Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 52
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfiindur Eyþings á Dalvík 5. og 6. júní 1997 Hjalti Jóhannesson fi-amkvtemdastjóri Aðalfundur Eyþings 1997 var haldinn dagana 5. og 6. júní í fé- lagsheinrilinu Víkurröst á Dalvík. Þetta er jafnframt fimmti aðalfundur samtakanna og sá fyrsti sem ekki er haldinn um mánaðamótin ágúst- september. Aðalmálefni fundarins, utan venjubundinna aðalfundar- starfa, voru umhverfismál. Fundarstjórar voru þeir Guðbjöm Amgrímsson, bæjarfulltrúi á Olafs- firði, og Gunnar Jónsson, sveitar- stjóri í Hrísey. Skýrsla stjórnar Einar Njálsson formaður flutti skýrslu stjómar og kom m.a. fram í máli hans að samtökin hefðu leitt óformlegt samstarf landshlutasam- takanna á árinu og greindi hann frá helstu málum á þeim vettvangi. Hann gerði m.a. að umræðuefni skólaþjónustu en slík þjónusta hefur verið rekin í tengslum við samtökin í eitt ár og verður það fyrirkomulag endurskoðað fyrir næsta aðalfund. Þá gerði hann grein fyrir því að hann myndi láta af formennsku í samtökunum á þessum fundi að ósk nýs meirihluta í bæjarstjórn Húsa- víkur og þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf á þeim fimm árum sem hann hefði verið formað- ur þeirra. Skólaþjónusta Asta Sigurðardóttir, formaður skólaráðs Eyþings, flutti skýrslu skólaráðsins en það er stjómamefnd Skólaþjónustu Eyþings. Hún gerði grein fyrir starfseminni á fyrsta ári hennar og helstu verkefnum sem skólaráðið hefur fundað um en þar má nefna skipulag á þjónustu við fötluð börn á leikskólaaldri, fjár- hagsáætlanir og ráðningu á sálfræð- ingum til starfa við þjónustuna. For- stöðumaður skólaþjónustunnar, Jón Baldvin Hannesson, gerði þá og grein fyrir einstökum þáttum í starf- semi þjónustunnar. Samþykkt var á fundinum tillaga skólaráðs um að stjórnin skipaði starfshóp vegna endurskoðunar á stofnsamningi Skólaþjónustu Ey- þings á aðalfundi 1998. Ávörp Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður ávarpaði fundinn fyrir hönd þingmanna kjördæmisins, Valgarð- ur Hilmarsson, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, flutti ávarp, svo og Sveinbjörn Markús Njálsson, formaður Banda- lags kennara á Norðurlandi eystra. Ályktanir Aðalfundurinn gerði ályktanir um eftirfarandi málefni: Framtíð byggðar í Grímsey Fundurinn gerði svofellda ályktun um framtíð byggðar í Grímsey: Samfélag eins og það sem dafnar í Grímsey á sér ekki landfræðilega hliðstæðu á íslandi. Þess vegna er byggðin þar íslenskri þjóðarheild Félagsheimiliö Víkurröst á Dalvík þar sem aöalfundurinn var haldlnn. Séö yfir fundarsalinn í Víkurröst. Hjalti Jóhannesson tók mynd- irnar frá fundinum. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.