Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 57

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 57
Þórhallur Þorgilsson: Albert Camus og Sísýfosar- goðsögnin Albert Camus er fæddur 7. nóvem- ber 1913 í Mondovi, einni af þessum borgum í Alsír, sem risið hafa og dafn- að fyrir atorku hinna frönsku íbúa og eru tengdar móðurlandinu svo sterk- um ættarböndum, að þær virðast jafnvel franskari en Marseille. Faðir hans var ættaður frá Elsass, stundaði handverk og algenga sveita- vinnu, hann féll í fyrri Marne-orrust- unni. Móðirin, spænsk að þjóðemi, sá fjölskyldunni farborða með því að taka að sér þá vinnu, sem til féll. Camus varð líka sjálfur í uppvext- inum að hjálpa til við öflun tekna handa heimilinu og stundaði hann ýmiskonar daglauna- og íhlaupastörf jafnframt skólanámi, einnig á há- skólaárunum. Honum verður annars tíðrætt um kynni sin af fátæktinni, sem aldrei mun þó hafa verið tiltak- anlega sár, og Sartre, sem einu sinni var vinur hans mikill, telur hann ekki hafa af neinu að státa í því sam- bandi: — Það má vera, að þér hafið ver- ið fátækur, en þér eruð það ekki leng- ur; nú erað þér burgeis, eins og við DAGSKRÁ hinir . . . Og fátæktin hefur ekki falið yður neitt sérstakt umboð . . . Erfiðisvinnan hafði síður en svo lamandi áhrif á námsþrek hans, þvert á móti átti hann starfsorku aflögu til kappsamrar þátttöku í íþróttalífi stúdenta eftir að hann settist í há- skólann í Algeirsborg, þar sem hon- um sóttist greiðlega námið. Einn kennara hans í heimspekideildinni var Jean Grenier, maður, sem að veru- legu leyti mótaði skoðanir hans og glæddi hjá honum áhuga og aðdáun á öndvegisritum forngrískra bók- menta. Ritgerð hans til meistara- prófs fjallaði um heilagan Ágústínus og Plótínus hinn nýplatónska og kenningar, sem ollu mestu róti í huga hans. Um þær mundir háði hann aðra baráttu. Hann var þungt hald- inn af berklum um skeið, en hefur tekist að vinna bug á þeim sjúk- dómi. — Eg er ekki snefill af heimspek- ingi, segir Camus, mér er aðeins hug- leikið að vita, hvernig manni ber að lifa lífinu. Hann leggur sem sé áherslu á, að siðræn sjónarmið skipti meira 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.