Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1998, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1998, Blaðsíða 47
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Aðalfundur SASS 1998 18. og 19. september í Vík í Mýrdal Þorvarður Hjaltason framkvœmdastjóri Aðalfundur SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 1998 var haldinn dagana 18. og 19. september sl. í Vík í Mýrdal. Meginefni fundarins auk venjulegra aðal- fundarstarfa var væntanleg yfrrfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Einnig lágu fyrir fundinum starfsskýrsla stjómar og fram- kvæmdastjóra, starfsskýrsla Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands og skýrsla stjómar Skólaskrif- stofu Suðurlands. Til fundarins komu 50 full- túar frá 21 sveitarfélagi auk gesta og starfs- manna. Fundarstjórar voru þeir Sigurður Ævar Harðarson hreppsnefndarmaður og Guðmundur Elíasson, ív. oddviti Mýrdalshrepps. Fundarritari var Halla Guðmundsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Gnúpverjahreppi. Starfsskýrslur Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður SASS, flutti starfsskýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra. Hann greindi frá hefðbundnum störfum stjómarinnar og síðan einstökum áherslumálum og viðfangsefnum hennar. For- maður drap á nokkur atriði í lok skýrslu sinnar varðandi málefni Suðurlands, s.s. orkumál, þar sem hann benti á að orkukostnaður væri víða á svæðinu hár og óviðunandi. Hann ræddi einnig samgöngumál og taldi vegamálum miða hægt, þótt mjög brýn þörf sé á úrbótum, einkum á tengi- og safnvegum. Einnig nefndi hann nauðsyn þess að styrkja framtíðarhöfn til inn- og útflutnings í Þorláks- höfn. Að lokum þakkaði hann ánægjulegt samstarf en hann lét á fundinum af störfum eftir þriggja ára for- mennsku. Jón Hjartarson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Suður- lands, og Ingunn Guðmundsdóttir, formaður stjórnar skólaskrifstofunnar, fluttu skýrslu skrifstofunnar. Jón greindi nánar frá hinu almenna starfi á skólaskrifstof- unni, ráðgjöf og þjónustu bæði við skóla og foreldra, svo og aðstoð við skólanefndir sem mun fara vaxandi á næstu árum. Jón reifaði hugmynd að endurmenntunarstofnun á Suðurlandi og möguleika á háskólamenntun þar. Þau Ingunn og Jón minntu á hina gífurlegu möguleika í fjar- námi með notkun tölva. Þökkuðu þau gott samstarf við sveitarstjómarmenn. Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, lagði fram og fylgdi úr hlaði starfsskýrslu eftirlitsins. Ávörp Páll Pétursson félagsmálaráðherra flutti ávarp. I því fjallaði hann m.a. um sameining- armál, fyrirhugaðar breytingar á félagslega húsnæðiskerfinu sem ganga í gildi um áramót og um fyrirhugaðan flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna og taldi að reynsluflutn- ingur á þremur stöðum á landinu lofaði góðu. Hann benti á að stórar stjómunareiningar væm greinilega hagkvæm- ari, samanber reynslu af skólaskrifstofum eftir flutning gmnnskólans. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, flutti kveðju stjómar þess. Hann fjallaði m.a. um sameiningu sveitarfélaga, sem hann taldi halda áfram á næstu ámm. Einnig ræddi hann yfirfærslu grunnskólans, sem hann taldi skila betra skólastarfi, en minnti á að kennurum þyrfti vissulega að fjölga í framtíð- inni í kjölfar lögboðinnar einsetningar. Minnti hann á ábyrgð sveitarstjóma sem standa að baki launanefndar. Einnig ræddi hann um fjárhagsvanda margra sveitarfé- laga vegna félagsíbúða og taldi ríkisvaldið bera vemlega ábyrgð í því máli. Hann minntist á hálendisfrumvarpið svokallaða og hina ómálefnalegu umræðu um það mál allt og taldi sveitarfélögin vel í stakk búin til að axla ábyrgð á þeim vettvangi. Hann ræddi síðan skilyrði sveitarfélaga fyrir yfirtöku á málefnum fatlaðra sem samþykkt vom á landsþingi í ár og óskaði fundinum góðs árangurs. Erindi Að loknum ávörpum vom flutt erindi um væntanlega yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga svo og málefni Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sjúrahúss Suður- lands. Yfirfærsla málefna fatlaöra Eggert Jóhannesson, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi, flutti erindi um framtíð málefna fatlaðra. Rifjaði hann upp hvernig að svæðisskiptingu var staðið í upphafi og minnti á mikið og 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.