Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 26
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM 44. fjórðungsþing Vestfirðinga Asgeir Þór Jónsson, framkvœmdastjóri FV 44. fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið í íþróttahús- inu á Tálknafirði 8. og 9. október 1999. Þingið var Qöl- sótt og í alla staði vel heppnað en það var jafhframt af- mælisþing þar sem Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) varð 50 ára hinn 8. nóvember 1999. Á þinginu voru rædd mörg veigamikil mál eins og málefni Skólaskrifstofu Vestfjarða, tilhögun á yfirtöku sveitarfélaganna á málefnum fatlaðra, stofnun eignar- haldsfélags og margt fleira, eins og sjá má á þeim álykt- unum sem samþykktar voru á þinginu og birtar eru aftan við þessa frásögn. Frá síðasta þingi, sem haldið var 26. og 27. september í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði, hefúr mikið vatn mnnið til sjávar og Fjórðungssamband Vestfirðinga unnið að mörgum málum sem snerta hagsmuni Vestfirðinga. Stjórnarfundir voru 12 talsins, auk eins fundar með þingmönnum Vestfirðinga í tengslum við fjármálaráö- stefnu sveitarfélaga, vinnufunda formanns og fram- kvæmdastjóra og funda með öðmm landshlutasamtök- um. Þau mál sem helst hefúr verið unnið að eru málefni fatlaðra, en nefnd á vegum FV fór yfir hvaða valkostir væru fyrir hendi og skilaði frá sér skýrslu um þrjár mögulegar leiðir. Einnig var starfandi nefnd á vegum FV sem átti að gera tillögur um framtíð skólaskrifstof- unnar. Fjórðungsþingið samþykkti síðan að vinna áfram að flutningi á málefnum fatlaðra og að áhersla yrði lögð á að tekjustofnar verði tryggðir áður en sveitarfélögin taki við verkefninu. Jafnframt var samþykkt að stjóm FV beindi því til sveitarfélaga á þremur byggðasvæðum Vestfjarða, þ.e. í ísafjarðarsýslu, Vestur-Barðastrandar- sýslu og í Strandasýslu, að skipa nefndir á viðkomandi svæðum sem verði falið að endurskoða störf, þjónustu og fyrirkomulag skólaskrifstofu með það að markmiði að samþætta sérffæðiþjónustu á sviði skólamála, félags- þjónustu og málefna fatlaðra í fjórðungnum. Jafnframt samþykkti fjórðungsþingiö að leggja niður Skólaskrif- stofu Vestfjarða með fyrirvara um samþykki aðildar- sveitarfélaganna, en við myndu taka skrifstofur á byggðasvæðunum þremur er veiti samhæfða þjónustu á sviði skólamála, félagsþjónustu og málefna fatlaðra. Samgöngumál hafa ætíð gegnt stóru hlutverki í um- fjöllunum og ályktunum á fjórðungsþingi, enda eitt af stærstu hagsmunamálum fjórðungsins í áranna rás. Á þinginu var ályktað um flugsamgöngur og vegasam- göngur. I þeim er því meðal annars beint til samgöngu- ráðherra að hraða undirbúningsvinnu er miði að því að gera kvöldflug um ísafjaröarflugvöll mögulegt. Einnig er ítrekuð nauðsyn þess að tryggar flugsamgöngur séu milli V-Barðastrandarsýslu og Isaljarðar yfir vetrarmánuðina þegar ekki er fært landleiðina. Fjórðungsþingið fagnaði fyrirhuguðum endurbótum á Reykjavíkurflugvelli og benti á mikilvægi flugvallarins fyrir innanlandsflug. I ályktun um vegasamgöngur er því beint til stjómar FV að leita leiða til að fjánnagna þá úttekt á gildi vegar á milli Þingeyrar og Bíldudals sem 43. fjórðungsþing sam- þykkti að fela Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða að gera í samráði við Byggðastofnun. Þingið fagnaði auknum fjár- veitingum til vegagerðar til að rjúfa einangrun jaðar- byggða. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefúr ávallt átt gott samstarf við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hin ýmsu málefni. Má þar nefna fjarkennslu-, atvinnu-, ferða- og fræðslumál. Einnig hafa Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Svæð- isvinnumiðlun Vestfjarða átt gott samstarf um atvinnu- mál í fjórðungnum. Fjórðungssambandið ásamt fleimm stóð að stofnun Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, en markmið hennar er að efla menntun á Vestfjörðum og þá einkum að standa fyr- ir fræðslustarfsemi sem ekki heyrir undir námsskrár- bundið nám á gmnn- og framhaldsskólastigi, nema sér- staklega sé um það samið. Einnig að hafa forgöngu um fræðslu á háskólastigi og fjarkennslu á sem flestum svið- um. Fjórðungssambandið flutti á síðasta ári í nýtt og glæsi- legt húsnæði Þróunarseturs Vestfjarða. Að þróunarsetr- inu standa auk fjórðungssambandsins Atvinnuþróunarfé- lag Vestfjarða, Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða, Hafrann- sóknastofhun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hug- myndin að stofnun þróunarsetursins varð til í tíð fyrri stjórnar FV og eru sporgöngumenn um stofnun þess Halldór Halldórsson, núverandi bæjarstjóri ísafjarðar- bæjar, og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða. Á síðasta ári leiddi fjórðungssambandið óformlegt samstarf landshlutasamtaka sveitarfélaga. Á þeim vett- 1 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.