Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 8
FORUSTUGREIN Ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða Á síðasta degi liðins árs voru staðfest lög nr. 161/1996 þess efnis að stefnt skuli að því að ntálefni fatlaðra verði flutt til sveitarfélaga hinn 1. janúar 1999, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Skal félagsmálaráð- herra undirbúa þennan verkefnaflutning með skipan verkefnisstjómar. Tekið er fram að við undirbúninginn skuli huga að réttindagæslu fatlaðra. Þá er tilskilið að samþykkt hafi verið breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Að mati sveitarstjómarmanna felst í því að skilyrt er að samkomulag hafi náðst við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um að sveitarfélögum séu tryggðar viðunandi viðbótartekjur til þess að sinna þessum mála- ílokki. Þessi áformaði verkefnatilflutningur er í samræmi við ályktun fimmtánda landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var á Akureyri um mánaðamót- in ágúst/september 1994 en þingið sátu tæplega 400 sveitarstjómarmenn. Þar var hvatt til þess að markvisst yrði unnið að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga til að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið og færa ákvarðanatöku og ábyrgð nær þeim sem þjónustunnar njóta. Þessi sjónarmið eiga sérstaklega við um málefni fatlaðra enda var á það bent í ályktun landsþingsins. Flutningur grunnskólans að fullu frá ríki til sveitarfé- laga hinn 1. ágúst á sl. ári styður þá skoðun að full ástæða sé til að ætla að yfirfærsla þessa málaflokks geti gengið snurðulaust fyrir sig. Reynslan af þeim vinnu- brögðum sem þá voru viðhöfð geta kornið að góðum notum við undirbúning þessarar fyrirhuguðu verkefna- tilfærslu. Um er að ræða vandasamt verkefni sem góð samstaða þarf að nást um milli rfkis, sveitarfélaga, starfsmanna og félagasamtaka, sem hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna á sviði málefna fatlaðra. Sú þróun sem verið hef- ur að undanfömu og er fyrirsjáanleg á næstu misserum í sameiningu sveitarfélaga og stórauknu samstarfi þeirra um félagsþjónustu og margvíslega aðra starfsemi á hin- um ýmsu sviðum, s.s. rekstur grunnskóla og tónlistar- skóla, almenningsvagna og sorpeyðingu, er staðfesting á því að sveitarfélögunum sé fyllilega treystandi til að takast á hendur forsjá þessa mikilvæga málaflokks. Einstaklingar, félagasamtök og ríkið hafa byggt og rekið þær stofnanir sem hér hafa starfað í þágu fatlaðra. Það var ekki fyrr en um 1980 sem sérlög vom sett um hinar einstöku greinar fötlunar. Árið 1984 voru fyrstu lögin sett um málefni fatlaðra, sem voru endurskoðuð árið 1992 og mótuð í þeirri mynd sem þau eru í höfuð- atriðum nú. Samkvæmt þeim lögum hafa síðan verið reknar hinar ýmsu stofnanir, s.s. sambýli fyrir fatlaða, víða um land. I þessum efnum eiga bæði einstaklingar og félagasamtök að baki merkilegt brautryðjendastarf sem er þakkarvert. Vissulega er sýnt að víða um land þarf að koma á víð- tækara og fastmótaðra samstarfi milli sveitarfélaga held- ur en fyrir er á öðrum sviðum til að annast þetta mikil- væga verkefni. Mjög brýnt er að í tengslum við yfirtöku sveitarfélaganna á málaflokknum verði þessu verkefni fundið stjómunar- og skipulagsform sem tryggt geti því góða og skilvirka yfirstjóm, bæði á landinu öllu og í hér- aði. Ein meginforsenda þess að yfirfærslan takist vel er að gott samstarf takist ntilli þeirra sem að yfirfærslunni þurfa að koma, það er félagssamtaka fatlaðra, ríkisvalds- ins og fulltrúa sveitarfélaga. Engin ástæða er til að ætla að svo verði ekki. Þá ættu að skapast skilyrði til að tryggja að hinir fötluðu njóti af hálfu sveitarfélaganna þeirrar þjónustu sem frekast er unnt að vænta í nútíma samfélagi og jafnréttis við aðra þegna þjóðfélagsins á öllum sviðum. Vilhjálmur Þ. Vilhjáhnsson 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.