Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 40
36 SVEITARSTJÓRNARMÁL KARL KRISTJÁNSSON: „Þat sama viljum vér af yður hafa, sem vét eigum skilt.” Fjárhagsráð tók til starfa 1947 og lagði í ágúst sama ár þá kvöð, óumsamið, á bæjar- stjóra og oddvita á verzlunarstöðum að fara með umboðsstörf fyrir sig á aðliggjandi verzl- unarsvæðum. Engin ákvæði finnast í lögum, er skylda bæjarstjóra og oddvita til þess að veita Fjárhagsráði umboðsþjónustu. Hitt skal viðurkennt, að sennilega er ekki önnur verkaskipan í þessum viðfangsefnum tiltæki- legri. Fjárhagsráð og allt þjónustulið þess í Reykjavík er launað af ríkinu, svo sem eðli- legt er; þetta er ríkisfyrirtæki. En bæjarstjór- arnir og oddvitamir hafa aftur á móti, — mér vitanlega, — enga krónu fengið greidda frá Fjárhagsráði eða ríkinu fyrir umboðsstörf- in og útlagðan kostnað við þau, svo sem síma-, póst- og ritfangakostnað. Sveitarfélögin hafa orðið að taka á sig allan kostnað af þessari þjónustu við ríkis- fyrirtækið enn sem komið er. Ennfremur að stjóm sambandsins ætti hlut að því, að ríkissjóður greiddi, a. m.k. að nokkru leyti, kostnað við úthlutun skömmtunarvara. Þá lýsti fundurinn óánægju sinni yfir því, að landsþing sambandsins skuli haldið á þeim tíma, er fulltrúar úr sveitum ættu mjög erfitt um að mæta sakir anna. (Útdráttur úr fundargerð.) Þetta hefði kannske mátt þola sem þegn- skyldu, ef öll sveitarfélög hefðu þar hlutfalls- lega svipaða kvöð að inna. En víðs fjarri fer að svo sé. Aðeins þar, sem verzlun er rekin með vörur, sem Fjárhagsráð skammtar, er þessar- ar þjónustu krafizt. Og eitt þvílíkt sveitar- félag er líka algerlega undanskilið. Það er stærsta sveitarfélagið, þar sem mest er verzl- að, — jafnvel meira en fólk í öðrum lands- hlutum telur þjóðfélagslega réttmætt gagn- vart sér, — það er höfuðborgin sjálf, Reykja- vík. Á hana er engar kvaðir eða kostnaður lagð- ur í þessum efnum. Fyrir hennar verzlunarsvæði vinnur hið ríkislaunaða Fjárhagsráð og þjónustuliðið á skrifstofum þess þau störf, sem bæjarstjór- um og oddvitum er falið að annast á öðmm verzlunarstöðum. Þetta ósamræmi, sem sjálfsagt er hagan- legt verklega, útilokar gjörsamlega að hægt sé að leggja umboðsstörfin á sem þegn- skyldu, og gerir óumdeilanlegt, að ríkið á að borga þau. Fyrir ýmis sveitarfélög er hér ekki um smámuni að ræða. Mér telst svo til, að á síðastliðnu ári — árinu 1948 — hafi umrædd störf útheimt hálfs manns vinnu á skrifstofu Húsavíkur- hrepps. Ég sendi f. h. hreppsins Fjárhagsráði í des- ember 1947 reikning um vinnuna á því ári

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.