Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.07.1956, Blaðsíða 47
Frá Bókafélaginu Annað starfsár Almenna bókafé- lagsins hefst með útkomu þessa Fé- lagsbréfs og bóka þeirra, sem því eru samferða. Til þessa hafa margir verið í vafa um, hvernig til kynni að takast um val útgáfubóka og önnur störf fé- lagsins. Sjálfsagt verða skoðanir enn skiptar um ágæti félagsins, bóka þess og annarra verka, en héðan í frá ættu skoðanir manna ekki að þurfa að byggjast á neinum getsökum, verkin sýna merkin. Félagsbækurnar fyrir árið 1957 eru þessar: Eldur í Heklu, myndabók með for- mála og skýringum dr. Sigurðar Þórarinssonar. Nytsamur sakleysingi eftir NorS- manninn Otto Larsen í þýðingu GuS- mundar Gíslasonar Hagalín. Smásögur eftir William Faulkner. Kristján Karlsson hefur þýtt sög- umar og ritað formála um höfund- inn. Ævisaga Jóns biskups Yídalín eftir séra Arna heitinn Sigurðsson og próf. Magnús Má Lárusson. Frelsið eða dauðann eftir Nikos Kazantzakis í þýSingu Skúla Bjark- an. Þrjár hinar fyrst töldu af fé- lagsbókunum koma út meS þessu bréfi, en liinar tvær síðari hluta vetrar. Ráðgert er, að þeim fylgi einnig hefti af Félagsbréfinu. Að þessu sinni koma út tvær auka- bækur, Tíu smásögur eftir Jakob Thorarensen. Er það önnur bókin í „gula flokki Bókafélagsins", en sú fyrsta var Sögur Þóris Bergssonar. Ilin aukabókin er Fólkungatréð eftir Verner von Heidenstam, sem Friðrik Asmundsson Brekkan þýSir. Síðar á því starfsári, sem nú er að hefjast, verða væntanlega gefnar út 3—4 aukabækur. Gera má ráð fyrir, að aukabæk- urnar verði aSeins á boSstólum skamman tíma, því að upplög þeirra eru mjög takmörkuð. Þannig eru Sögur eftir Þóri Bergsson nú upp- seldar og aðeins örfá eintök eftir af Islandi. Bókmenntaráð Almenna bókafé- lagsins hefur þegar unnið mikiS starf viS undirbúning að vali útgáfu- bóka fyrir árið 1958, en ákvarðanir í því efni verða ku.mgerðar síSar á þessum vetri. Þá hefur í stjóm félagsins og bókmenntaráði verið rætt um ýmsa nýbreytni í störfum félagsins, sem enn er þó ekki tímabært að skýra frá opinberlega, en margt af því, sem nú er á prjónunum, mun vekja verS- skuldaða athygli.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.