Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  26. tölublað  100. árgangur  SKÆRIR LITIR, MYNSTUR OG ULL ÁBERANDI TRYGGIR ÁTTHÖGUM SÍNUM GLÓANDI GULL Í GAMLA SAM- KOMUHÚSINU LUNDARANNSÓKNIR 15 GULLEYJAN Á AKUREYRI 31FATNAÐUR FRÁ LÚKA 10 Ómar Friðriksson Baldur Arnarson „Eldsneytið er langstærsti kostnaðarliðurinn ásamt launum. Þessar hækkanir fara því beint út í verðlag,“ segir Jörundur Jörunds- son, framkvæmdastjóri hjá Sam- skipum innanlands, um áhrifin af enn einni hækkun eldsneytisverðs. Að sögn Jörundar eyðir stór flutn- ingabifreið um 50 til 70 lítrum af dís- ilolíu á hverja ekna 100 km. Aka þarf 1.270 km báðar leiðir milli Reykja- víkur og Egilsstaða. Miðað við 60 lítra eyðslu á hundraðið og að verðið á dísilolíu sé 253,3 kr. á lítra kostar eldsneytið því nú 193.000 krónur. 30.000 króna hækkun á ferð Til samanburðar kostaði dísil- olíulítrinn 213,4 kr. í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi 10. janúar í fyrra. Hefði akstur sömu flutningabifreiðar því kostað 162.600 kr. í eldsneytis- kaup eða um 30.000 kr. minna en nú. Kristinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Krónunnar, segir allt kapp verða lagt á að halda sama vöruverði í verslunum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hitt sé ljóst að greitt sé orðið með vissum vörum sem seldar séu úti á landi. Olíuverðið ógni afkomu og þrýsti á hækkanir. Þrýstir á verðhækkanir  Eldsneytiskostnaður flutningabíls frá Reykjavík til Egilsstaða kominn í 193 þús.  Tuga þúsunda hækkun á fáum árum  Verðbólguhorfur framundan eru dökkar MÞyngri þrýstingur á verðlag » 8 Gríðarlegar hækkanir » Hinn 20. nóvember 2008 var algengt verð á dísilolíulítra 175,9 til 176,9 kr. í sjálfsafgreiðslu. » Hinn 11. janúar 2006 var al- gengt verð á dísilolíu 108,3 kr. lítrinn en um helmingur fer í skatt.  Ómskoðun á vegum Leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins hefst á morgun hjá þeim konum sem fengið hafa frönsku PIP- brjóstapúðana ígrædda. Alls eru þær um 440 talsins. Að sögn Ragn- heiðar Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, hafa um 160 konur fengið tíma í ómskoðun og fleiri hafa haft samband. Munu þær fá tíma á næstu vikum en Ragnheið- ur segir skoðunina fara fram á næstu 3-4 mánuðum. Skoðað er tvo daga í viku á leitarstöðvum félags- ins í Reykjavík og á Akureyri. Ómskoðunin kostar ríkið um 10 milljónir kr., þar af 6,8 milljónir fyrir ómunina og 3 milljónir vegna ráðgjafar sem konurnar fá líka. »2 160 konur fengið tíma í ómskoðun Seint í gærkvöldi vann lögreglan enn að rannsókn á sprengingu neðarlega á Hverfisgötu, steinsnar frá stjórnarráðinu, og vildi ekki ræða hvernig henni miðaði. Hafði enginn verið handtekinn vegna sprengjutilræðisins í gær- morgun. Tugir manna komu að aðgerðinni, sérsveitarmenn, lögreglumenn og sprengjusérfræðingar. Þá voru slökkvibifreið og sjúkrabifreið sendar á vettvang um tíuleytið í gærmorgun og voru á vettvangi í einn og hálfan tíma. Á myndinni má sjá hvernig sérfræðingur sprengjudeildar Landhelgis- gæslunnar fór að öllu með gát þegar hann rannsakaði leifar sprengjunnar. Áður hafði sérútbúið vélmenni sprengjudeildarinnar skotið á leifarnar þann- ig að þær sprungu. Er vélmennið útbúið vatnsbyssu og er háþrýstibunu ætlað að sundra sprengjum svo þær springi ekki af öllu afli. Með því er áhættan lágmörkuð fyrir sprengjuleitarmanninn sem er íklæddur búningi úr kevlar- efni. Lögreglan rannsakar hvers vegna tilkynning um sprenginguna til fjar- skiptamiðstöðvar lögreglu leiddi ekki til tafarlausra viðbragða. »6 Sprengjutilræði við stjórnarráðið Morgunblaðið/Júlíus  Nái frumvarp innanrík- isráðherra fram að ganga á Al- þingi mun gjald- skrá fyrir upp- lýsingar og vottorð hjá Þjóð- skrá Íslands hækka um allt að 233%. Eiga þessar hækkanir að skila stofnuninni um 53 milljónum króna í tekjur aukalega á ári og eru þeir fjármunir ætlaðir í endurnýjun tölvubúnaðar. Hefur frumvarpið verið gagnrýnt en það er nú til um- sagnar allsherjarnefndar Alþingis. »4 Þjóðskráin hækkar gjöld um 233%  Hugmyndir sem settar voru fram í aðalskipulagi Reykjavíkur árið 2001 um að flugvöllurinn fari að hluta árið 2016 og alveg árið 2024 eru algjörlega óraunhæfar og úr- eltar nú, að mati Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Hann bendir á að enn séu óseldar margar íbúðir og margar skipulagðar lóðir til. Lóð- irnar geti enst í 6 til 7 ár eftir að bygginga- fram- kvæmdir hefj- ast á ný. Júlíus Vífill bendir á hálfbyggð nýbyggingahverfi á höfuðborgarsvæðinu. Verði farið í það þegar árið 2016 að fjarlægja N/ S-flugbrautina og beina uppbygg- ingu þangað sé verið að tryggja óbreytt ástand á hálfbyggðu svæð- unum. Slík ráðstöfun muni og hafa áhrif á um 500 störf á flugvellinum. Þá telur hann að flugvallarsvæðið myndi standa óhreyft í mörg ár. Júlíus Vífill segir hægt að byggja húsnæði fyrir 4.000 til 4.500 manns á jaðarsvæðum flugvallarins án þess að raska aðal- flugbrautum Reykjavíkur- flugvallar. »4 Algerlega úrelt hugmynd að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll, að mati borgarfulltrúa Í MIÐJU MORGUNBLAÐSINS Í DAG » Afgerandi meirihluti opins fundar sem stjórn foreldrafélags Hvassaleit- isskóla boðaði til með foreldrum í gærkvöldi samþykkti ályktun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld afturkalli ákvörðun sína um að hýsa miðstig Breiðagerðisskóla í húsnæði skólans næstkomandi vetur. Þá segir í ályktuninni að ákvörðun borgarinnar hafi verið tekin án lög- bundins samráðs við skólaráð og skólastjórnendur á sama tíma og vinna við viðkvæmt og umdeilt sam- einingarferli Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla er á byrjunarstigi. Foreldrar í Hvassaleiti mótmæli því að vera haldið utan við svo veigamikið hagsmunamál barna sinna. Mótmæla ákvörðun yfirvalda  Foreldrar álykta Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hvassaleiti Foreldrar mótmæla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.