Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 59
FELAGSBREF 57 þcir lifðu í. Á íslandi var frá upphafi hreinræktað bændaþjóðfclag. Þetta cr grundvallaratriði til skilnings á sögu íslenzkrar listar. Enda hafi verkefni listamanna verið hér af skornum skammti og tækifærin fá til listiðkana. Samt hafi hér þróazt merkileg alþýðu- list, sem beri séreinkenni þeirrar þjóðar, sem skóp listaverkin. Þó hafi hér áreið- anlega starfað menn, sem með nokkrum sanni megi telja að hafi verið lærðir listamenn, og haft iþrótt sfna sem aðal- atvinnu. Það hafi verið kirkjurnar, hér eins og annars staðar, sem liafi lagt fram drýgstu verkefnin. Kirkjan hafi haft fjármagn og getað kosið sér hið bezta. Þannig hafi kirkjurnar verið einu listasöfnin fyrr á tímum, og orðið hvatn- ing til listiðkana. í þcssum formála er víða komið við. Finn ég ekki ástæðu til að rekja meir hér, en vil með þessum línum fyrst og frcmst bcnda á þessa merkilegu bók, sem er með myndunum og hinum ágæt- lega ritaða formála hennar, gott innlegg í íslenzka listsögu, sem er alltof lítið þekkt. Vonandi verður framhald á út- gáfu slíkra bóka. Jón Þorleifsson. * GuSmundur BöSvarsson: ®YK I VEGCIIVW Heimskringla — 1958. Skáldið á Kirkjuhóli á sér einna þýð- a6ta og ljúfasta ljóðhörpu allra Islend- inga. Nú hefur hann langað til að grípa til fleiri hljóðfæra, eins og margan hend- lr, og hefur nú gefið út sína fyrstu skáldsögu. Sagan segir frá misheppnuðum lista- manni, sem nýtur sin ekki i lífinu og þolir ekki þau örlög; hann bognar fyrir þunga mótgangsöldunnar og bilast á geði og er sendur á Klepp. Höfundur lætur lesandann þó í nokkrum vafa um, hvort sögumaður sé í raun og veru geðbilaður eða livort vitfirringunni sé logið á liann af skilningssnauðum samferðamönnum. Getur þetta skipt miklu, þegar dæma á um söguna. En við nána alliugun lilýtur vitfirringin að vera ósvikin, og er sá kosturinn betri fyrir höfundinn og sög- una, og ber tvennt til, að ég hallast að þeirri skoðuninni. Viðhrögð Gunna þeg- ar hann ræðst á tengdamóður sina og óráðsþvættingurinn, sem hann lætur þá út úr sér, hljóta að vera óðs manns æði. Sagan yrði auk þess reyfaralegri en gott væri, ef vitfirringin ætti að vera álygar einar. í fljótu bragði mætti virðast, að það, scm lamar sálarlíf söguhetjunnar svona hrapallega, væri kúgun sú og yfirgangs- semi, sem tcngdamóðir hans sýnir hon- um. En svo er þó ekki, hún er aðeins tæki í hendi illra örlaga. Rætur ógæf- unnar standa dýpra. Hún stafar að vísu að' verulegu leyti af þröngu og skiln- ingssnauðu umhverfi listamann6ins. En meinið liggur eigi síður í eðli lista- mannsins sjálfs. Hann skortir þrek til að standa undir hárri og erfiðri köllun listar sinnar, en auk þess gerir hann sér hana tæplega ljósa. Þegar þar við bæt- ist, að þröngsýni og smáborgaraháttur þrengja að honum á allar hliðar, brest- ur hann og mótstöðuafl að fullu. Ekki er því að leyna, að höfundurinn heggur á hnútinn, en leysir liann ekki. Mér sýnist geðbilunin vera hálfgerð vandræðalausn, en það er ekki mitt hlut- verk né annarra að yrkja söguna upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.