Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 42
HAFNAMAL 25. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga í Stykkishólmi 25. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga (HS) var haldinn í Stykkishólmi 6. og 7. október 1994. Sturla Böðvarsson, formaður sam- bandsins, setti fundinn og ávörp fluttu Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra og Ellert Kristinsson, for- seti bæjarstjómar Stykkishólmsbæj- ar. Fundarstjórar voru Pétur Agústs- son, formaður hafnarnefndar í Stykkishólmi, og Magnús Stefáns- son, sveitarstjóri í Grundarfirði, en fundarritarar Friðrik Karlsson, þjón- ustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, og Val- garð S. Halldórsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi héraðsnefndar Snæfellinga. Formaður HS, Sturla Böðvarsson, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar og gjaldkerinn, Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, gerði grein fyrir ársreikningum sambandsins og kynnti tillögur um fjárhagsáætlun og árgjald komandi rekstrarárs. Hannes Valdimarsson, hafnar- stjóri í Reykjavík, kynnti tillögu stjómarinnar um að gjaldskrá hafna hækkaði um 3,5% frá 1. janúar 1995 og var sú tillaga samþykkt á fundinum, eftir umfjöllun í gjald- skrámefnd. Ólafur M. Kristinsson, hafnar- stjóri í Vestmannaeyjum, gerði grein fyrir tillögu stjómarinnar um hafnaáætlun og framlög ríkisins til hafnargerðar. Gylfi Isaksson verkfræðingur fylgdi úr hlaði skýrslu er hann hafði tekið saman og lögð var fyrir fund- inn um fjárhag og gjaldskrár hafna. Þórður Ageirsson, forstjóri Fiski- stofu Islands, flutti erindi um sam- starf Fiskistofu og hafnanna. Kristján Pór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafiröi, nýr formaöur. Þjónusta hafnanna viö fiskiskipaflotann A fundinum var sérstakur dag- skrárliður um þjónustu hafnanna við fiskiskipaflotann, hvernig megi bæta hana og hverju breyta. Um það efni fjölluðu Guðmundur Smári Guðmundsson, útgerðarmaður í Grundarfirði, sem fulltrúi Lands- sambands ísl. útgerðarmanna, Bene- dikt Valsson, framkvæmdastjóri Fannanna- og fiskimannasambands Islands, sem fulltrúi sjómannasam- takanna, og Páll Ingólfsson, formað- ur stjórnar Fiskmarkaðar Breiða- fjarðar, frá Samtökum fiskmarkaða. Frá Vita- og hafnamála- stofnun Embættismenn Vita- og hafna- málastofnunar höfðu framsögu um helstu verkefni stofnunarinnar. Her- mann Guðjónsson vita- og hafna- málastjóri kynnti breytingar sem gerðar höfðu verið á skipulagi stofnunarinnar og ný hafnalög. Jón Levy Hilmarsson. forstöðumaður tæknisviðs, fjallaði um undirbúning og útboð framkvæmda á árinu 1994, hafnaáætlun 1995-1998 og um verkefnið „Hafnarþarfir", sem er út- tekt á notkun og ástandi hafna landsins og þeirri aðstöðu sem þær geta boðið viðskiptavinum sínum. Benedikt Arnason, forstöðumaður skrifstofusviðs, ræddi um uppgjör framkvæmda við hafnarmannvirki 1994 og urn hafnabótasjóð. Umræður urðu um öll þessi efni. Ályktanir fundarins • I ályktun var því beint til stjóm- ar Hafnasambandsins að fylgjast vel með þróun tekna af aflagjaldi og stuðla að því að safna og dreifa upp- lýsingum um fiskverð á einstökum landsvæðum og landinu í heild. • Því var beint til stjórnar sam- bandsins að hún afli lögfræðilegs álits á rétti hafnarsjóða til lögveðs og hvaða aðrar leiðir séu færar til að tryggja rétt hafna til að fylga eftir kröfum sínum. • Hafnir eru hvattar til að nýta sér heimildir í lögum til gjaldtöku fyrir afnot mannvirkja og lóða, m.a. með tilliti til aukinnar gámavæðingar. • Því var beint til stjómar sam- bandsins að farið yrði vandlega yfir tillögur nefndar um breytingar á reglugerð um vigtun sjávarafla og nauðsynlegar breytingar gerðar sem tryggi hagsmuni hafna. • Skorað var á Alþingi að tryggja fjárframlög til hafnargerða á gmnd- velli hafnalaga. Hvatt er til þess að hafnaáætlun sé unnin og samþykkt á Alþingi að undangenginni áætlun um hafnarþarfir. Með hafnaáætlun sé stuðlað að stofnun hafnasamlaga og að sameiningu hafnarsjóða, er 1 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.