Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 10

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 10
Sr. Sigurbjörn Einarsson, prófessor: Gerzkir stjórnarhœttir Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur liafði áforniað að lialda umræðufund í vor um framandi stjórnarhætti. Af óviðráð- anlegum ástæðum gat ekki oröið af þessum fundi. Fram- sögumaður var ráðinn Sigurbjörn Einarsson, prófessor. Fór ritstjóri Félagsbréfs þess á leit við prófessor Sigurbjörn, að liann léti framsöguerindi sitt í té til birtingar og varð hann góðfúslega við þeirri málaleitan. I. Undir aldamótin 1800 sagði Jóhann Gottfried Herder, að það sé eðli og liáttur stjórnmála að fara með manneskjuna sem tæki, verkfæri, en frá sjónarmiði siðgæðis sé liún markmið. Bylting framtíðarinnar muni verða sú, að siðgæðið sigri pólitíkina. Þessi góða spá myndi nú, eftir 150 ár, þykjaeftirminnilegustsemfynd- in öfugmæli og þó grátt gamanið. Pólitískt siðleysi á liæsta stigi, og fer- lega vaxið liefur sett sín loppuför á sögu vorra tíma og sjaldan hefur mannkynið komizt í kynni við stjórnarliáttu, sem væru frainandlegri og andstæðari frumlægustu siðgæðiskröfum. Þetta hefur vaxið upp í gömlu Evrópu, það liefur sogið næringu úr borgaralegum erfðumvestrænumog fitað sig á félagslegum löstum og misfellum. Það liefur með tilstvrk þraut- skipulagðra flokka — aldrei meirihlutaflokka að vísu, en nægilega öflugra samt — náð öllum tökum á stórum og fjöhnennum þjóðlönd- um, þar á meðal um skeið á einni glæsilegustu menningarþjóð livítri, Þjóðverjum. Siðleysið í stjórnarliáttum nazista var svo yfirnátturlegt, að raunsær umheimur fékk sig ekki til þess að trúa að satt væri frá því sagt, fyrri en á var þreifað. Meiri hula liefur livílt yfir stjórnar- liáttum í þeiin löndum, þar sem kommúnistar liafa náð völdum, en þó var það frá upphafi á vitorði allra, sem ekki voru sjálfir liylltir af kommúnísku valdi, að þar var yfirleitt liin versta harðstjórn, grimmt gjörræði, einræði eða flokksklíkuveldi, sem einskis sveifst. Nú liafa austræn stjórnarvöld játað sjálf vissum staðreyndum um stjórnarliáttu og þar með sjálf skrifað undir þá hörðu dóma, sem kveðnir liafa verið upp yfir þeim í vestrænum lýðræðisríkjum og

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.