Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 59
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR 57. fiindur fulltrúaráðsins Síðari fimdur fulltrúaráðs sambandsins 1999, hinn 57. í röðinni, var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 27. nóvember 1999. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. For- maður ræddi aðallega skiptingu tekjustofna milli rikis og sveitarfélaga og þær þrengingar sem mörg sveitarfé- lög væru nú í. Fundarstjóri ásamt formanni var Ásta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og fundarritari kosin Sigur- björg Eiríksdóttir, bæjarfúlltrúi í Sandgerði, auk Unnars Stefánssonar, sem settur var henni til aðstoðar. Kosnar voru tvær starfsnefndir, fjárhagsnefnd og bók- halds- og reikningsskilanefnd. Birgir L. Blöndal, aðstoðarframkvæmdastjóri sam- bandsins, kynnti tillögu að fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árið 2000 og rammafjárhagsáætlun fyrir árin 2001 til 2003 og var hvort tveggja samþykkt eftir að fjárhags- nefnd fundarins hafði urn fjallað. Tillögur aó breytingum á framsetningu bókhalds og reikningsskila Magnús Karel Hannesson, ráðgjafi KPMG, gerði grein fyrir þeim tillögum að breytingum á bókhaldi og reikningsskilum sem til umfjöllunar hafa verið í bók- haldsnefnd sveitarfélaga. Karl Bjömsson, bæjarstjóri í Árborg, fór í framhaldi af erindi Magnúsar yfír þessi mál, þá sérstaklega eigna- þátt og afskriftir. Einnig ræddi Karl almennt um rekstur sveitarfélaga og hvatti fúlltrúa til að taka undir breyting- artillögu bókhaldsnefhdar. Skýrði hann ffá því að tillag- an færi síðan til umfjöllunar í bókhalds- og reiknings- skilanefnd sambandsins. Átak gegn dreifingu og sölu fíkniefna Undir dagskrárlið þar sem fúlltrúum gafst kostur á að bera upp mál lagði Gunnar Sigurðsson, bæjarfúlltrúi á Akranesi, frarn tillögu um fikniefnavamir sem var sam- þykkt samhljóða. Tillagan var svohljóðandi: „Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur til við stjóm sambandsins að leitað verði eftir samkomu- lagi við dóms- og menntamálaráðuneyti um sameigin- legt átak sveitarfélaga og ráðuneyta gegn dreifmgu og sölu fíkniefna, t.d. með stórauknum áróðri og fræðslu í gmnn- og framhaldsskólum í landinu.“ Þá vakti Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, máls á tillögu sem samþykkt hafði verið á næsta fúlltrúa- ráðsfúndi á undan að kannað yrði með hvaða hætti mætti koma því við að tengja landshlutasamtökin betur sam- bandinu og auka áhrif þeirra á val á fúlltrúaráðsmönnum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kvað það mál vera til skoðunar í framtíðamefnd sambandsins. Byggöamál Byggðamál vom meginefni fúndarins. Um þau fluttu erindi Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, Bima Lámsdóttir, bæjarfulltrúi í ísafjarðarbæ, og Valtýr Sigurbjamarson, ráðgjafi hjá Nýsi hf. Öll lýstu þau áhyggjum sínum af ömm fólksflutningum til höfúð- borgarsvæðisins og þeirri röskun byggðar sem þeir hefðu í för með sér annars staðar á landinu. Þau töldu stjóm- völd ekki hafa staðið við stefnumótandi byggðaáætlun sem gerð hefði verið fyrir árin 1994-1997 og að ekki hefði markvisst verið unnið að verkefnum sem hefðu átt að leiða af rannsókn sem ffam fór fýrir nokkmm ámm á búferlaflutningum, einkum ástæðum þeirra. Mikilvægur þáttur í byggðamálum væri fólginn i atvinnumálum, en þó enn frekar í skilyrðum til menntunar og almennra lífs- gæða. Mikilvægustu aðgerð síðustu ára töldu þau hafa verið stofnun Háskólans á Akureyri. Framsöguerindi þeirra vom eftir fúndinn fjölfölduð og send sveitarfélögunum. Þau er einnig að finna á vefsiðu sambandsins, www.samband.is. Líflegar umræður urðu á fúndinum og tóku margir til máls. Töldu flestir mikið rætt um byggðamál en minna gert. Töldu sumir sterka byggðarkjama með stjómvaldi höfúðnauðsyn en aðrir að dreifbýlið væri svo sterkt bak- land fýrir þéttbýliskjamana að það mætti ekki dragast saman. Mikilvægt væri að landsmenn allir sætu við sama borð að því er snerti þjónustu hins opinbera. Fundarstjóri kvað þjóðareiningu vera um að leysa þyrfti byggðavandann. Bragi Michaelsson hafði framsögu um álit fjárhags- nefndar sem lagði til að tillaga að fjárhagsáætlun kom- andi árs yrði samþykkt og var svo gert. Kristján Þór Júlíusson fýlgdi úr hlaði áliti bókhalds- nefndar. I áliti nefhdarinnar var fagnað þeirri vinnu sem hafin er hjá bókhaldsnefnd sambandsins, lagði áherslu á 1 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.