Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 5
Ólafur Jónsson: í draumi sérhvers manns ...? Noklcrar athugasemdir um Ijóð Steins Steinars Steinn Steinarr var fyrst og fremst heimspekilegt skáld. Nú er þetta eng- inn nýr fróðleikur: segja má að allur skáldskapur sé af heimspekilegum toga spunninn. Þar fyrir á þessi um- sögn við um Stein mörgum öðrum fremur. Þótt greina mœtti kveðskap hans i ýmsa flokka ef um væri hirt (ádeiluljóð, gamankvæði, ástaljóð, verkalýðskveðskap o. s. frv.) dylst ekki að tilvera sjálfs hans og rök lienn- ar eru honum hugstæðust yrkisefni, vandi sem hann veltir fyrir sér allan skáldferil sinn. Steinn er mikill tímamótamaður í íslenzkum bókmenntum. Hann yrkir fyrstu kvæði sín á tímum kreppu og atvinnuleysis, síðan tekur við styrj- öld og stríðsgróði, og síðustu ljóð sín yrkir hann á öld kjarnorku og kalds stríðs. Um hans daga verður meiri þjóðfélagsbylting með íslendingum en nokkru sinni fyrr, þar sem allt líf þjóðarinnar, atvinnuhættir og menn- ing tekur stakkaskiptum, er í deiglu nýrra áhrifa og aðstæðna, — og er óþarft að setja hér margorða lýsingu þess umróts. Steinn er af þeirri kyn- DAGSKRÁ slóð sem lifir mesta þessa bylting, fæddur í sveit en elur aldur sinn lengstaf í Reykjavík þar sem íslenzk menning er að taka nýjan svip. Og líf og list þess fólks er slíka tíma lifir hlýtur að markast öðrum dráttum en á tímum kyrrstöðu og atburðaleysis, þjóðfélagsumrót og umrót í listum eru fylgifiskar. Hér varð Steinn forgöngu- maður nýrra tíma í ljóðlist, óhræddur við að leita á nýjar brautir í list sinni, tilraunamaður í sífelldri leit skilnings á sjálfum sér og samtíma sínum. Nútíðarmenning íslendinga er enn í deiglu, fátt þar með stöðugum hætti. Þessarar upplausnar hefur ekki sízt gætt í ljóðlist hinna síðari ára, flest ]>að sem þar hefur komið fram at- hyglisvert verið með nýjum og ný- stárlegum hætti, enda um fátt verið þrasað af meiri lyst. Hér var Steinn Steinarr löugum í eldlínu, talinn æðstiprestur atómskálda og verk hans dæmigerð um öfugþróun íslenzkrar ljóðagerðar. Slíkar kenningar eru nú ekki lengur hafðar uppi, en víst er um það að Steinn hefur orðið ungum 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.