Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 68

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 68
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM þykkt var samhljóða sem ályktun fundarins, hljóðar svo: „Aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra, haldinn í Reykjahlíð 31. ágúst og 1. september 1995, skorar á stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga, ríkisstjóm Islands og Alþingi að fá 21. grein laga nr. 66/1995 um grunn- skóla breytt þannig að samfara yfir- töku sveitarfélaga á öllum rekstri og stofnkostnaði grunnskólans verði þeim tryggt óskorað eignarhald og ráðstöfunarréttur á mannvirkjum sem reist hafa verið með kostnaðar- þátttöku ríkisins.“ Stjórn Eyþings Stjóm Eyþings var kjörin á aðal- fundi 1994 og situr fram að næsta aðalfundi sem fyrirhugað er að halda að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit 29. og 30. ágúst 1996. I stjórninni sitja sem aðalmenn Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, sem er fonnaður, Sigfríður Þor- steinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, Jóhannes Sigfússon, odd- viti Svalbarðshrepps, Kristján Olafs- son, bæjarfulltrúi á Dalvík, og Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarð- arsveitar. Framkvæmdastjóri EY- ÞINGS er Hjalti Jóhannesson. KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Anna Skúladóttir fjárreiðustjóri Reykjavíkurborgar Anna Skúla- dóttir viðskipta- fræðingur hefur verið ráðin fjár- reiðustjóri Reykjavíkur- borgar frá 1. des- ember sl. en hér er um nýtt starf að ræða. Anna er fædd 18. júní 1948 í Keflavík. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Sigurgísladóttir og Skúli H. Skúlason, byggingameist- ari þar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1968, prófi í meinatækni frá Tækni- skóla fslands 1974, prófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands 1988 og prófi til löggildingar til endurskoðunarstarfa 1996. Hún starfaði í Svíþjóð 1975-1982 sem meinatæknir á sviði sýkla-, meina- og frumurannsókna og sótti þá jafnframt ýmiss konar námskeið í þeim greinum. Á árununt 1982-1984 starfaði hún hjá Krabba- meinsfélagi íslands við frumugrein- ingu. Frá 1988-1995 starfaði hún hjá Löggiltum endurskoðendum hf. sem viðskiptafræðingur við ýmiss konar endurskoðunar- og upp- gjörsvinnu. Anna er gift Brynjólfi Áma Mog- ensen, yfirlækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og eiga þau þrjá syni. Jón Björnsson framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg gT félagsmálastjóri ■ ; á Akureyri, hefur : verið ráðinn ' framkvæmda- stjóri menningar-, lagsmála hjá Reykjavíkurborg frá 15. nóvember sl. Þetta er nýtt starf hjá borginni, heyrir beint undir borgarstjóra og tekur til framkvæmdastjórnar m.a. menningarmála, skólantála, dagvist- armála, félagsmála og íþrótta- og tómstundamála hjá borginni. Jón er fæddur 20. mars 1947 að Húnsstöðum í Austur-Húnavatns- sýslu og eru foreldrar hans María Jónsdóttir og Björn Kristjánsson, bóndi og kennari þar, sem nú búa á Blönduósi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1966 og stundaði síðan nám í heim- speki, mannfræði og sálfræði við háskólana í MUnchen og Freiburg í Þýskalandi 1966-1967 og frá 1968-1974. Lauk embættisprófi í sálarfræði við háskólann í Freiburg 1974. Jón stundaði kennslu á Akureyri 1967-1968, en hóf starf við Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar 1974, fyrst við rannsóknir en varð síðan fyrsti sálfræðingur stofnunar- innar. Fluttist árið 1976 til Akureyr- ar og hóf starf þar sem félagsmála- stjóri. Árið 1988 varð hann sviðs- stjóri félags-, menningar- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Samhliða þessum störfum hefur Jón gegnt allmörgum nefndastörfum fyrir sveitarfélög og ríki og ýmsum félagsmálum, m.a. verið um skeið formaður Sálfræðingafélags Islands og Samtaka íslenskra félagsmála- stjóra. Þá hefur Jón annast stunda- kennslu við Háskóla Islands, Há- skólann á Akureyri og á ýmsum námskeiðum, m.a. um sálfræði, stjómun og öldrunarfræði. Eftir Jón hafa birst allmargar greinar, m.a. í Sveitarstjómarmálum og eftir hann kom út bókin „Af ör- lögum mannanna" árið 1991. Þá hefur Jón llutt fjölda erinda á ráð- stefnum. Jón er kvæntur Stefaníu Amórs- dóttur, kennara við Menntaskólann á Akureyri, og þau eiga tvö upp- komin börn, pilt og stúlku, sem bæði em við nám í Háskóla Islands. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.