Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 10
Frá hátíöarsvæðinu viö samkomuhúsið. Súlur og Lambafell í baksýn. Ljósm. Bjarni Gíslason. 100 ár — og hvað svo? Björguin Valur Guðmundsson, oddviti Stöðvarhrepps Árið 1896 var Carli Guðmundssyni veitt leyfi til verslunarreksturs á Stöðvarfirði og varð það til þess að þéttbýli tók að myndast við fjörðinn. Þegar þetta gerðist var Stöðvar- fjörður í Breiðdalshreppi en tíu árum síðar var stofnað sérstakt sveitarfélag, Stöðvarhreppur. Stöðfirðingar höfðu því æma ástæðu til há- tíðahalda síðastliðið sumar en eins og reikn- ingsglöggir menn hafa tekið eftir voru liðin 100 ár frá upphafi verslunar við Stöðvarfjörð og sveitarfélagið varð 90 ára. Dagana 19., 20. og 21. júlí sl. var þessum tímamótum fagnað og eru það öllum þeim sem viðstaddir voru ógleymanlegar stundir. Undirbúningur hátíðahaldanna tók tæpt ár og var snemma tekinn sá póll í hæðina að allt framlag til henn- ar kæmi frá heimamönnum og brottfluttum Stöðfirðing- unt. Einnig var ákveðið að bjóða engum til hátíðarinnar en að sjálfsögðu voru allir velkomnir. Undirbúnings- nefnd, kjörin af hreppsnefnd, vann mikið og óeigin- gjarnt starf en auk undirritaðs skipuðu hana Bjöm Haf- þór Guðmundsson, Bjöm Pálsson, Garðar Harðarson, Jóhanna Guðveig Sólmundardóttir, Jón Bjami Baldurs- son, Sólrún Friðriksdóttir og Sigríður Thoroddsen. Efnt var til samkeppni um merki hátíðarinn- ar og lag til að minna á viðburðinn. Dómnefnd skipuðu um 80 Stöðfirðingar búsettir á höfuð- borgarsvæðinu og valdi nefndin merki Auðar Bjömsdóttur. Sigurlagið átti svo Garðar Harð- arson en það nefnist „Sumamætur". Hátíðin hlaut nafnið „Stöð í Stöð“ og var með því reynt að halda á lofti hinu ágæta austfirska flá- mæli. Veðrið lék við hátíðargesti sem voru um 600 talsins. Hátíðin var formlega sett 20. júlí af Bimi Pálssyni sem rakti sögu verslunar við Stöðvarfjörð og stýrði síðan há- tíðardagskránni af miklum myndarskap. Stöðvarhreppi bárust góðar gjafir; afkomendur Carls Guðmundssonar gáfu innrammað ljóð eftir Þorstein Mýrmann sem ort var til heiðurs Petru Jónsdóttur, eiginkonu Carls, en ljóðið er í ramma útskomum af Ríkarði Jónssyni. Einnig gáfu þau innrammaðar myndir af Carli og Petm. Samband sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi (SSA) gaf Stöðvarhreppi ræðupúlt unnið úr austfirskum viði. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.