SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 21
4. desember 2011 21
irfarandi byrjun á grein Þórðar Ingvars-
sonar, ritstjóra vefs Vantrúar og stjórn-
armeðlims félagsins, sem birt var á
bloggsíðu hans um Sigurbjörn Einarsson
biskup, í tilefni af því að eitt ár var liðið
frá andláti Sigurbjörns: „Sirka 1 ár liðið …
frá því að þessi frathaus, prumpuhali,
rugludallur, geðstirða gamalmenni, sér-
legur aðdáandi hinna myrku miðalda og
baráttumaður fyrir endurupptöku þeirra
helgu daga, óskammfeilin karlremba,
trúarbulla, andlegi ofbeldisseggur, for-
dómafulli drullusokkur og siðblindi síkó-
pati féll frá.“ Greinin heldur áfram í svip-
uðum stíl og síðan tekur við leikrit þar
sem hann bætir við Karli Sigurbjörnssyni,
syni hans og núverandi biskupi, og sam-
bandið milli þeirra er gert kynferðislegt
og öll verður þessi grein ógeðfelldari og
ógeðfelldari. Þá tala nokkrir af for-
ystumönnum Vantrúar um þá sem boða
börnum kristna trú sem barnaníðinga.
Þannig talar Matthías um prestastéttina
eins og hún leggur sig sem „barnaníð-
inga“ í grein sinni Berjum presta sem birt
var á bloggvef hans Örvitanum 26. júlí
2005. Barnaníðs-ásakanir þeirra ná víðar
en til prestastéttarinnar, þannig skrifar
Þórður Ingvarsson í greininni Gráðugir
barnaníðingar þann 19. september árið
2007 um þá sem ætla að einkavæða Orku-
veituna: „Þessir fégráðugu kónar, þessir
óforskömmuðu barnaníðingar...ég hef
órökstuddan grun að þeir riðlast á börn-
um.“ Þórður sakar líka Pál Magnússon út-
varpsstjóra og Þórhall Gunnarsson þáver-
andi dagskrárstjóra RÚV um að reka
barnavændishring í grein sinni Frétta- og
dagskrárstjóri útvarpsins frá 2007 og
segir í annarri grein um Ómar Valdimars-
son, upplýsingafulltrúa Impregilo: „Ómar
þú ert barnaníðingur“.
Vantrúarfélagar
Þegar talað er við Vantrúarfélaga eru þeir
mjög ósáttir við að efni af innra vef félags-
ins þar sem þeir spjölluðu saman um tak-
tík í baráttu sinni gegn Bjarna hafi verið
lekið út. Aðgang að spjallinu á innra vefn-
um hafa meira en 200 manns en þeir vilja
meina að þar sé spjallað í hálfkæringi.
Matthías Ásgeirsson er einn stofnenda
Vantrúar og fyrrverandi formaður þess.
Hann viðurkennir að stundum skrifi þeir
og tali harkalega. En það hafi verið meira
um það áður fyrr. Þegar honum er bent á
skrif Þórðar Ingvarssonar, sem er núver-
andi ritstjóri vefsíðu Vantrúar, um fyrr-
verandi biskup Íslands, Sigurbjörn Ein-
arsson, þá segist Matthías sammála því að
þar sé farið yfir strikið en bendir á að hún
hafi ekki fengist birt á síðu Vantrúar.
„Þórður birti þetta á eigin bloggsíðu og
við ráðum því ekki hvað fólk gerir á eigin
bloggi, það er ekki í nafni Vantrúar.“
Aðspurður um eigin notkun á orði
einsog barnaníðingar þegar hann er að
tala um prestastéttina í heild í einum
pistli sínum segir hann að í fyrsta lagi
þurfi að skilja á milli þess hvenær menn
eru sagðir kynferðislegir barnaníðingar
og barnaníðingar hugans. „Einnig þess
hvenær verið er að segja hlutina í hálf-
kæringi og hvenær í alvöru. En þessi grein
var skrifuð í reiði og ég held að þetta sé
eina dæmið um að ég noti þetta orð um
prestastéttina. En getur þú skilið hug-
arheim föður sem á tvær dætur á leikskóla
sem eru teknar úr hópnum meðan prest-
urinn kennir hinum börnunum að biðja
bænir? Föður sem gefst upp og lætur dæt-
ur sínar frekar sitja undir trúboði heldur
en að vera hafðar útundan. Ég skal bara
játa það að ég var algjörlega brjálaður og
ég fékk stundum útrás á blogginu mínu.
Það má vel vera að ég megi skammast mín
fyrir sumt af því, en annað stend ég bara
algjörlega við. Þegar ég las síðan grein þar
sem prestur talaði um að börn væru
„heppilega trúgjörn“ þá sá ég rautt og
skrifaði þessa grein.
En hefur þú séð það sem prestar hafa
kallað okkur Vantrúarfélaga? Ég veit um í
það minnsta eitt dæmi þarsem séra Þór-
hallur Heimisson kallar okkur níðinga.“
Aðspurður hvað honum finnist um það
að samtökin hafi lýst yfir heilögu stríði
gegn stundakennara í háskólanum, svarar
hann strax: „Þú gerir þér grein fyrir því
að tal um „heilagt stríð“ var djók – er það
ekki? Það var hlæjandi broskarl og allt
með athugasemdinni. Á að nota það gegn
fólki að það slái á létta strengi í einka-
samræðum?“
Blaðamaður Morgunblaðsins bendir á
að þótt það hafi verið settur broskarl fyrir
aftan setninguna þá fylgdi í kjölfarið eitt-
hvað sem margir myndu líkja við stríð;
greinar og komment á netinu sem skipta
hundruðum blaðsíðna þar sem er ráðist
mjög harkalega á Bjarna sem er ekki með
neinn hóp í kringum sig og á ekki mögu-
leika á að bera hönd fyrir höfuð sér í þessu
flóði. Matthías er ekki tilbúinn til að sam-
þykkja þetta. „Ég er ekki með nákvæma
tölu yfir þetta, en ég held að það hafi ekki
birst nema 30 – 40 greinar frá vantrúar-
félögum um þetta mál. Og þetta mál
skiptir okkur verulegu máli. Að okkar
mati tók hann orð okkar úr samhengi
þegar hann vitnaði í okkur í glærum sín-
um og hann kynnir okkur sem orðljóta
fylgismenn Dawkins sem leggja trúmenn í
einelti og kynda undir kynþáttahatri og
ofbeldi. Þetta er ekki eitthvað sem við
sættum okkur við,“ segir Matthías.
Fullyrðingar um að ekkert stríð hafi
verið háð gegn stundakennaranum verð-
ur að skoða í því ljósi að Bjarni sjálfur hef-
ur safnað um hundrað greinum sem sam-
tals eru yfir sjö hundruð blaðsíður þar
sem aðalefnið er gagnrýni á hann eða að
hann kemur til umfjöllunar. Síðasta
greinin birtist á eyjan.is í fyrradag og
virðist ekkert lát á þessu.
Morgunblaðið/Golli
Þórður
Ingvarsson
Óli Gneisti
Sóleyjarson
Reynir
Harðarson
’
Þá tala nokkrir af
forystumönnum
Vantrúar um þá sem
boða börnum kristna trú
sem barnaníðinga.
Matthías
Ásgeirsson
Baldvin
Zarioh