá. Eigi að síður eru þau gædd stígandi sem fá önnur; með einföldum en sterkum aðferðum tekst honum að grípa áhorfandann og halda hug hans föstum tök- um. Höfuðpersónur í En attendant Godot (Beð- ið eftir Godot) eru tveir flækingar, Vladimir og Estragon, Didi og Gogo. Þeir bíða eftir Godot, en af honum sézt hvorki haus né sporð- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.