Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 51
SVEITARSTJÓRNARMÁL 47 TILKYNNING um endurnýjun umsókna um lífeyri frá almannatryggingunum. Yfirstandandi bótatímabil aknannatrygginganna er útrunnið hinn 30. júní n. k. Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1948 og stendur yfir til 30. júní 1949. Samkvæmt al- mannatryggingarlögunum skal endurnýja fyrir hvert einstakt bótatímabil allar um- sóknir um eftirtaldar tegundir bóta: Ellilífeyri og örorkulífeyri, barnalífeyri og fjölskyldubætur, ekknalífeyri og makabætur, örorkustyrki. Ber því öllum þeim, sem njóta framangreindra bóta og óska að njóta þeirra næsta bótatimabil, að sækja á ný um bætur þessar. Umboðsmenn Tryggingastofnunarinnar munu veita umsóknum viðtöku frá 1. maí næstkomandi til loka þess mánaðar. Ber því umsækjendum að hafa skilað umsóknum sínum til umboðsmanna eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Eyðublöð fást hjá umboðs- mönnum. Sérstaklega er áríðandi, að öryrkjar, sem misst hafa 50%—75% starfsorkunnar og sækja um örorkustyrk, skili umsóknum á tilsettum tíma, ella má gera ráð fyrir, að ekki verði unnt að taka umsóknirnar til greina, þar sem upphæð sú, sem nota má í þessu skyni, er fastákveðin. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna, með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknum um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og nýjar umsóknir um líf- eyri, verða afgreiddar af mnboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Reykjavík, 16. apríl 1948. Trvggingastofnun ríkisins. f árslok 1946 var íbúatalan 936. Fjárskipti milli Sauðárkrókskaupstaðar annars vegar og sýslunnar hins vegar, hafa nú farið fram. Var fjárskiptasamn- ingurinn samþykktur af sýslunefnd og bæjarstjórn, og undirritaður 19. septem- ber s. 1. Báðir aðilar eru ákveðnir í því að halda saman hinni gömlu menningarheild Skag- firðinga, þeir vilja eiga og reka sameigin- lega í óskiptilegri sameign: Sjúkrahús, bók- hlöðu og bókasafn, Drangey, Skógræktar- sjóð o. fl., aðeins ákveðin eignahlutföll hvors inn sig. Um framtíð kaupstaðarins er full á- stæða til bjartsýni. Hann liggur vel við samgöngum. Er hann sjálfkjörinn mið- stöð hins stóra og blómlega landbúnaðar- héraðs annars vegar og allra athafna í sambandi við hin auðugu fiskimið er að honum liggja hins vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.