Morgunblaðið - 28.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2012 1. deildar liðin fá verðug verkefni í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfuknattleik en dregið var í gær. Í kvennaflokki þarf 1. deildar lið Stjörnunnar að fara í Stykkishólm og spila við öflugt lið Snæfells og í karlaflokki þarf 1. deildar lið KFÍ að fara til Keflavík- ur og mæta þar sigursælu liði Keflvíkinga. „Auðvitað hefði verið gaman að fá leik vestur en það er skemmtilegt verkefni og mikil upplifun að fara til Keflavíkur og spila,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ, sem situr í toppsæti 1. deildar og er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í efstu deild. Hann segir KFÍ eiga möguleika á því að leggja Kefla- vík að velli. „Keflavík er með mjög góða leikmenn, frábæran þjálfara og mikla hefð. Við erum samt ekki búnir að tapa leiknum fyrirfram og munum gefa allt í þennan leik. Annað væri óvirðing gagnvart þeim og ég tel reyndar að við getum unnið hvaða lið sem er á Íslandi þegar við erum í stuði,“ sagði Pétur og hans menn létu Hamar frá Hveragerði finna fyrir því í 8-liða úr- slitum og unnu stórsigur 104:69. „Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik þar sem við töpuðum fyrir þeim um daginn en þá spiluðum við hræðilega illa. Í bikarleiknum komum við vel undirbúnir og hittum á góðan skotleik. Boltinn flaut vel á milli manna og menn voru ákveðnir í vörn- inni. Það er okkar stíll og við höfum unnið vel í því í vetur. Þetta var ekki einhver súperleikur hjá okkur en við spiluðum vel og stjórnuðum leiknum og það er hluti af leikskipulaginu,“ sagði Pétur Már ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær. Bikarmeistarar KR í karlaflokki fara norður á Sauðárkrók og mæta Tindastóli. Í kvennaflokki mætast Njarðvík og Haukar. Eftirfarandi lið mætast: Karlar: Keflavík - KFÍ Tindastóll - KR Konur: Snæfell - Stjarnan: Njarðvík - Haukar:  Á mbl.is er að finna myndbandsviðtöl við Guð- rúnu Ósk Ámundadóttur Haukum og Láru Flosa- dóttur Stjörnunni. kris@mbl.is Erfiðir leikir hjá 1. deildar liðunum HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is „Liðsfélagarnir eiga sinn þátt í því að ég fékk þessi verðlaun. Ég er með góða leikmenn við hliðina á mér og snjallan markmann fyrir aftan. Ég hefði aldrei fengið þessi verðlaun ef ég væri ekki í flottu liði,“ sagði landsliðskonan Dagný Skúladóttir úr Val af hógværð í samtali við Morgunblaðið í gær en hún var valin besti leikmaður umferða 1-9 í N1-deild kvenna í handknattleik. Dagný er nokkuð sátt við spila- mennskuna hjá Íslandsmeisturunum. „Framan af mótinu spiluðum við mjög vel en svo kom smá bakslag hjá okkur og við töpuðum einum leik á móti Fram. Á heildina litið erum við bara sátt við að vera á toppnum með Fram. Það hefur ekkert komið okkur á óvart í sjálfu sér og við vissum auðvitað að við færum ekki taplausar í gegnum Íslandsmótið.“ HM í Brasilíu var gulrót Dagný var í barneignarfríi frá hand- boltanum á síðasta keppnistímabili og það er því nokkuð athyglisvert hversu sterk hún hefur komið til leiks í vetur. Sérstaklega í ljósi þess að í fyrra reikn- aði hún með því að láta staðar numið í boltanum. Dagný sat á áhorfendapöll- unum í Árósum fyrir rúmu ári og fylgd- ist með kvennalandsliðinu spila í loka- keppni EM. Þá áttaði hún sig á því að stórmót væri eitthvað sem hana langaði að upplifa eftir tíu ára landsliðsferil. Áður en mánuðurinn var liðinn var hún mætt til leiks með Val í deildabik- arnum. „Ég náði fínu undirbúningstímabili í sumar en ég náði því ekki í fyrra. Ég kom inn í þetta á miðju tímabili síðasta vetur en var ekki með á fullu. Ég ákvað hins vegar að vera með á fullu á þessu tímabili enda sá ég landsliðið og HM í Brasilíu í hillingum. Það gaf mér auka kraft til þess að gera þetta af alvöru,“ sagði Dagný en hún hefur áður á ferl- inum tekið sér frí vegna barneigna og unnið sig inn í landsliðið á ný. Æfði á morgnana í sumar „Ég kom tiltölulega snemma inn í handboltann eftir fyrsta barnið en var eiginlega hætt eftir annað barnið. Það vantaði hins vegar annan hornamann- inn þegar Valur lék í deildabikarnum á síðasta tímabili og þá datt ég inn í þetta aftur,“ sagði Dagný en hún lagði mikið á sig í sumar til að koma sér í lands- liðsklassa á ný. „Það tekur á og maður þarf að æfa aukalega til að ná þessu. Ég lagði meira á mig í sumar en ég þurfti að gera og tók morgunæfingar í ræktinni, þar sem ég hljóp og styrkti mig.“ Síðasta tímabilið? Dagný ætlar ekki að lýsa neinu yfir varðandi framhaldið en svo gæti farið að hún léti staðar numið að þessu tíma- bili loknu en það yrði blóðtaka fyrir landsliðið þar sem Dagný var í stóru hlutverk á HM. „Ég ætla bara að meta stöðuna eftir þetta tímabil. Ég er bara með eins árs samning því ég þorði ekki að semja til tveggja ára. Ég er ekki tilbúin til að svara þessu strax,“ sagði Dagný ennfremur. Ásamt Dagnýju í úrvalsliðinu voru samherjar hennar Guðný Jenný Ás- mundsdóttir markvörður og Anna Úr- súla Guðmundsdóttir línumaður. Fram á tvo leikmenn í liðinu en lið Fram er það eina sem unnið hefur Val á leiktíð- inni. Um er að ræða skytturnar Stellu Sigurðardóttur og Birnu Berg Har- aldsdóttur. Leikstjórnandinn kemur frá Vestmannaeyjum en það er Ester Óskarsdóttir og hægri hornaðurinn er Sólveig Lára Kjærnested úr Stjörn- unni. Einar Jónsson úr Fram var val- inn þjálfari umferða 1-9. Morgunblaðið/Ómar Best Dagný Skúladóttir hornamaðurinn knái í liði Vals var kjörin besti leikmaður í umferðum 1-9 í N1-deild kvenna. Dagný var hætt í handboltanum  Vildi upplifa stórmót eftir að hafa horft á EM í Danmörku Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Serbar skrifuðu kafla í hand- boltasögu landsins þegar liðið komst í úrslit á Evrópumótinu í handknatt- leik sem fram fer á heimavelli þeirra. Þeir unnu Króata í gær, 26:22, í und- anúrslitunum og mæta Dönum í úr- slitum á sunnudaginn. Króatar þurfa að láta sér lynda að spila um brons- verðlaun við Spánverja. Gríðarlega vel studdir af um 14 þúsund áhorfendum í höllinni í Bel- grad létu Serbar margfalda meistara Króatíu hreinlega líta illa út í síðari hálfleik eftir að síðarnefnda liðið hafði yfir í hálfleik, 14:13. Serbarnir spiluðu yfirvegaðan og góðan hand- bolta þar sem markvörður þeirra, Darko Stanic, og Momir Ilic fóru fyr- ir sínum mönnum. Stanic varði um 15 skot og Ilic skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Mikill hiti var í áhorfendum eins og búist hafði verið við. Öryggisgæslan fyrir og meðan á leik stóð var engu lík, með vopnaða lögreglumenn og sérsveitarmenn fremsta í flokki. Tíð- indamaður Morgunblaðsins í höllinni lýsti því sem svo að það hefði verið erfitt að fara á salernið þar sem sér- sveitarmennirnir stóðu við öllu búnir. Sem dæmi um stemninguna heyrð- ist ekkert í þjóðsöng Króata, fyrir bauli og köllum stuðningsmanna Serba fyrir leikinn. Það setti þó ljótan blett á leikinn þegar markvörður Króatíu bjó sig undir að verja vítakast og leysigeisla var þá beint að augum hans. Annars voru áhorfendur til friðs á meðan leiknum á stóð ef undan er skilið þeg- ar þeir kveiktu á blysi í stúkunni. Það hafði þó engin áhrif á leikinn. Sagan með Dönum Það verður væntanlega ekki minni stemning á úrslitaleik Dana og Serba. Þar hafa þó Danirnir söguna með sér en þeir unnu gullverðlaun árið 2008 í Noregi. Þá líkt og nú komu bæði liðin í úrslitaleiknum úr sama milliriðl- inum. Þeir unnu þá Króata 24:20. Sama hvernig fer geta Serbar vel við unað enda aldrei unnið til verðlauna á Evrópumóti. Heima- menn í úr- slit á EM Gleði Serbar í gær sýndu að þeir kunna að fagna þegar vel gengur. Reuters Reykjavíkurmót karla Þróttur – Fjölnir.......................................1:1 Daði Bergsson 10. – Haukur Lárusson 57. Valur – Fylkir ...........................................2:3 Rúnar Már Sigurjónsson 6., 42. (víti) – Hjörtur Hermannsson 11., 87., Jóhann Þórhallsson 63. England Enska bikarkeppnin, 4.umferð: Watford – Tottenham ..............................0:1 Rafael van der Vaart 42. Everton – Fulham.....................................2:1 Denis Stracqualursi 27., Marouane Fellaini 73. – Danny Murphy 14. (víti) Þýskaland Hannover – Nurnberg ..............................1:0 Staðan: Bayern M. 18 12 1 5 44:13 37 Dortmund 18 11 4 3 40:13 37 Schalke 18 12 1 5 41:23 37 Gladbach 18 11 3 4 28:12 36 Werder Bremen 18 9 3 6 30:31 30 Leverkusen 18 8 5 5 25:24 29 Hannover 19 6 9 4 21:24 27 Hoffenheim 18 6 5 7 19:19 23 Wolfsburg 18 7 2 9 24:34 23 Stuttgart 18 6 4 8 24:23 22 Köln 18 6 3 9 27:36 21 Nürnberg 19 6 3 10 19:29 21 Hertha Berlín 18 4 8 6 24:28 20 Hamburger SV 18 4 7 7 22:32 19 Mainz 18 4 6 8 24:32 18 Kaiserslautern 18 3 8 7 13:21 17 Freiburg 18 4 4 10 22:39 16 Augsburg 18 3 6 9 15:29 15 Holland PSV – Vitesse ............................................3:1 Staðan: PSV Eindh. 19 12 5 2 52:21 41 AZ Alkmaar 18 12 3 3 37:16 39 Twente 18 10 6 2 48:18 36 Ajax 18 9 7 2 47:24 34 Heerenveen 18 8 7 3 41:28 31 Feyenoord 18 9 4 5 35:24 31 Vitesse 19 8 5 6 24:20 29 Groningen 18 8 5 5 31:29 29 Roda 18 8 1 9 32:41 25 Den Haag 18 6 4 8 25:34 22 Breda 18 6 3 9 24:31 21 Heracles 18 5 5 8 28:27 20 Nijmegen 18 6 2 10 18:27 20 Utrecht 18 4 6 8 29:36 18 Waalwijk 18 5 3 10 17:33 18 Venlo 18 3 4 11 18:43 13 Graafschap 18 3 3 12 16:41 12 Excelsior 18 2 5 11 12:41 11 KNATTSPYRNA EM í Serbíu Undanúrslit: Danmörk – Spánn .................................25:24 Króatía – Serbía ....................................22:26  Danmörk og Serbía leika til úrslita á morgun.  Spánn og Króatía leika um 3. sætið á morgun. Leikur um 5. sætið: Makedónía – Slóvenía .......................... 28:27 HANDBOLTI KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fram – Víkingur ....................L15 Fótbolti.net-mótið: Akranes: ÍA – Keflavík ......................L10.30 Fífan: Breiðablik – FH ...........................L11 Kórinn: Selfoss – Grindavík ..............L11.30 Kórinn: Stjarnan – ÍBV .....................L13.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Seltjarnarnes: Grótta – ÍBV.................. L13 Hlíðarendi: Valur – Stjarnan..................L14 Ásvellir: Haukar – FH ............................L16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Njarðvík.......L14 Grafarvogur: Fjölnir – Hamar ..........L16.30 Hlíðarendi: Valur – KR......................L16.30 Keflavík: Keflavík – Haukar..............L16.30 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR ÍR-ingar halda Stórmót ÍR í frjálsíþróttum í 16. sinn um helgina. Mótið, sem fram fer í Laugardalshöllinni, hefur unnið sér sess sem langstærsta opna innanhússmótið í frjálsum sem haldið er árlega hér á landi. Mótið hefst í dag klukkan 9 og á morgun hefst keppni klukkan 10. BORÐTENNIS Stóra Víkingsmótið fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í dag og hefst keppni klukkan 10.30. LYFTINGAR Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fer fram í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum í dag og hefst keppni kl. 12.00. Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.