Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1998, Blaðsíða 26
AFMÆLI iar'"' Afmælisár í Bessastaðahreppi 1998 Soffía Sœmundsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og ritstjóri afmœlisnefndar Það er óhjákvæmilegt eftir því sem árin líða að afmæli beri upp á öðru hverju. Sum eru stór, önnur minni eins og gerist hjá okkur mönnunum og ekki alltaf ástæða til mikilla hátíðahalda. Þó er ástæða til að halda upp á tímamótin og a.m.k. skoða nútíð, fortíð og framtíð í spegli tímans. Því var það að hrepps- nefnd Bessastaðahrepps ákvað síðla árs 1997 að skipa sérstaka afmælisnefnd til að skipu- leggja með hvaða hætti skyldi haldið upp á 120 ára afmæli sveitarfélagsins á árinu 1998. Á því ári voru liðin 120 ár frá því að Álftaneshreppi hin- um foma, sem þá náði yfir Bessastaðahrepp, Garðabæ og Hafnarfjörð, var skipt í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Reyndar hófst undirbúningur nokkru fyrr þegar Önnu Bjarnastaöir. Þar er skrifstofa Bessastaöahrepps til húsa, en allt til ársins 1978 var þar barnaskóli. Miklar endurbætur hafa veriö geröar undanfarin ár á húsinu og þaö hefur nú fengið á sig sem upprunalegast útlit. Ólafsdóttur Bjömsson, sagnfræðingi og hreppsbúa, var falið að rita sögu sveitarfélagsins. Við útgáfu sögunnar lögðu margir hönd á plóginn, sérstök ritnefnd var skipuð söguritaranum til fulltingis og heimilda var víða leitað. I bókinni eru margar merkar heimildir um Álftanes fyrri tíma, hvemig Bessastaðahreppur hefur þróast úr byggð sem batt allt sitt við sjóinn, í landbúnaðarhérað og að lok- um í rúmlega 1400 manna byggðarlag, „vaxandi sveit á höfuðborgarsvæðinu“. Bókin, sem kom út árið 1996, nefnist Álftaness saga og er um 300 blaðsíður. Þar er Bessastaðahreppi, fortíð hans og sögn- um þaðan gerð góð skil. Þegar afmælisnefndin tók til starfa á árinu 1997 setti hún sér strax nokkuð skýran ramma. Afmælið var stórt og það þótti því til- valið að nota tækifærið til að vekja jákvæða at- hygli á sveitarfélaginu og efla samstöðu, metnað og ræktarsemi Álftnesinga í garð byggðarlagsins. Ákveðið var að árið 1998 yrði allt eitt allsherjar afmælisár með hápunkti í sérstakri afmælishátíð. Mörgum hugmyndum var kastað á loft sem vafalaust nýtast síðar og reynt var að virkja ýmis félagasamtök, listafólk og stofnanir til að láta til sín taka á árinu. Einnig vom hefðbundnir atburðir, s.s. þrettándabrenna, þorrablót kvenfélagsins og þjóðhátíðardagurinn, með hátíðlegra sniði en venjulega. Stofnanir, félagasamtök og það sem framundan var hjá þeim var kynnt í sérstökum dagskrár- ritum sem komu út nokkrum sinnum á árinu. Auk þess var gefið út veglegt afmælisblað í byrjun maí þar sem sveitarfélagið var kynnt í tnáli og myndum. Afmælishátíó Helgina 7. og 8. ágúst 1998 var svo hin eiginlega af- mælishátíð. Sú dagsetning var í og með ákveðin með það í huga að þá helgi var fyrirhugað vinabæjamót í Bessa- Uppblásin leiktæki voru vinsæl hjá yngstu kynslóöinni. 2 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.