Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 54
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM 26. aðalfundur SASS haldinn á Selfossi 28. og 29. apríl 1995 Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) 1995 var hald- inn á Hótel Selfossi dagana 28. og 29. apríl sl. Aðalefni fundarins var yfirfærsla grunnskólans til sveitarfé- laganna. Einkum og sér í lagi voru málefni og framtíð fræðsluskrifstof- unnar eftir yfirfærsluna til umræðu og lá skýrsla starfshóps sem starfað hefur á vegum SASS fyrir til um- ræðu á þinginu ásamt tillögum hópsins. Til fundarins kom 61 fulltrúi frá 29 sveitarfélögum á Suðurlandi. Fundarstjórar voru bæjarfulltrú- arnir Steingrímur Ingvarsson og Sigurður Jónsson á Selfossi. Fund- arritarar voru Kjartan Agústsson, oddviti Skeiðahrepps, og Elvar Ey- vindsson, oddviti Austur-Landeyja- hrepps. Starfsskýrslur Olafía Jakobsdóttir, fráfarandi formaður SASS, flutti skýrslu stjómar og gerði grein fyrir verkefn- um hennar á liðnu starfsári. Hún gerði þó málefni grunnskólans sér- staklega að umtalsefni. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að fund- urinn mótaði ákveðna stefnu varð- andi samstarf sveitarfélaganna um málefni grunnskólans og sér í lagi um málefni fræðsluskrifstofunnar. Hún taldi mikilvægt að sveitarfélög- in stæðu saman að rekstri ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu grunnskólanna. Hjörtur Þórarinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, og Þorvarður Hjaltason, nýráðinn framkvæmda- stjóri, fluttu skýrslu um störf fram- kvæmdastjóra. Hjörtur gat þess sér- staklega að umfang verkefna á veg- um sveitarfélaganna hefði aukist til muna á þeim 15 árum sem hann hefði starfað sem framkvæmdastjóri SASS. Hann skýrði síðan ársreikn- inga SASS og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands en Þorvarður lagði fram fjárhagsáætlun. Þá flutti Birgir Þórðarson, fulltrúi hjá Heilbrigðis- eftirliti Suðurlands, skýrslu um starfsemi þess og kynnti verkefnið „Hreint Suðurland", en það er sam- starfsverkefni heilbrigðiseftirlitsins og sveitarfélaga þar sem gerð er út- tekt á umhverfismálum og gæðum vatns í viðkomandi sveitarfélagi. Ávörp gesta Páll Pétursson, nýskipaður félags- málaráðherra, ávarpaði þingið og gerði grein fyrir helstu atriðum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem tengjast sveitarstjórnarmálum. Ræddi hann m.a. um nýsköpun í at- vinnumálum. Taldi hann hallarekst- ur sveitarfélaga áhyggjuefni sem taka þyrfti á. Einnig varð honum tíðrætt um húsnæðismál, félagslega kerfið og lánamál. Þá benti hann á að margt væri óunnið vegna yfir- færslu grunnskólans til sveitarfélag- anna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, flutti einnig ávarp. Gerði hann grein fyrir þeim verkefnum sem efst eru á baugi í starfi sam- bandsins. Hæst bæri flutning grunn- skólans. Þar væru þó mörg atriði óleyst og mikilvægt væri að ná góðu samkomulagi við ríkisvaldið. Hann lýsti ánægju sinni með vinnu SASS við mótun á því sem gæti komið í stað fræðsluskrifstofu og benti á að þau mál yrðu leyst með Frá aðalfundinum á Selfossi. Fremst á myndinni tll vinstri eru þeir Karl Björnsson bæj- arstjóri og Steingrímur Ingvarsson, bæjarfulltrúi á Selfossi og fyrrverandi formaður SASS, og gegnt þeim fulltrúar Ásahrepps, þau Sigriður Jónasdóttir hreppsnefndarfull- trúi og Jónas Jónsson, oddviti hreppsins. 1 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.