Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 60

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 60
Jónas Pálsson: Nöldur Nýtt Island — gömul og ný viðhorf Eitt sinn heyrði ég sögu af 10—12 ára gömlum sveitadreng. Hann bjó við fremur þröngan kost eins og þorri Islendinga á árunum eftir heims- kreppuna 1930, þegar saga þessi gerð- ist. Draumurinn og ævintýrið skip- uðu þá enn mikið rúm í hugum ung- linga og raunar hinna fullorðnu líka. Vcrklegar framfarir voru þó hafnar og ríkisskuldir munu hafa verið ná- lægt 100 milljónum og þótti mikið. Og draumur drengsins var sá að fara til framandi landa, verða þar auðug- ur maður, en hverfa síðan heim til Islands og borga ríkisskuldir fóstur- jarðarinnar. I. Segja má að saga hins nýja íslands hefjist 1940, þegar einangrun landsins var endanlega rofin fvrir tilstilli tækni og styrjaldar. Þá hefst að marki sú atvinnubylting, sem á rætur sínar í tækniþróun síðustu alda og verk- skiptingu. Aldagömul stéttaskipan riðlaðist og fjöldi nýrra starfsgreina varð til. Borgarastéttin cfldist, en fólki fækkaði að sama skapi í sveit- um. Fólksflutningarnir til bæjanna og þeirra staða, þar sem æðar atvinnu- lífsins slógu örast, kröfðust mikillar fjárfestingar í húsum og mannvirkj- um. Uppbygging nýtízku atvinnu- greina eða hinna eldri með nýju sniði, útheimti einnig stórfellda fjárfest- ingu. Fjárins hefur að nokkru verið aflað með eigin vinnu og framleiðslu landsmanna, en sennilega þó meira fengizt scm bein og óbein leiga fyrir afnot erlendra manna af landinu í hernaðartilgangi, sem er í litlu eða engu samhengi við tilveru og menn- ingu fólksins. Og svo liafa ríkisskuld- irnar aukizt. II. Menningu þjóðar (culture) má skil- greina sem öll efnisleg tæki, kunn- áttu og hæfni einstaklinganna í heild, er þeir beita til að fullnægja lífsþörf- um sínum, svo og félagslegum og and- legum kröfum. Ef mælikvarði, sá sem venjulega er notaður til að ákvarða, hvort tiltek- ið menningarsamfélag sé í flokki sið- menntaðra (civilised) þjóða eða frum- stæðra, er lagður á íslenzka menn- ingu eins og hún var um aldir, verð- ur niðurstaðan nokkuð sundurleit. Fimm atriði eru oftast notuð í þessu skyni. 58 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.