Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 56
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1998 haldinn í Vatnsleysustrandarhreppi 11. og 12. september Guðjón Guðmundsson framkvœmdastjóri 21. aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum (SSS) var haldinn í Stóru-Vogaskóla í Vatns- leysustrandarhreppi 11. og 12. sept- ember 1998. Meginefni fundarins auk venju- legra aðalfundarstarfa var flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélag- anna, samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum og þróun í rekstri borga og sveitarfélaga. A fundinn kom 41 sveitarstjómar- fulltrúi, 22 gestir og frummælendur auk starfsfólks. Fundarstjórar voru Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri og Hafsteinn Snæland, hrepps- nefndarmaður í Vatnsleysustrandar- hreppi, og fundarritarar þau Snæ- bjöm Reynisson, skólastjóra Stóm- Vogaskóla, og Særún Jónsdóttir, fV. kennari í Stóm-Vogaskóla. SSS 20 ára Jón Gunnarsson, formaður stjóm- ar SSS, flutti skýrslu stjórnar. I skýrslu hans kom m.a. fram að SSS fagnar um þessar mundir 20 ára af- mæli sínu og að þess sjáist víða merki að sveitarfélögin á Suðumesj- um hafa átt gott og öflugt samstarf allan þennan tíma. Úr skýrslu stjórnar A starfsárinu höfðu verið haldnir 19 bókaðir stjómarfundir, þar sem tekin höfðu verið fyrir 141 mál sem snerta marga málaflokka. Jón Gunnarsson hafði verið for- maður, Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfull- trúi i Reykjanesbæ, varaformaður og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerðahreppi, ritari. Auk þess skip- uðu stjómina tveir forsetar bæjar- stjóma, þeir Hallgrímur Bogason í Grindavík og Oskar Gunnarsson í Sandgerði. Málefhi fatlaðra höfðu mikið ver- ið til umræðu á stjórnarfundum í kjölfar þeirrar stefnumörkunar að málaflokkurinn skyldi flytjast til sveitarfélaganna. Stjórnin hafði á fundum sínum rætt nokkuð um fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, bæði hvað varðaði starfsmatið og hlutverk launanefndar SSS. Taldi Jón að sveitarfélögin á Suðumesjum þyrftu að skoða hvaða aðferðir skuli við- hafa í samningum milli þeirra og stéttarfélaganna og hvort núverandi starfsmatskerfi skuli nota til fram- tíðar. Þá fagnaði hann því að fram- kvæmdir hefðu verið hafnar við byggingu D-álmu við Heilbrigðis- stofnun Suðumesja en það mál hef- ur verið mikið baráttumál stjórnar SSS á undanfarandi árum. Hann taldi að samstaða sveitarfélaganna á Suðurnesjum ætti stóran þátt í því að þessi langþráði draumur okkar væri nú loks að verða að veruleika. Þá sagði hann að einnig væri ljóst að sveitarstjómir þyrftu að standa vörð um að Heilbrigðisstofnunin fái nauðsynlegar fjárveitingar til rekstr- ar á komandi misserum, en þar hefði nokkuð skort á. Jón sagði að SSS hefði flutt skrif- stofúr sínar í júlí ffá Vesturbraut og út á Fitjar. Leigusamningur var gerður við Reykjanesbæ um hús- næðið og sá SSS um allar breyting- ar á þvi en kostnaðurinn við þær gengur síðan upp í umsamda leigu á leigutímanum. Taldi hann að vel hefði til tekist með flutninginn. Jón sagði samgöngumál alltaf af og til hafa verið til umfjöllunar hjá stjórn SSS. Þar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett í for- gang en ljóst þyki nú samkvæmt vegaáætlun að bið virðist verða á því að tvöfoldun verði að veruleika. Tengsl við héraösstjórn franska héraösins Charente Maritime Eftir að stjómin hafði kynnt sér boð sem SSS barst um að stofna til tengsla við héraðsstjóm ffanska hér- aðsins Charente Maritime ákvað hún að gera samstarfssamning milli aðila. Hér var á engan hátt verið að stofna til hefðbundinna vinabæja- tengsla, þar sem slík tengsl em ekki á verksviði SSS, heldur er um gagn- kvæman samning að ræða þar sem báðir aðilar munu aðstoða við að vekja áhuga fyrirtækja, stofhana, og einstaklinga á landsvæði hins. 1 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.