Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						 LEIÐIN TIL HOLLUSTU

Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur 

sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru 

Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. 

www.skyr.is

H

V

ÍT

A

 H

Ú

S

IÐ

 /

 S

ÍA

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Léttskýjað og hægur 

vindur, fremur miLt. 

höfuðborgarsvæðið: A-golA 

og sólríkt. 

víðast bjartviðri eða heiðríkja og hægur 

vindur. hiti að deginum, en næturfrost. 

höfuðborgarsvæðið: skýjAð með 

köflum, en þurrt. 

enn nánast heiðríkt um Land aLLt.  

hLýtt í sóLinni, en kóLnar á nóttunni. 

höfuðborgarsvæðið: sól og meiri sól.  

Hiti Allt Að 7 til 8 stig.

Loks sól og vorblíða

Bless vetur og velkomið vor ! þó við 

vitum vel að vorkoman sé skrykkjótt 

og ekkert víst um veðráttuna næstu 

vikur mun tíðin um helgina minna á 

vorið. Hæðarsvæði verður viðloðandi 

við landi og vindur hægur, en 

A-átt með suðurströndinni. 

Að heita má þurrt um land 

allt og lítið um ský, víða 

heiðríkja. Hiti þetta 4 til 

7 stig yfir hádaginn, en 

næturfrost og eins frost 

á hálendinu. frábær 

skíðahelgi í vændum!

5

3 3

5

4

4

2 2 -1

5

6

3 1

1

6

einar sveinbjörnsson

vedurvaktin@vedurvaktin.is

heimildarmynd um stúlkur í ?ástandinu?

Alma ómarsdóttir, fréttamaður á rÚV, 

er að leggja lokahönd á heimildarmynd 

sem fjallar um íslenskar stúlkur á tímum 

hernámsins á íslandi, með sérstaka 

áherslu á aðgerðir yfirvalda gegn þeim 

stúlkum sem umgengust hermenn. þar 

sem hana skortir fjármagn til að ljúka 

gerð myndarinnar óskar hún eftir fjár-

stuðningi í gegnum karolinafund þar 

sem verkefnið kallast sviptar sjálfræði/

the situation girls. þeir sem heita jafn-

gildi 15 evra fá niðurhal af myndinni og 

þakkarpóst en þeir sem heita 100 evrum 

fá auk þess boð í frumsýningarpartí, 

þakkir á kreditlista og DVD-disk með 

myndinni.

Á síðasta ári gerði Alma heimildamynd-

ina ?Maður verður að vera flottur/

You have to look good? sem var sýnd á 

reykjavík shorts & Docs þar sem hún 

hlaut góðar viðtökur og hefur verið 

valin til að taka þátt í Alþjóðlegri kvik-

myndahátíð kvenna, Wiff, í vor. -eh

fatlaðir fá þjónustu 

í reykjavík vegna 

verkfalls 

Borgarráð reykjavíkur hefur ákveðið að 

veita sérstaka tímabundna þjónustu við 

fatlaða framhaldskólanemendur vegna 

verkfalls í framhaldsskólum.

öryrkjabandalag íslands fagnar ákvörðun 

borgarráðs og hvetur önnur sveitarfélög 

til að fylgja fordæminu. fatlaðir nemendur 

séu sérstaklega viðkvæmir fyrir verkfallinu 

því margir þeirra þurfi stöðuga þjónustu 

og eigi lítið eða ekkert félagslegt net utan 

skólans.

7.700 án atvinnu 

í febrúar

7.700 landsmenn voru án vinnu og í 

atvinnuleit í febrúarmánuði, að sögn Hag-

stofunnar. það jafngildir 4,2% atvinnuleysi. 

Atvinnuleysi var 4,6% hjá körlum en 3,9% 

hjá konum. 

í febrúar voru 173.700 manns við störf á 

íslenskum vinnumarkaði og er atvinnuþátt-

taka talin 79,1% en hlutfall starfandi 75,7% 

og er þá miðað við fjölda landsmanna 

á aldrinum 16-74 ára sem eru 229.300 

talsins. 91.600 karlar en 82.100 konur eru 

á vinnumarkaði. Hins vegar eru 48.000 

landsmenn á aldrinum 16-74 ára utan 

vinnumarkaðar, 19.700 karlar en 28.300 

konur. í þeim hópi eru m.a. allir þeir sem 

eru í fullu námi. -pg

s amfélags- og hönnunar-verkefnið Edengarðar Íslands er hugmynda-

fræði sem gengur út á að Ís-

land verði sjálfbært með því 

að nota ódýru orkuna okkar 

til að framleiða matvæli á 

borð við ávexti og grænmeti, 

og þróa sjálfbæran iðnað með 

framleiðslu á iðnaðarhampi,? 

segir Pálmi Einarsson iðn-

hönnuður og oddviti Pírata 

í Kópavogi. Hugmyndina að 

Edengörðum fékk Pálmi áður en hann 

gekk til liðs við Pírata, þegar hann 

heyrði fréttir af samningaviðræðum um 

ódýra orku vegna kísilvers á Bakka. ?Við 

höfum allt of lengi selt orkuna okkar á 

heildsöluverði til erlendra fjárfesta og 

þrátt fyrir að störf hafi skapast í stóriðju 

hefur fólkið í landinu ekki grætt á þessu. 

Í Edengörðum gætum við ræktað okk-

ar eigin matvæli í upphituðum gróður-

húsum, skapað fjölda starfa og fengið 

matvælin sem arð,? segir hann en upp-

haflega sá hann fyrir sér að fyrsta gróð-

urhúsið gæti verið reist á Bakka í stað 

kísilversins.

Pálmi er fyrrverandi þróunarstjóri 

Össurar hf, hefur hátt í 20 ára reynslu 

af því að hanna sínar eigin hugmyndir 

og koma á markað, og í dag heldur hann 

fyrirlestur í tengslum við Hönnunar-

Mars á Grand Hótel þar sem hann kynn-

ir hugmyndina að baki Edengörðum. Þá 

segir hann að Píratar í Kópavogi munu 

halda hugmyndafræðinni á lofti auk þess 

sem hún hafi fengi jákvæðar undirtektir 

hjá Pírötum í Reykjavík og Hafnarfirði. 

Pálmi segir að mikill meirihluti græn-

metis og ávaxta sem selt er á Ís-

landi sé innflutt, jafnvel ekki í 

góðu ásigkomulagi, og að útgjöld 

heimila til matvæla myndu lækka 

ef hægt væri að framleiða það allt 

hér í gróðurhúsum sem ganga 

fyrir ódýrri orku. Þá leggur hann 

til að Edengarðar fái bændur í lið 

með sér til að framleiða iðnaðar-

hamp til framleiðslu á einnota 

vörum sem ferðamenn og land-

menn nota í stórum stíl, svo sem 

einnnota diska, bolla og poka. 

?Iðnaðarhampur er fjölhæf planta sem 

meðal annars má framleiða úr prótein, 

pappír, ethanol til brennslu á díselvélum 

og snyrtivörur,? segir hann. 

Hugmynd Pálma er að sveitarfélög 

landsins fjármagni og fjárfesti í upp-

byggingunni, og segir hann að nokk-

ur sveitarfélög hafi þegar sýnt verk-

efninu áhuga. ?Þetta er samfélagslegt 

verkefni og yrði framleiðslan í eigu 

fólksins í landinu, í eigu f jöldans. 

Rekstrarfyrirkomulagið yrði svipað 

og í því sem gengur og gerist í einka-

fyrirtækjum í dag, en í þessu tilfelli 

gætu allir sem vildu tekið þátt í gegn 

um opið rekstrarfyrirkomulag á Net-

inu.? Pálmi segir Edengarða alls enga 

draumsýn heldur vera afar raunhæft 

verkefni og meira að segja væri hægt 

að koma þeim í gang á einu ári. ?Það 

er fljótlegt að byggja gróðurhús og ef 

bændur sá hampi að vori kemur upp-

skeran að hausti. Þetta þarf ekki að 

taka langan tíma.?

erla hlynsdóttir

erla@frettatiminn.is 

? sjálFbærni Pálmi einarsson kynnir edengarða á Hönnunarmars

Sjálfbærir Edengarðar

edengarðar íslands er samfélags- og hönnunarverkefni sem miðar að því að ísland verði sjálf-

bært og hér verði ræktað allt grænmeti og ávextir í upphituðum gróðurhúsum í stað þess að 

nýta ódýra orkuna í stóriðju. Pálmi einarsson iðnhönnuður segir verkefnið enga draumsýn og að 

kominn sé tími til að fólkið í landinu njóti arðs af orkunni. 

 Í Eden-

görðum 

gætum við 

ræktað 

okkar eigin 

matvæli í 

upphituð-

um gróður-

húsum, 

skapað 

fjölda 

starfa og 

fengið mat-

vælin sem 

arð.

Pálmi einarsson 

iðnhönnuður

Pálmi sér edengarða fyrir sér sem upphituð kúlulaga gróðurhús sem tengist öðrum kúlulaga byggingum þar sem meðal annar 

væri rannsóknarmiðstöð, íbúðir fyrir starfsfólk, ráðstefnusalir og lager. garðarnir gætu verið víðs vegar um landið.

 Tölvugerð mynd. 

4 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60