Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 63
LEIKSKÓLAR Blómlegt starf undir nýju nafni Bergur Felixson, framkvœmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur Á síðasta ári var nafni Dagvistar bama í Reykjavík breytt í Leikskól- ar Reykjavíkur. Þetta var gert í ffamhaldi af samþykkt borgarstjóm- ar um starf leikskólaráðs. Tilgangur breytinganna er að laga reglur um starfsemina að lögum um leikskóla frá 1994. I þeim lögum segir að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og því hluti af íslenska skólakerfinu. Þess vegna er nú talað um leikskóla í lögunum í staðinn fyrir dagvistar- heimili. Á aldamótaárinu 2000 nær starf- semi Leikskóla Reykjavíkur til 73 leikskóla og 22 gæsluleikvalla. Auk þess em í gildi þjónustusamningar um rekstur tveggja leikskóla í eigu Reykjavíkurborgar. Skrifstofa Leik- skóla Reykjavíkur hefur umsjón og eftirlit með daggæslu bama í heima- húsum, en nú em um 230 dagmæð- ur með starfsleyfi frá Reykjavíkur- borg. Þá hafa 14 foreldra- eða einkareknir leikskólar rekstrarleyfi og fá rekstrarstyrki úr borgarsjóði. Þessi starfsemi, sem Leikskólar Reykjavíkur reka eða hafa umsjón með og styrkja, varðar um 7.200 böm, sem er um 86% allra bama í Reykjavík á aldrinum 1-5 ára. Þróun leikskólamála í Reykjavík Síðustu ár hefur þróunin í leik- skólamálum í Reykjavík gengið í þá átt að leikskólum fjölgar jafnt og þétt en gæsluleikvöllum fækkar. Helgast þetta af þeirri staðreynd að reykvískir foreldrar vinna báðir full- an vinnudag og nægir því ekki að börnin séu á gæsluleikvelli eða í stuttri dvöl í leikskólanum. Frá árinu 1995 hafa verið byggðir 10 leikskólar, langflestir fjögurra deilda. Byggt hefur verið við 15 leikskóla og þeir stækkaðir og einnig hafa miklar lagfæringar átt sér stað í eldri leikskólum til að að- laga þá breyttum tímum. Þá hefur rekstur sjö leikskóla sem sjúkrahús- in í Reykjavík ráku verið yfirtekinn samkvæmt sérstöku samkomulagi og einnig bættist við einn leikskóli þegar Kjalameshreppur og Reykja- víkurborg sameinuðust árið 1998. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun leikskóla hefur börnum á biðlista ekki fækkað. Það stafar af því að eftirspum eykst stöðugt og þá sér- staklega eftir heilsdagsvistun, sem áður bauðst ekki öllum. Er nú svo komið að hlutfall heilsdagsplássa nálgast um 70% af öllum leikskóla- plássum. Á síðasta ári stóðu Leikskólar Reykjavíkur, eins og margar aðrar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, frammi fyrir erfiðleikum við að manna allar stöður í leikskólum. Á þenslutímum í samfélaginu verður baráttan um starfsfólk æ harðari, en jafnffamt eykst þörf fyrir leikskóla- pláss, eins og áður segir. Leiddi þetta m.a. til þess að ekki var hægt að fúllvista í öll pláss í leikskólum borgarinnar sl. haust og fram eftir vetri. Gripið hefúr verið til ýmissa ráða Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, veitir viðtöku viðurkenning- arskjali úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra „fyrir öndvegisstarf þar sem tekist er á við krefjandi og skapandi verkefni af faglegum metnaði" hinn 21. júní sl. Ljósmyndina tók Jóhannes Long. 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.