Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í gær styrkveitingar borgarinnar til menningarmála í ár og úthlutanir úr nýstofnuðum Borgarhátíð- arsjóði. Framlag borgarinnar nem- ur samtals 92,5 milljónum króna. Borgarhátíðarsjóður er nýmæli sem borgarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar 2012. Meg- intilgangur hans er að styðja við fasta árlega viðburði og örva ný- sköpun í hátíðahaldi í Reykjavík- urborg. Sjóðnum er heimilt að gera samstarfssamninga til allt að þriggja ára og hljóta nú átta hátíðir þannig samning. Tónlistarhátíðin Iceland Airwa- ves fær 10 milljónir króna í ár. Al- þjóðleg kvikmyndahátíð – RIFF níu milljónir, Hönnunarmars fimm, Jazzhátíð í Reykjavík þrjár og tvær milljónir króna hver fá Blúshátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Myrkir músíkdagar og Food&Fun. Samtals eru þetta 35 milljónir króna árið 2012. Hátíð- irnar Gay Pride og Hestadagar í Reykjavík njóta þegar þriggja ára samnings. Þrjár lúðrasveitir tónlistarhópar ársins Menningar- og ferðamálaráð byggir ákvörðun sína um styrki á niðurstöðu fagnefndar sem tilnefnd var af Bandalagi íslenskra lista- manna. Nefndin hafði 204 umsóknir til umfjöllunar og alls var sótt um rúmar 300 milljónir króna. Ráðið samþykkti að veita 88 styrki – sam- tals kr. 57,5 miljónir. Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveit Reykja- víkur fengu allar tilnefninguna Tónlistarhópur Reykjavíkur 2012 og hver um sig 700 þúsund í styrk. Nýlistasafnið hlaut stærsta verk- efnastyrkinn 5,7 milljónir. Safnið er sagt sinna framsæknu sýning- arhaldi þar sem áhersla er lögð á að endurspegla breidd og sköp- unarkraft íslenskra myndlist- armanna og kynna helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri myndlist. Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís hlaut 5,5 milljónir. Mark- mið starfseminnar þar er að efla kvikmyndamenningu og auka kvik- myndalæsi ungs fólks. Aðrir styrkhafar:  Tvær milljónir hver: Leikhóp- urinn Vesturport, Kling og Bang og Bandalag sjálfstæðra leikhúsa.  1,6 milljónir: Stórsveit Reykja- víkur.  1,5 milljónir hver: Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Lókal leiklistarhátíð.  1,4 milljónir: Reykjavík Dance Festival.  Ein milljón króna hver: Gallerí Ágúst, Kristín Gunnarsdóttir, Möguleikhúsið, Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova og Ung Nordisk Musik.  900 þúsund: Myndlistarhátíðin Sequences.  800 þúsund: Múlinn jazzklúbbur.  700 þúsund: Myndhöggv- arafélagið í Reykjavík.  600 þúsund hver: Katla Þórarins- dóttir, Reykjavík Fashion Festival.  500 þúsund hver: 15:15 tónlist- arsyrpa, ArtFart, Herbergi 408, Ég og vinir mínir, Félag kvikmynda- rgerðarmanna, Lab Loki, List án landamæra, Nýhil vegna ljóðahátíð- ar, Samtök um danshús, Spark De- sign, Stefán Benedikt Vilhelmsson.  450 þúsund: Harpa Arnardóttir, Vox Feminae, Listvinafélag Hall- grímskirkju og Listafélag Lang- holtskirkju.  400 þúsund hver: Aldrei óstel- andi, Brian Douglas Gerke og Steinunn Ketilsdóttir, Camer- arctica, Elektra Ensemble, Félag íslenskra organista, Kammermús- íkklúbburinn, Kviss Bamm Búmm, Listasafn ASÍ, Barnabók- menntahátíðin Mýrin, Nordic Af- fect, Ólafur Sveinn Gíslason, Schola Cantorum, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Soðið svið, Tangó- félagið.  350 þúsund hver: Evrópusam- band píanókennara, Gísli Galdur Þorgeirsson, Íslensk grafík, Ís- lenska hreyfiþróunarsamsteypan, John A. Speight, SuðSuðVestur, Tinna Þorsteinsdóttir.  300 þúsund hver: Halaleikhóp- urinn, IBBY á Íslandi, Leikfélagið Hugleikur, ReykjavíkurAkademí- an, Sviðslistafélagið, Söngkvölda- félagið.  250 þúsund hver: Alþýðuóperan, Fatahönnunarfélag Íslands, Ljós- vakaljóð, Nýhil vegna starfsemi, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarn- arson.  200 þúsund hver: Hugi Guð- mundsson, Bjarni Thor Krist- insson, Dansfélagið Krummi, Félag íslenskra tónlistarmanna, Töfra- máttur tónlistar, Hafsteinn Þórólfs- son, Raflistafélag Íslands, Sharon R. Linda Sigurðardóttir, Samband íslenskra myndlistarmanna, Tríó Reykjavíkur, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Við og við.  150 þúsund hver: Artíma félag nemenda við listfræði í HÍ, Blás- araoktettinn Hnúkaþeyr.  100 þúsund hver: Leikfélagið Snúður og Snælda, Söngsveitin Fíl- harmónía. efi@mbl.is Veita 92,5 milljónir í styrki  Nýjum Borgarhátíðarsjóði ætlað að örva nýsköpun í hátíðahaldi í borginni Morgunblaðið/Kristinn Styrkjum úthlutað Menningar- og ferðamálaráð úthlutaði 88 styrkjum. Egils saga, nýtt útvarpsleikrit á nútímaíslensku, verður flutt í Út- varpsleikhúsinu á Rás 1 næstu þrjá sunnudaga. Leik- gerðin er eftir Norðmanninn Morten Cranner, Ingunn Ásdís- ardóttir þýddi leiktextann en Þórarinn Eldjárn sneri ljóðum Eglu á nútímamál, „að undanskildu Það mælti mín móðir, því það skilja allir“, segir leik- hússtjórinn Viðar Eggertsson. Um þrjátíu leikendur taka þátt í upp- færslunni en Ingvar E. Sigurðsson leikur Egil, frá unga aldri og allt þar til hann hefur kveðið Sonartorrek eftir Böðvar son sinn látinn. Leik- stjóri er Erling Jóhannesson. Áður en verkinu verður útvarpað eru gestir boðnir velkomnir í Bíó Paradís klukkan 16.30 í dag, að hlýða á fyrsta hlutann fyrir framan myrkvað tjald. „Útvarpsleikrit er þannig í dag, með hljóðheimum sem beitt er, að verið er að virkja ímyndunarafl hlustandans. Hann getur látið aftur augun og við hjálpum honum með tækni okkar að sjá myndirnar fyrir sér. Ekkkert getur keppt við ímynd- unarafl manneskjunnar. Við undir- strikum það með því að bjóða fólki á „forhlustun“, að heyra fyrsta kafl- ann, þess vegna með lokuð augun, og að upplifa þetta saman,“ segir Viðar um flutninginn í bíóinu. Hann segir Íslendinga aldrei hafa leikgert Egils sögu en þessi leikgerð var gerð fyrir norska útvarpsleik- húsið á nútímamáli. „Hljóðmyndin er mjög falleg, með nýrri tónlist Hildar Ingveldar- Guðnadóttur. Þetta er okkar stærsta og metnaðarfyllsta útvarps- verk frá því síðan fyrir hrun,“ segir Viðar. efi@mbl.is Útvarps- gerð Eglu flutt í bíói  Stórvirki í þremur hlutum á nútímamáli Ingvar E. Sigurðs- son leikur Egil. Sú góðglaða tónleikasveit, en leitun er að stemningsríkara bandi í íslensku tónlistarlífi í dag. 31 » Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það var gamall draumur okkar systra að gefa þetta út sem loks varð að veruleika núna,“ segir Krist- björg Freydís Steingrímsdóttir um bókina Systrarím sem bókaútgáfan Salka nýverið gaf út. Í bókinni er að finna vísur sem systurnar Jóhanna Álfheiður og Kristjörg köstuðu á milli sín og kölluðu vísnabálkinn Systur sjá og heyra. Bókin er prýdd myndskreytingum eftir Kristínu Arngrímsdóttur. Spurð hvenær ljóðin í bókinni hafi orðið til segir Kristbjörg allnokkuð síðan. „Satt að segja man ég ekki ár- ið. Jóhanna systir mín lést árið 2002 og við sömdum þetta töluverðu áð- ur,“ segir Kristbjörg og bætir við: „Við sömdum bókina á einum mán- uði. Þetta er þannig til komið að við kváðumst að staðaldri á í síma, oft- ast ein vísa á dag þótt stundum hafi liðið aðeins lengra á milli. Eiginlega byrjuðum við ekki að yrkja neitt að ráði fyrr en á seinni árum. Yrkisefni okkar var oftast dægurmál, en svo ákváðum við að taka fyrir eitthvert visst efni og gera ljóðabálk úr því og bókin kom út úr því,“ segir Krist- björg, en yrkisefnið í Systrarími eru náttúrustemningar frá mismunandi árstíðum. Ferskeytlan má ekki deyja út Aðspurð segir Kristbjörg mikið hafa verið um kveðskap á æsku- heimili hennar í Nesi í Aðaldal, en faðir hennar, Steingrímur Sigurgeir Baldvinsson, var kunnur hagyrð- ingur. „Faðir minn var mjög góður hagyrðingur og hann kenndi okkur systkinunum undirstöðuatriði í vísnagerð,“ segir Kristbjörg og vís- ar þar til sín, Jóhönnu, Péturs og Arndísar. Segir hún þau systkin gjarnan hafa kastað milli sín vísum, ort gamanbragi en einnig alvarlegri ljóð. Á seinni árum voru Nessystur, eins og systurnar þrjár nefndust, allar virkar í hagyrðingafélaginu Kveðanda. Spurð hvort ekki geti verið vanda- samt að setja saman ferskeytlu svarar Kristbjörg: „Það gilda vissar reglur og þær þarf bara að læra. Þar sem mikið er haft um hönd af kveðskap þar læra börnin þetta smám saman,“ segir Kristbjörg og tekur fram að sér fyndist synd ef ferskeytlan myndi hverfa úr málinu. „Ég vil ekki láta þessa ljóðahefð að kveða ferskeytlu deyja út, það væri mikil eftirsjá að því. Þetta er allt að þróast út í óbundin ljóð. Bæði ljóð- formin eiga hins vegar rétt á sér, en annað má ekki gjalda hins. Það má ekki verða þannig að það þurfi endi- lega allt að vera órímað til að teljast góð ljóðagerð.“ Innt eftir því hvort hún hafi sjálf verið dugleg að kenna sínum börn- um og barnabörnum að kveðast á svarar Kristbjörg því játandi. „Ég á tvær dætur og þær eru báðar hag- orðar. Barnabörnin hafa gaman af vísum og áhuga á að læra und- irstöðuatriðin, en yrkja ekki sjálf. Kannski gera þau það seinna, það er aldrei að vita,“ segir Kristbjörg. Gamall draum- ur verður að veruleika  Vísnabálkur með náttúrustemn- ingum eftir systur í Nesi í Aðaldal Jóhanna Á. Steingrímsdóttir Kristbjörg F. Steingrímsdóttir Jóhanna: Sá ég blómin blikna og fella blöðin fríð í haustsins hríðum, brotna af trjánum gildar greinar, glóðir sumarljómans deyða. Sá ég blóm sem blikna ekki, í byljum standa, frost ei granda, fegurst blóm við kröm og klaka, kærleikur í brjóstum manna. Kristbjörg: Sá ég kaldan vetur valdi vorsins, harðar skorður setja, þó er sestur sumargestur söngvafús að húsum mínum. Strax er dagar fjaðrafagur fer á ról úr nætur skjóli, syngur glatt ef geislafingur glæða yl og linnir byljum. Blóm og vetur í kvæðum VÍSUR EFTIR SYSTURNAR Náttúrumyndir Ein af myndum Kristínar Arngrímsdóttur í bókinni Systrarím. Í verkum sínum hefur hönnuður- inn Katrín Ólína Pétursdóttir lengi fengist við hugmyndir um drauminn. Í kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan 20.00 heldur Katrín Ól- ína fyrirlestur á vegum Hönnunarmiðstöðvar Ís- lands, Listaháskólans og Listasafns Reykjavíkur og mun þá skýra frá verkum sínum út frá sjónarhóli draumaflakkarans. Draumaflakkara segir hún vera flakkarinn í okkur sem ferðast við- stöðulaust um heima undirvitund- arinnar. Hann kemur víða við, læt- ur ekkert stöðva sig og þegar farartækin duga ekki eða eru ekki til taks býr hann sér til vængi og hefur sig til flugs. Ferðalög hönnuðarins  Katrín talar um draumaflakkara Katrín Ólína Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.