Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Brennidepill

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Brennidepill

						Sameining sveitar-

félaga skiptir máli

Hermann Sæmundsson

deildarsérfræöingur í

félagsmálaráðuneytinu.

B.A. í stjórnmálafræöi

fráH.f. 1991. Kandi-

datspróf í stjórnmála-

fræði frá hásJióJanum í

Árósum 1996.

Efni lokaritgerðar:

Sjálfstæði sveitarfélaga

á íslandi.

I. Sveitarfélögum fækkar

þrátt fyrir allt

Sameining sveitarfélaga hefur verið tals-

vert til umræðu hér á landi síðustu árin.

Einsogkunnugtervaráárinu 1993 ráðist

í mikið átak til að sameina sveitarfélögin

og fækka þeim verulega með það að mark-

miði, að efla þetta stjdrnsýslustig og flytja

til þess fleiri verkefni.1 Árangur af átakinu

var ekki eins mikill og menn vonuðust eft-

ir þrátt fyrir umtalsverða undirbúnings-

vinnu og kynningu meðal sveitarstjórnar-

manna og almennings. Aðeins ein tillaga

um sameingu var samþykkt af 32. Ýmis-

legt getur skýrt þá afleitu útkomu, en ekki

síst hefur verið bent á að of geyst hafi ver-

ið farið í þessum efnum og að ríkisvaldið

hafi gengið of beint til leiks í máli, sem

eingöngu varðar málefni sveitarfélaga.

Hins vegar er því ekki að neita, að óbein

áhrif af sameiningarátakinu hafa verið

nokkur og til að mynda hefur sveitarfélög-

um fækkað frá 1993 um ein 30, sem verð-

ur að tefjast veruleg fækkun í fjósi þess,

hver þróunin hefur verið á þessari öld.2

Með sömu augum má líta á þann mikla

sameiningarhug, er nú ríður yfir víða um

land, sbr. grein Hólmfríðar Sveinsdóttur

hér að framan. En fleiri þættir hafa þó

einnig áhrif á áhuga sveitarstjórnar-

manna fyrir sameiningu í dag og vil ég í

því sambandi einkum benda á tvo þætti.

í fyrsta lagi hefur flutningur grunn-

skólans frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst

1996 haft veruleg áhrif í þá átt að auka

áhuga sveitarstjómarmanna fyrir samein-

ingu sveitarfélaga.3 Flutningur þessa

verkefnis hefur án efa vakið marga til um-

hugsunar um þau vandamál, sem kunna

að tengjast því að mjög fámenn sveitarfé-

lög taki við umfangsmikilum og kostnað-

arsómum verkefnum.

í öðru lagi hefur það einnig ýtt við

áhuga manna fyrir sameiningu sveitarfé-

laga að enn frekar er rætt um að flytja

verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Nú þegar

hefur verið hafist handa við að flytja mál-

efni fatlaðra að öllu leyti til sveitarfélaga

og stefnt er að því, að sá flutningur fari

fram í upphafi árs 1999.4 1 dag annast

sveitarfélög eingöngu ákveðna þætti þjón-

ustunnar við fatlaða, svo sem heimilis-

hjálp og ferliþjónustu, en stærstur hluti

verkefnisins er í höndum ríkisvaldsins.

Það er því Ijóst að með tilfærslu verkefnis-

ins mun enn frekar reyna á getu sveitar-

stjórnarkerfisins til að standa undir

vandasömu verkefni og margir sveitar-

stjórnarmenn vilja búa sín sveitarfélög

undir þá yfirfærslu með sameiningu við

önnur.5

Samkvæmt ofangreindu má búast við

að sveitarfélögum eigi eftir að fækka enn

frekar á íslandi á næstu árum þrátt fyrir

að ekki sé um bein afskipti löggjafarvalds-

ins eða hins opinbera á þessu sviði að

ræða eins og var árið 1993.6 Það almenna

viðhorf hefur einnig verið ríkjandi, bæði

af hálfu hins opinbera og samtaka sveitar-

félaga, að löggjafarvaldið eigi ekki að

knýja fram sameiningu og árangursríkara

sé að íbúar viðkomandi sveitarfélaga

ákveði slfkt sjálfir.7 Engin breyting virðist

í sjónmáli á þeirri stefnu. Sameining 11

sveitarfélaga í Skagafirði nú fyrir

skemmstu og þriggja sveitarfélaga á Aust-

fjörðum gefur hins vegar miklar vænting-

ar um að framhald verði á sameiningu

sveitarfélaga og að fjöldi sveitarfélaga geti

verið kominn undir eitthundrað um alda-

mótin.

II. Hvers vegna á að sameina

sveitarfélög á fslandi?

Hér á eftir verður þó ekki frekar spáð fyrir

um horfur á sameiningu sveitarfélaga

heldur verður vikið að nokkrum atriðum,

sem telja má röksemdir fyrir sameiningu

sveitarfélaga hér á landi. Mest áhersla

verður þó lögð á fyrstu tvö atriðin, en það

er annars vegar samhengið á milli stærð-

ar og skilvirkni stjórnsýslu sveitarfélaga

og hins vegar á milli stærðar og flutnings

fleiri verkefna til þeirra.

A. Stærri sveitarfélög búa við

faglegri yfirstjórn

Stjórnsýslan er mikilvægur þáttur í rekstri

hvers sveitarfélags og því skiptir umgjörð

hennar og skipulag máli. Öflugri stjórn-

sýsla, t.d. hvað menntun starfsmanna

varðar, reynslu þeirra og fjölda, er ávísun

á meiri skilvirkni og getu við úrlausn

verkefna, að minnsta kosti í tvennskonar

samhengi: í fyrsta lagi er öflug stjórnsýsla

mikilvægt atriði gagnvart innri málum

sveitarfélags, ekki síst með tilliti til fjár-

hagslegrar afkomu og daglegs reksturs.

Vert er í þessu sambandi að benda á grein

eftir Karl Björnsson, bæjarstjóra á Sel-

fossi, í tímaritinu Sveitarstjórnarmál. Þar

bendir hann á að þjónustusamningar og

alútboð séu árangursrík tæki varðandi

fjármál sveitarfélaga, en að beiting slíkra

tækja krefjist hins vegar „reynslumikilla

og helst vel menntaðra stjómenda sveitar-

félaga".8

í öðru lagi skiptir öflug og fagleg

stjórnsýsla máli gagnvart ytra umhverfi

sveitarfélaganna, bæði varðandi sam-

skipti við önnur sveitarfélög og hags-

munasamtök, en ekki síst varðandi sam-

skipti við ríkisvaldið. Sveitarfélag sem býr

við veikburða stjómsýslu á þannig erfið-

ara með að reka sjálfstæða pólitík gagn-

vart umhverfi sínu eða leysa með viðun-

andi hætti verkefni sín. Hvort tveggja eyk-

ur líkurnar á afskiptum annarra, t.d. ríkis-

valdsins, af málefnum sveitarfélags og

dregurþar af leiðandi úr sjálfstæði þess.9

Almennt séð eru stærri sveitarfélög

líklegri til að búa við öflugri stjómsýslu en

minni,10 og það á ekki síst við hér á Is-

landi, þar sem mikill breytileiki ríkir varð-

andi gerð og umfang stjórnsýslu sveitarfé-

laga." Hin stærri sveitarfélög hafa náð að

byggja upp öfluga og faglega stjórnsýslu

en stjórnsýsla minni sveitarfélaga, t.d.

með færri en 400 íbúa, er varla saman-

burðarhæf í því sambandi. Þessi sveitarfé-

lög eru heldur ekki skyldug skv. sveitar-

stjómarlögum (nr. 8/1986) til að ráða sér

framkvæmdastjóra og því hefur oddvitinn

með höndum daglegan rekstur. Tóluvert

er þd um að fámennari sveitarfélög hafi

valið að ráða til sín sérstakan fram-

kvæmdastjóra, einkum á það við um

minni þéttbýlisstaði. Með öðrum orðum

er starfslið í stjórnsýslu þessara minnstu

sveitarfélaga á íslandi fáliðað og almennt

séð er stjdrnsýslan veikburða. Slík sveitar-

félög eru hins vegar nokkur meirihluti

sveitarfélaga á íslandi, eða tæplega Vj

hlutar, því þann 1. des. 1997 voru 107

Brennidepiii

l.tbl. 1998

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24